Efla lestur með því að afnema virðisaukaskatt á bækur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. ágúst 2014 07:00 Meginmarkmið Hvítbókar menntamálaráðherra er að 90% íslenskra barna nái lágmarksviðmiðum í lestri. Vísir/Getty „Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna. Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Ef markmiðið er að 90 prósent grunnskólanema nái lágmarksviðmiðum í lestri, þá er langsamlega skilvirkasta leiðin að afnema virðisaukaskatt af bókum,“ segir Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins. Vísar Egill þar í Hvítbók menntamálaráðuneytisins frá því júní þar sem eitt meginmarkmiðið er að auka lestrarfærni íslenskra barna. Nú er aftur á móti umræða um að hækka virðisaukaskatt á bókum vegna breytinga á skattkerfinu og hafa útgefendur áhyggjur af þeirri hækkun.Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda og framkvæmdastjóri Forlagsins.vísir/anton brinkÚtgáfa barna- og unglingabóka hefur dregist saman um 43 prósent á síðustu sex árum enda hefur samkeppni við aðrar tegundir afþreyingar aukist verulega síðustu ár. Bryndís Loftsdóttir, hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, segir útgáfu á íslenskum barnabókum sérstaklega í mikilli hættu. „Ég er ekki svo sannfærð um að íslenskir drengir kunni ekki að lesa, ég held þeir kunni bara að lesa á ensku. Börn þurfa þjálfun í að lesa og hugsa á íslensku og til þess þarf að vera til íslenskt gæðaefni,“ segir Bryndís og bætir við að þannig sé líka almennt hlúið að íslenskunni sem er í aukinni útrýmingarhættu.Bryndís Loftsdóttir hjá Félagi íslenskra bókaútgefanda.Enginn virðisaukaskattur er á bókum t.a.m. í Færeyjum, Noregi, Bretlandi og Írlandi. Egill segir að nú þegar breytingar eigi að gera á virðisaukaskattskerfinu sé lag að bókmenntaþjóðin bætist í hóp þessara þjóða. Um leið gæti það orðið sú viðspyrna sem þyrfti til að snúa við óheillaþróun í lestrarfærni íslenskra barna. „Þannig náum við að hleypa lífi í ritun og útgáfu íslenskra barna- og unglingabóka sem er í samræmi við hin ágætu markmið Hvítbókar.“ Á fundi skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur í gær var samþykkt að setja á fót fagráð um leið til að efla lestrarfærni og lesskilning barna í skólum borgarinnar. Freyja Birgisdóttir, dósent við menntavísindasvið HÍ, er formaður ráðsins og segir hún lestur barna í frítíma afar mikilvægan til að þróa lesskilning. „En til þess þarf að kveikja áhuga barnanna og því eigum við að stuðla og hlúa að útgáfu íslensks efnis,“ segir Freyja og nefnir hinar vinsælu fótboltabækur Gunnars Helgasonar sem dæmi um bækur sem hafa náð vel til íslenskra barna.
Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira