27 þúsund Frakkar voru drepnir í gær Illugi Jökulsson skrifar 23. ágúst 2014 14:00 Áætlun Schlieffen-áætlunin eins og hún leit út árið 1905. Hugsið ykkur ef 27.000 menn væru drepnir í Frakklandi á einum degi. Karlmenn, allt karlmenn, ungir menn langflestir, svona 18-25 ára. Bara drepnir með köldu blóði og vísvitandi. Það yrði auðvitað hræðilegt áfall, ekki aðeins fyrir Frakka, heldur fyrir alla Evrópu, já, jafnvel allan heiminn. Tuttugu og sjö þúsund manns myrtir á einu bretti! Hvílíkt morðæði, hvílík grimmd, hvílík villimennska! Sálrænt áfall fyrir Frakka yrði svo mikið að það myndi eflaust taka þá mörg ár, nei, áratugi! að vinna úr því. „Grimmdarverkin 22. ágúst“ yrðu eins og fúlt kýli í franskri þjóðarvitund jafnvel öldum saman, allir helstu menn þjóðarinnar og Evrópu og umheimsins myndu telja sig þurfa að brjóta heilann um hvernig á þessum hryllingi stóð. 27 þúsund manns? Ja, það eru til dæmis nokkurn veginn nákvæmlega jafn margir og allar íbúar Hafnarfjarðar, reyndar að meðtöldum konum og börnum. 27 þúsund manns eru líka næstum jafn margir og komast fyrir á fótboltavellinum Britannia Stadium í Stoke ef það segir einhverjum eitthvað. Hugsið ykkur ef hver einasti áhorfandi á troðfullum stórum fótboltavelli væri drepinn, þá fáiði hugmynd um fjöldann. Skelfileg tilhugsun, ekki satt? Það er varla hægt að hugsa til þess að þetta gæti gerst. En þó var það einmitt þetta sem gerðist í gær. Ekki núna í ár að vísu, heldur fyrir réttum eitt hundrað árum. Þann 22. ágúst 1914 féllu 27.000 Frakkar í valinn fyrir byssukúlum og fallbyssuskotum og byssustingjum Þjóðverja rétt tæpum mánuði eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út. Og þó er þessi dagur ekki skráður svörtu letri í franska sögu svo ég viti til, það var ekki gert neitt sérstakt veður út af þessu, franska þjóðin var ekki dolfallin, hvað þá aðrir Evrópumenn eða umheimurinn, það datt engum í hug að bjóða né biðja um áfallahjálp, á forsíðu Moggans tveim dögum síðar stóð bara: „Margar smáorrustur hafa orðið milli Þjóðverja og Frakka.“ Sama dag birtist neðar á forsíðunni löng frétt um vandræði áhafnarinnar á botnvörpungnum Braga við að útvega sér matvörur í Þýskalandi eins og nú var komið stríðinu. Ég veit ekki hvaða ályktanir á að draga af þessu. Kannski engar. Það voru að minnsta kosti engar ályktanir dregnar af þessu hræðilega mannfalli fyrir réttum eitt hundrað árum. Það blöskraði engum. Frakkar settust ekki niður máttvana og grétu. Af hverju vorum við að fórna öllum þessum fallega hópi? Þjóðverja rak ekki í rogastanz. Hvernig gátum við drepið svona marga? Getum við gengið til hvílu í kvöld? Erum við ennþá menn? Og já, þeir gengu óhikað til hvílu að kvöldi. Já, þeir voru ennþá menn.Alfred von Schlieffen greifi og marskálki.Drepa alla þessa frönsku stráka Fyrri heimsstyrjöldin er að ýmsu leyti afar erfið viðfangs. Ekki út af allri slátruninni, annað eins hafði oft gerst áður og að 27.000 manns af einu þjóðerni væru drepnir á sama degi. Og annað eins átti líka eftir að gerast aftur og aftur. Bæði í fyrra stríði og því seinna. Þá voru það heldur ekki alltaf bara karlmenn sem voru drepnir og ekki nærri alltaf bara hermenn. Í fyrri heimsstyrjöldinni féll tiltölulega lítið af óbreyttum borgurum beinlínis af völdum hernaðaraðgerða. Í þeirri seinni var annað upp á teningnum, þá var beinlínis ráðist á óbreytta borgara. Það gerðu Þjóðverjar en það gerðu líka þeir Bandamenn sem við erum vön að telja meðal þeirra „góðu“ í því stríði. Langtum fleiri en 27.000 manns féllu í stærstu loftárásum Breta og Bandaríkjamanna bæði á Þýskaland og Japan. Og vonandi óþarfi að nefna kjarnorkusprengjurnar tvær. Nei, það var ekki mannfallið sjálft sem gerði fyrri heimsstyrjöldina svo erfiða viðfangs. Það var tilgangsleysið. Auðvitað er alltaf hægt að finna einhverjar ástæður fyrir stríði, en ástæðurnar sem hægt er að tína til fyrir fyrri heimsstyrjöldinni eru óvenju fáfengilegar. Jafnvel árásarstríð Adolfs Hitlers (hann var einmitt á leið á vígstöðvarnar þennan dag fyrir eitt hundrað árum), jafnvel það er að einhverju leyti skiljanlegt – samkvæmt hans ömurlegu forsendum. Hann taldi Þjóðverja skorta landrými, hann var viss um að þeir væru á einhvern hátt æðri kynstofn en þjóðirnar í austri sem átti að hneppa í þrældóm. Því trúðu stríðsherrar Þjóðverja ekki í raun og veru í upphafi fyrri heimsstyrjaldar, þrátt fyrir allan sinn fræga hroka. Þeir litu ekki svo á að þeir hefðu einhvern yfirnáttúrulegan „rétt“ til að drepa alla þessa frönsku stráka. Þeir gerðu það bara af því þeir voru í stríði. Og þeir voru í stríði af því þeir höfðu svo lengi verið að undirbúa sig undir stríð að það var eins gott að ljúka því af.Franskir hermenn gera árás í upphafi stríðs 1914. Hve margir þessara lifðu af?Hratt fram gegn Belgíu Þótt ástæðan væri engin. Stuðningur Frakka við Rússa sem studdu Serba sem höfðu orðið fyrir árás Austurríkismanna sem nutu stuðnings Þjóðverja? Morðið á Franz Ferdinand sem enginn saknaði og allir voru í raun fegnir að vera lausir við? Var það virkilega ástæða til að drepa 27.000 franska karlmenn á einum degi? Já, hugsuðu Þjóðverjar með sér, af því hernaðaráætlunin gerði ráð fyrir því. Þýski herinn hafði verið að undirbúa sig fyrir stríð gegn Frökkum í áratugi, eða allar götur frá því síðasta stríði lauk með algjörum sigri Þjóðverja árið 1871. Það voru engin sérstök pólitísk markmið höfð í huga þegar stríðið var undirbúið, það átti bara að knésetja Frakka að nýju, ekkert flóknara en það, og það með svo snöggu og þungu höggi að bandamenn þeirra hefðu ekki tíma til að koma þeim til aðstoðar. Þar var fyrst og fremst verið að hugsa um Rússa. Stríðsáætlun Þjóðverja var samin af Alfred von Schlieffen greifa og marskálki og hún gekk út á að hægri vængur þýska hersins á hinum væntanlegu vesturvígstöðvum átti að sækja hratt fram í gegnum Belgíu og bruna svo suður í átt til Parísar, þannig átti að króa franska herinn af og neyða hann til uppgjafar, ekki ósvipað og hafði gerst í stríðinu 1870-71. Og Schlieffen var fram í andlátið að dedúa og dunda við áætlun sína um allsherjarstríðið og reyna að fínpússa hana, svo ekkert færi úrskeiðis. Það er fullyrt að síðustu orð hans á dánarbeði 1913 hafi verið: „Munið mig bara um að hafa hægri vænginn nógu öflugan!“ Allsherjarstríð Þjóðverjar unnu svo samkvæmt Schlieffen-áætluninni þegar í odda skarst sumarið 1914. Ekki þó af því að pólitískar aðstæður krefðust allsherjarstríðs. Fjarri því. Það þurfti bara að stilla deilur Austurríkismanna og Serba. En af því allar áætlanir allra stórveldanna gerðu bara ráð fyrir allsherjarstríði (einhver Schlieffen var til í öllum löndum) og af því innbyrðis bandalög þeirra voru orðin alltof samansúrruð, þá fór sem fór. Þýski herinn á vesturvígstöðvunum skreið af stað og í „mörgum smáorrustum“ drap hann 27.000 franska hermenn fyrir réttum 100 árum í dag. Þessar orrustur fóru fram í Lorraine, Ardennafjöllum og við Charleroi í Belgíu, fórnir hinna frönsku hermanna voru til einskis því þýski herinn hélt áfram för sinni. Þó kom í ljós um síðir að þýsku herforingjarnir höfðu líklega ekki hlustað nógu vel á Schlieffen, hægri vængurinn var ekki nógu sterkur, sókninni í átt til Parísar var hrundið og franski herinn lokaðist ekki inni. Þá grófu báðir aðilar sig niður og héldu áfram manndrápunum í fjögur löng ár. Í ágúst 1986 fór ég til Parísar sem oftar í þá daga og heimsótti þá í fyrsta sinn Père Lachaise kirkjugarðinn. Ég var náttúrlega að líta á gröf rokksöngvarans Jims Morrison, sem hvílir í garðinum, en annað varð mér minnisstæðara en rosknu hipparnir sem þar sátu enn. Það voru nokkrar mjög gamlar svartklæddar konur sem gengu afar hægt og stillilega að legstöðum eiginmanna sinna og settu þar eitt eða tvö blóm áður en þær signdu yfir gröfina. Ég leit á nokkur leiði og sá að eiginmennirnir höfðu dáið rétt um tvítugt á árunum 1914-18. Í sjötíu ár höfðu þær verið ekkjur og komu þarna enn til að syrgja ungu mennina sína sem heimsstyrjöldin tók frá þeim. Flækjusaga Menning Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Hugsið ykkur ef 27.000 menn væru drepnir í Frakklandi á einum degi. Karlmenn, allt karlmenn, ungir menn langflestir, svona 18-25 ára. Bara drepnir með köldu blóði og vísvitandi. Það yrði auðvitað hræðilegt áfall, ekki aðeins fyrir Frakka, heldur fyrir alla Evrópu, já, jafnvel allan heiminn. Tuttugu og sjö þúsund manns myrtir á einu bretti! Hvílíkt morðæði, hvílík grimmd, hvílík villimennska! Sálrænt áfall fyrir Frakka yrði svo mikið að það myndi eflaust taka þá mörg ár, nei, áratugi! að vinna úr því. „Grimmdarverkin 22. ágúst“ yrðu eins og fúlt kýli í franskri þjóðarvitund jafnvel öldum saman, allir helstu menn þjóðarinnar og Evrópu og umheimsins myndu telja sig þurfa að brjóta heilann um hvernig á þessum hryllingi stóð. 27 þúsund manns? Ja, það eru til dæmis nokkurn veginn nákvæmlega jafn margir og allar íbúar Hafnarfjarðar, reyndar að meðtöldum konum og börnum. 27 þúsund manns eru líka næstum jafn margir og komast fyrir á fótboltavellinum Britannia Stadium í Stoke ef það segir einhverjum eitthvað. Hugsið ykkur ef hver einasti áhorfandi á troðfullum stórum fótboltavelli væri drepinn, þá fáiði hugmynd um fjöldann. Skelfileg tilhugsun, ekki satt? Það er varla hægt að hugsa til þess að þetta gæti gerst. En þó var það einmitt þetta sem gerðist í gær. Ekki núna í ár að vísu, heldur fyrir réttum eitt hundrað árum. Þann 22. ágúst 1914 féllu 27.000 Frakkar í valinn fyrir byssukúlum og fallbyssuskotum og byssustingjum Þjóðverja rétt tæpum mánuði eftir að fyrri heimsstyrjöldin braust út. Og þó er þessi dagur ekki skráður svörtu letri í franska sögu svo ég viti til, það var ekki gert neitt sérstakt veður út af þessu, franska þjóðin var ekki dolfallin, hvað þá aðrir Evrópumenn eða umheimurinn, það datt engum í hug að bjóða né biðja um áfallahjálp, á forsíðu Moggans tveim dögum síðar stóð bara: „Margar smáorrustur hafa orðið milli Þjóðverja og Frakka.“ Sama dag birtist neðar á forsíðunni löng frétt um vandræði áhafnarinnar á botnvörpungnum Braga við að útvega sér matvörur í Þýskalandi eins og nú var komið stríðinu. Ég veit ekki hvaða ályktanir á að draga af þessu. Kannski engar. Það voru að minnsta kosti engar ályktanir dregnar af þessu hræðilega mannfalli fyrir réttum eitt hundrað árum. Það blöskraði engum. Frakkar settust ekki niður máttvana og grétu. Af hverju vorum við að fórna öllum þessum fallega hópi? Þjóðverja rak ekki í rogastanz. Hvernig gátum við drepið svona marga? Getum við gengið til hvílu í kvöld? Erum við ennþá menn? Og já, þeir gengu óhikað til hvílu að kvöldi. Já, þeir voru ennþá menn.Alfred von Schlieffen greifi og marskálki.Drepa alla þessa frönsku stráka Fyrri heimsstyrjöldin er að ýmsu leyti afar erfið viðfangs. Ekki út af allri slátruninni, annað eins hafði oft gerst áður og að 27.000 manns af einu þjóðerni væru drepnir á sama degi. Og annað eins átti líka eftir að gerast aftur og aftur. Bæði í fyrra stríði og því seinna. Þá voru það heldur ekki alltaf bara karlmenn sem voru drepnir og ekki nærri alltaf bara hermenn. Í fyrri heimsstyrjöldinni féll tiltölulega lítið af óbreyttum borgurum beinlínis af völdum hernaðaraðgerða. Í þeirri seinni var annað upp á teningnum, þá var beinlínis ráðist á óbreytta borgara. Það gerðu Þjóðverjar en það gerðu líka þeir Bandamenn sem við erum vön að telja meðal þeirra „góðu“ í því stríði. Langtum fleiri en 27.000 manns féllu í stærstu loftárásum Breta og Bandaríkjamanna bæði á Þýskaland og Japan. Og vonandi óþarfi að nefna kjarnorkusprengjurnar tvær. Nei, það var ekki mannfallið sjálft sem gerði fyrri heimsstyrjöldina svo erfiða viðfangs. Það var tilgangsleysið. Auðvitað er alltaf hægt að finna einhverjar ástæður fyrir stríði, en ástæðurnar sem hægt er að tína til fyrir fyrri heimsstyrjöldinni eru óvenju fáfengilegar. Jafnvel árásarstríð Adolfs Hitlers (hann var einmitt á leið á vígstöðvarnar þennan dag fyrir eitt hundrað árum), jafnvel það er að einhverju leyti skiljanlegt – samkvæmt hans ömurlegu forsendum. Hann taldi Þjóðverja skorta landrými, hann var viss um að þeir væru á einhvern hátt æðri kynstofn en þjóðirnar í austri sem átti að hneppa í þrældóm. Því trúðu stríðsherrar Þjóðverja ekki í raun og veru í upphafi fyrri heimsstyrjaldar, þrátt fyrir allan sinn fræga hroka. Þeir litu ekki svo á að þeir hefðu einhvern yfirnáttúrulegan „rétt“ til að drepa alla þessa frönsku stráka. Þeir gerðu það bara af því þeir voru í stríði. Og þeir voru í stríði af því þeir höfðu svo lengi verið að undirbúa sig undir stríð að það var eins gott að ljúka því af.Franskir hermenn gera árás í upphafi stríðs 1914. Hve margir þessara lifðu af?Hratt fram gegn Belgíu Þótt ástæðan væri engin. Stuðningur Frakka við Rússa sem studdu Serba sem höfðu orðið fyrir árás Austurríkismanna sem nutu stuðnings Þjóðverja? Morðið á Franz Ferdinand sem enginn saknaði og allir voru í raun fegnir að vera lausir við? Var það virkilega ástæða til að drepa 27.000 franska karlmenn á einum degi? Já, hugsuðu Þjóðverjar með sér, af því hernaðaráætlunin gerði ráð fyrir því. Þýski herinn hafði verið að undirbúa sig fyrir stríð gegn Frökkum í áratugi, eða allar götur frá því síðasta stríði lauk með algjörum sigri Þjóðverja árið 1871. Það voru engin sérstök pólitísk markmið höfð í huga þegar stríðið var undirbúið, það átti bara að knésetja Frakka að nýju, ekkert flóknara en það, og það með svo snöggu og þungu höggi að bandamenn þeirra hefðu ekki tíma til að koma þeim til aðstoðar. Þar var fyrst og fremst verið að hugsa um Rússa. Stríðsáætlun Þjóðverja var samin af Alfred von Schlieffen greifa og marskálki og hún gekk út á að hægri vængur þýska hersins á hinum væntanlegu vesturvígstöðvum átti að sækja hratt fram í gegnum Belgíu og bruna svo suður í átt til Parísar, þannig átti að króa franska herinn af og neyða hann til uppgjafar, ekki ósvipað og hafði gerst í stríðinu 1870-71. Og Schlieffen var fram í andlátið að dedúa og dunda við áætlun sína um allsherjarstríðið og reyna að fínpússa hana, svo ekkert færi úrskeiðis. Það er fullyrt að síðustu orð hans á dánarbeði 1913 hafi verið: „Munið mig bara um að hafa hægri vænginn nógu öflugan!“ Allsherjarstríð Þjóðverjar unnu svo samkvæmt Schlieffen-áætluninni þegar í odda skarst sumarið 1914. Ekki þó af því að pólitískar aðstæður krefðust allsherjarstríðs. Fjarri því. Það þurfti bara að stilla deilur Austurríkismanna og Serba. En af því allar áætlanir allra stórveldanna gerðu bara ráð fyrir allsherjarstríði (einhver Schlieffen var til í öllum löndum) og af því innbyrðis bandalög þeirra voru orðin alltof samansúrruð, þá fór sem fór. Þýski herinn á vesturvígstöðvunum skreið af stað og í „mörgum smáorrustum“ drap hann 27.000 franska hermenn fyrir réttum 100 árum í dag. Þessar orrustur fóru fram í Lorraine, Ardennafjöllum og við Charleroi í Belgíu, fórnir hinna frönsku hermanna voru til einskis því þýski herinn hélt áfram för sinni. Þó kom í ljós um síðir að þýsku herforingjarnir höfðu líklega ekki hlustað nógu vel á Schlieffen, hægri vængurinn var ekki nógu sterkur, sókninni í átt til Parísar var hrundið og franski herinn lokaðist ekki inni. Þá grófu báðir aðilar sig niður og héldu áfram manndrápunum í fjögur löng ár. Í ágúst 1986 fór ég til Parísar sem oftar í þá daga og heimsótti þá í fyrsta sinn Père Lachaise kirkjugarðinn. Ég var náttúrlega að líta á gröf rokksöngvarans Jims Morrison, sem hvílir í garðinum, en annað varð mér minnisstæðara en rosknu hipparnir sem þar sátu enn. Það voru nokkrar mjög gamlar svartklæddar konur sem gengu afar hægt og stillilega að legstöðum eiginmanna sinna og settu þar eitt eða tvö blóm áður en þær signdu yfir gröfina. Ég leit á nokkur leiði og sá að eiginmennirnir höfðu dáið rétt um tvítugt á árunum 1914-18. Í sjötíu ár höfðu þær verið ekkjur og komu þarna enn til að syrgja ungu mennina sína sem heimsstyrjöldin tók frá þeim.
Flækjusaga Menning Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira