Allt Suðurlandið styður okkur Kristinn Páll Teitsson skrifar 30. ágúst 2014 10:00 Fyrirliðar liðanna með bikarinn. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir hjá Stjörnunni og Guðmunda Brynja Óladóttir hjá Selfossi. Vísir/Vilhelm Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæplega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum í Stjörnunni á Laugardalsvelli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili.Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síðara tapið og tryggja sér fyrsta bikarmeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteinsdóttir. Harpa hefur farið á kostum á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi.Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leikmenn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríðarlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerður sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leikinn á laugardaginn.“Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipulagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart barist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterkum liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitunum og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellinum í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síðasta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en lokastaðan gefur til kynna. Það skiptir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknarmet verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðningsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag.Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlkur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Selfossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. Þess má geta að leikurinn verður í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15 Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Selfoss keppir í dag í fyrsta sinn í bikarúrslitum í tæplega 70 ára sögu félagsins þegar liðið mætir ríkjandi Íslandsmeisturum í Stjörnunni á Laugardalsvelli. Það má búast við mikilli spennu og skemmtun á vellinum en í fyrri leik liðanna komu átta mörk. Þrjátíu ár eru síðan kvennalið Selfoss vann Stjörnuna síðast í keppnisleik en taka verður fram að liðin léku ekki leik sín á milli á 26 ára tímabili.Pressa á Garðbæingum Stjarnan er að keppa í fjórða sinn í sögu félagsins í bikarúrslitum. Fyrstu tvær tilraunirnar enduðu í svekkelsi með 1-3 tapi fyrir ÍA árið 1993 og 0-1 tapi fyrir Val 2010. Þær náðu síðan að hefna fyrir síðara tapið og tryggja sér fyrsta bikarmeistaratitillinn árið 2012 með 1-0 sigri á Val. Staða liðanna er heldur ólík, Selfoss siglir lygnan sjó um miðja deild á meðan Stjarnan stefnir hraðbyri á þriðja Íslandsmeistaratitilinn á fjórum árum. Lykilleikmaður Stjörnunnar sem Selfyssingar einfaldlega verða að stöðva í dag er Harpa Þorsteinsdóttir. Harpa hefur farið á kostum á tímabilinu en hún er langmarkahæst í Pepsi-deildinni með 23 mörk í 13 leikjum, þar á meðal fjögur í leik liðanna á Selfossi.Lærum vonandi af síðasta leik Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að leikmenn liðsins megi ekki vanmeta Selfoss og á von á hörkuleik. „Stemmingin í hópnum er gríðarlega góð, við erum virkilega vel stemmdar og það verður gaman að setja deildina til hliðar og fá að spila bikarúrslitaleik. Við höfum verið að spila gríðarlega vel en við lentum í vandræðum í síðasta leik og það verður vonandi vakningin sem við þurftum,“ sagði Ásgerður sem vonast til þess að þær hafi lært af jafnteflinu gegn Val. „Ég held að þetta hafi komið á réttum tíma og vonandi lærum við af þessu og komum tilbúnar í leikinn á laugardaginn.“Þetta eru miklir naglar Ágústa á von á mikilli hörku á vellinum líkt og í fyrri leik liðanna í sumar. „Það er mikil stemming í liðinu þeirra og það skiptir ekki endilega máli að þetta sé fyrsta skiptið þeirra í bikarúrslitum. Þær eru alltaf vel stemmdar og skipulagðar. Fyrri leikurinn fór fram í frábærum aðstæðum á Selfossi, hellidembu og þar var hart barist. Þetta eru miklir naglar og við þurfum að mæta af sömu hörku. Inn á milli eru þær með leikna leikmenn sem við þurfum að hafa gætur á,“ sagði Ásgerður. Selfoss keppir í fyrsta sinn í sögu félagsins í úrslitum bikarsins en á leið sinni í úrslitin hefur Selfoss slegið út þrjú Pepsi-deildarlið. „Við erum búnar að mæta sterkum liðum og þetta er búið að vera skemmtilegt hingað til. Við eigum fyllilega skilið að vera í úrslitunum og við förum í þennan leik til þess að njóta hans, hafa gaman og sjá hverju það skilar okkur.“ Guðmunda veit að verkefnið verður erfitt á Laugardalsvellinum í dag eftir fyrri leik liðanna. „Þetta verður erfiður leikur, það er á hreinu en þær sýndu það í síðasta leik að það eru veikleikar. Það eru að mínu mati helmingslíkur á því hver sigrar í dag. Fyrri leikur liðanna var mun jafnari en lokastaðan gefur til kynna. Það skiptir máli hvoru liðinu tekst betur að ráða við spennustigið í leiknum.“ Búist er við að nýtt aðsóknarmet verði sett á leiknum en von er á gríðarlegum fjölda af stuðningsmönnum Selfoss. Sérstakar rútuferðir ferja stuðningsmenn liðsins á Laugardalsvöll í dag.Rútuferðir að sunnan „Stemmingin er bara mjög góð, bærinn og eiginlega bara allt Suðurlandið bíður eftir því að koma á Laugardalsvöll og styðja okkur. Það er gaman að brjóta blað í sögu félagsins með því að komast í úrslit og að gera það með margar uppaldar stúlkur. Það gerir þetta sérstakara og það styðja allir í nágrenninu við liðið. Það verða rútuferðir frá Selfossi og það mun vonandi hjálpa okkur að fá tólfta manninn með okkur í lið,“ sagði Guðmunda. Þess má geta að leikurinn verður í beinni í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45 Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15 Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10 Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Fleiri fréttir Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Sjá meira
Níundi bikarúrslitaleikurinn hjá Stjörnunni á aðeins þremur árum Silfurskeiðin, stuðningsmannasveit Stjörnunnar, þekkir það vel að fylgja sínum liðum niður í Laugardal með það markmið að vinna bikarinn. Fótboltakonur félagsins spila bikarúrslitaleik á móti Selfossi á Laugardalsvelli á morgun. 29. ágúst 2014 18:45
Fríar sætaferðir frá Suðurlandi – verður Silfurskeiðin undir í baráttunni um stúkuna? Laugardagurinn 30. Ágúst 2014 er sögulegur dagur fyrir Selfyssingar því spilar kvennalið Selfoss sinn fyrsta bikarúrslitaleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Stjörnunnar á Laugardalsvellinum. 29. ágúst 2014 17:15
Von á markaleik í Dalnum á morgun? - átta mörk í fyrri leiknum Stjarnan og Selfoss spila til úrslita í Borgunarbikar kvenna í fótbolta á morgun en Stjörnukonur hafa verið að gera sig líklegar til að vinna tvöfalt í kvennafótboltanum í sumar. Þær mæt nú ungu liði Selfoss sem er í sínum fyrsta bikarúrslitaleik. 29. ágúst 2014 16:10