Matthías: Þetta er alveg hundleiðinlegt Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. ágúst 2014 07:00 Matthías verður frá næstu vikurnar. Mynd/ikstart.no „Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
„Ég er alveg í tómu tjóni,“ segir Matthías Vilhjálmsson, knattspyrnumaður með Start í norsku úrvalsdeildinni, í samtali við Fréttablaðið, en Ísfirðingurinn verður frá næstu vikur vegna meiðsla. „Síðustu vikur er ég búinn að vera með næstum klofinn hryggjarlið neðarlega í bakinu. Ég hef ekkert náð mér alveg af þessu,“ segir Matthías sem hefur spilað meira og minna meiddur allt tímabilið en nú verður hann að segja stopp. „Ég verð að hvíla í einhvern tíma. Ég er búinn að vera að þjösnast á þessu, en það er til dæmis ekkert sérstaklega þægilegt að hoppa upp í skallaeinvígi. Það er bara ekkert vit í því að vera að spila núna. Þetta er ekki gaman, en svona er þetta. Það eru margir mikilvægir leikir hjá okkur í haust sem ég stefni á að ná,“ segir Matthías. FH-ingurinn fyrrverandi fór frábærlega af stað á fyrstu tveimur tímabilum sínum með Start. Hann skoraði 18 mörk í 30 leikjum er liðið vann 1. deildina fyrir tveimur árum og fylgdi því eftir með ellefu mörkum í 25 leikjum í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Nú hefur hann spilað fjórtán leiki og skorað tvö mörk. En meiðsli hafa hrjáð hann alla leiktíðina. „Maður á ekkert að vera að afsaka sig svona, en þetta byrjaði strax á undirbúningstímabilinu. Þá meiddi ég mig í ökklanum, svo meiddist ég á hné og nú þetta. Þetta er alveg hundleiðinlegt. Það er því miður ekkert víst að hvíldin virki. Kannski þarf ég að fara í uppskurð á endanum. En þangað til er betra að ég hvíli en að hafa mig joggandi inni á vellinum,“ segir Matthías. Hann vonast til að missa ekki af nema tveimur næstu leikjum Start; á móti Odd og Sogndal. Í lok mánaðar er svo tveggja vikna landsleikjahlé sem Matthías ætlar að nýta sér. „Ég efast um að ég nái leiknum gegn Sogndal, en ég stefni að því að vera klár eftir pásuna. Það versta er, að ég get bara ekkert sagt til um hvenær ég verð klár.“ -tom
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Íslenski boltinn Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira