Lýsa yfir stuðningi við Hönnu Birnu Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. ágúst 2014 08:00 Halldór Blöndal, Guðjón Hjörleifsson og Magnús Júlíusson. Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann. Alþingi Lekamálið Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Margir trúnaðarmenn Sjálfstæðisflokksins sem Fréttablaðið talaði við í gær lýstu stuðningi við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann flokksins og innanríkisráðherra. Auk formanns og varaformanns flokksins skipa formenn landssambanda forystu hans, en þeir eru fjórir. Halldór Blöndal, fyrrverandi samgönguráðherra og þingmaður til margra ára, er formaður Samtaka eldri sjálfstæðismanna. Hann segist styðja afstöðu Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins, til málsins og finnst hann hafa staðið sig vel. „Og ég geng út frá því að Hanna Birna skýri satt og rétt frá,“ segir hann. Hann segist að öðru leyti ekki hafa kynnt sér málið vel. Magnús Júlíusson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna, segir málið erfitt. „Það er ekki enn komin endanleg niðurstaða. Mér finnst eðlilegt að hún svari þessu bréfi frá umboðsmanni og eftir það er hægt að taka stöðuna.,“ segir Magnús. Hún hafi ítrekað lýst yfir sakleysi sínu og það sé ekki annað hægt en að trúa því. Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, er formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ekki náðist í Jón Ragnar Ríkarðsson, formann Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Að auki eru starfandi innan Sjálfstæðisflokksins fulltrúaráð sjálfstæðisfélaga í hverju sveitarfélagi. Það eru fulltrúar úr þessum fulltrúaráðum sem valdir eru á landsfund og þeir kjósa formann og varaformann flokksins þar. Af tíu formönnum fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði sambandi við hafa fjórir þeirra ekki viljað tjá sig. Það voru formenn fulltrúaráðsins í Grundarfirði og Stykkishólmi, Barðastrandasýslu, á Ísafirði og í Kópavogi. Guðjón Hjörleifsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og núverandi formaður fulltrúaráðs þar, segir eðlilegt að á fyrsta fundi fulltrúaráðsins í haust verði þetta tekið fyrir. Hann bendir á að málið sé hjá Umboðsmanni Alþingis og það gangi sinn gang þar. Hann bendir líka á að Elliði Vignisson bæjarstjóri hafi tjáð sig um málið, en Elliði hefur lýst yfir miklum stuðningi við Hönnu Birnu. Aðrir formenn fulltrúaráða sem Fréttablaðið náði tali af lýstu yfir eindregnum stuðningi. „Mér finnst hún standa sig ágætlega miðað við aðstæður, segir Jóhann Kjartansson, formaður fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Mýrarsýslu. „Það er verið að vega að henni úr öllum áttum, líka úr okkar flokki. Mér finnst það persónulega. Auðvitað hefði margt mátt betur fara en þetta er orðið allt of persónulegt ,“ bætir Jóhann við. Í sama streng taka Ásmundur Pálmason, formaður fulltrúaráðsins í Skagafirði, og Oktavía Jóhannesdóttir, formaður fulltrúaráðsins á Akureyri. Samúel Karl Sigurðsson, formaður fulltrúaráðsins í Fjarðabyggð, segist hafa horft á viðtöl við Hönnu Birnu á Stöð 2 og í Kastljósi í fyrrakvöld. „Og ég bara fylltist stolti af Hönnu Birnu í gær. Ég segi það bara persónulega, þetta er ekki skoðun fulltrúaráðsins,“ segir Samúel Karl. Hann bætir því við að fulltrúaráðið hafi ekkert ályktað um málið. Brynhildur Jónsdóttir, formaður fulltrúaráðsins í Árborg, segir að staða Hönnu Birnu sé að sínu áliti óbreytt, þ.e. hún nýtur trausts ríkisstjórnarflokkanna og í ljósi þess að hún hafi ekki haft tækifæri til að svara umboðsmanni Alþingis þá sé ekki hægt að tjá sig frekar um þetta mál.Óttarr Guðlaugsson, formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík, segir að Hanna Birna hafi útskýrt ítarlega sýna hlið á málinu og hann hafi lítið við það að bæta að svo stöddu. „Ég mun virða þá ákvörðun sem hún tekur í framhaldi af þeirri fréttatilkynningu sem hún sendi fyrr í vikunni,“ segir hann.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira