Í inníblum jarðarinnar geýsar ablmesta höfuðskepnan Illugi Jökulsson skrifar 30. ágúst 2014 12:00 Konráð Gíslason Ekki er…kyrt eða dautt í inníblum jarðarinnar, því þar geýsar jafnan geigvænlegasta og ablmesta höfuðskepnan, enn það er eldurinn, sem ástundum brýzt uppúr undirdjúpunum og klýfur sundur fjöll og jökla, enn bráðnað grjót og jarðtegundir fljóta eínsog árstraumur, og eýða hvurju sem fyrir verður. Eítthvað er líka að, þegar jarðskjálftarnir fara eínsog hryllíngur yfir hinn ofurstóra líkama jarðarinnar; þá hrynja húsin og björgin klofna, og stundum koma eýar uppúr sjónum, þarsem áður var hyldýpi, ellegar stórhèröð hrapa til grunna, og ekkèrt er eptir nema vatn, þar sem áður voru bygðir manna.“ Ekki veit ég hvaða einkunn sá skólakrakki fengi sem tefldi þessum texta fram í náttúrufræðiprófi um hræringarnar í Vatnajökli nú í byrjun skólatíðar, kannski mundi þetta þykja aðeins of mikil persónugerving en reyndar finnst mér þessi lýsing á hamförunum sem fylgt geta eldgosum alveg prýðileg og mættu kannski blaðamenn taka dramatík textans sér til fyrirmyndar. En hitt veit ég að ef krakkinn skrifaði þetta í stafsetningarprófi, þá fengi hann núll og gott ef ekki -27 eins og einu sinni var víst hægt. Það mun því kannski koma ýmsum á óvart að þennan texta skrifaði enginn annar en rómaðasti íslenskusnillingur sögunnar, jafnvel að Halldóri Laxness meðtöldum, nefnilega skáldið Jónas Hallgrímsson. Þetta er úr grein hans „Um eðli og uppruna jarðarinnar“ sem birtist í fyrsta hefti Fjölnis árið 1835.Leiðréttir textar birtir Útkoma Fjölnis hefur gjarnan þótt marka mikil tímamót í sögu varnarbaráttu íslenskrar tungu, sem sögð er hafa verið komin ansi illa að fótum fram í upphafi 19. aldar. Og eins og annað fólk á mínu reki lærði ég í skóla um mikilvægi þeirra Fjölnismanna, en man að ég furðaði mig stundum á því að við skyldum ekki vera látin lesa neitt að ráði af textum upp úr Fjölni; það var helst kvæðið „Ísland, farsælda frón“ sem við fengum að lesa. En ég skildi þetta betur þegar ég fór einu sinni sjálfur á bókasafn og blaðaði í Fjölni, þá sá ég að jafnvel hið rómaða kvæði Jónasar var í Skólaljóðunum birt með „leiðréttri“ stafsetningu, okkur var ekki treyst fyrir stafsetningu Jónasar sjálfs. Annars var það víst ekki Jónas sem réði stafsetningu Fjölnis fyrsta kastið, heldur félagi hans og vinur, Konráð Gíslason. Hann hafði kannski mest áhrif allra á íslenska stafsetningu en stóð jafnvel á mínum skólaárum í skugga Jónasar meðal Fjölnismanna, hvað þá heldur núna, en saga hans var að sumu leyti dæmigerð en að sumu leyti einstæð saga íslensks menntamanns á 19. öld.Merkur maður Konráð var fæddur á Löngumýri í Vallhólmi, foreldrar Gísli Konráðsson bóndi og fræðaþulur og sagnaritari og Evfemía Benediktsdóttir. Fyrsti kennari hans var „mín ástríka og guðhrædda móðir“, hún kenndi honum á sjötta ári lestur, skrift og ágrip af veraldarsögu. Gísli og Evfemía voru fremur fátæk og gekk Konráð til allra algengra sveitastarfa í æsku, var smali og „vandist fljótt við þetta frjálsa, óstöðuga og einmanalega líf og fór að fá óbeit á inniverum“. Hann sótti síðar sjó, en námfýsi hans fór aldrei milli mála. Með hjálp góðra manna komst hann til Kaupmannahafnar og endaði í málvísindum. Þá kynntist hann Jónasi Hallgrímssyni og mun hafa kveikt áhuga hjá Jónasi á hinu ljóðræna og rómantíska þýska skáldi Heinrich Heine sem „ann frelsinu, eins og allir þeir sem bestir og vitrastir eru“. Tómas Sæmundsson hafði um þetta leyti forgöngu um stofnun Fjölnis og fékk til liðs við sig Konráð, Jónas og Brynjólf Pétursson. Konráð annaðist skrif Fjölnis um íslenskt mál og lagði til hina nýju stafsetningu sem átti að fara mjög nærri framburði. Umfram allt vildi Konráð þó bæta og hreinsa málið af „bjöguðum dönskuslettum í orðum og talsháttum“ og réðist gegn þeim „golþorskum með eintrjáningssálirnar“ sem sögðu að íslenskan væri „ósveigjanleg og óhæfileg til að taka á móti skáldskap og vísindum“, af því að þeir sjálfir „vaða á bægslunum gegnum vísindin og gleypa hugmyndirnar eins búnar og þær verða á vegi fyrir þeim, og þá vill stundum svo óheppilega til að hugmyndin sjálf skreppur í burtu, svo ekki er eftir annað en danski búningurinn. … Við finnum að hin íslenska tunga er sameign okkar allra saman, og við finnum að hún er það besta sem við eigum.“ Og Konráð hélt áfram: Ef íslenskan yrði lögð niður og tekin upp danska „hvað yrðum við þá annað en brjóstumkennanleg aumingjaþjóð, sem hefði reynt að murka úr sér lífið, en ekki tekist það nema til hálfs? Hvað yrði úr okkur, segi ég enn og aftur, utan fáráð afturganga … en ekki lifandi þjóð?“ Málstefna Fjölnis, sem mótuð var af Konráð, hafði meiri áhrif á þróun íslenskunnar en flest annað, þótt hin upphaflega stafsetning hans fengi mjög misjafnar viðtökur. Í síðustu árgöngum Fjölnis endurskoðaði Konráð raunar að verulegu leyti skoðanir sínar á stafsetningu og urðu nýju reglurnar hans þá undirstaða þeirrar stafsetningar sem notuð er enn í dag. Í „Bókafregnum“ sínum í Fjölni lagði hann höfuðáherslu á fegurð málsins og gerði mjög strangar kröfur. Tungumálið var kjarni þjóðernisins í hans augum. „Þjóðerni vort, sem einkanlega er fólgið í málinu, hefur verið troðið undir fótum og hörmulega saurgað og svívirt margar aldir í sífellu…Hvert er þetta ljós, degi bjartara og sólu varmara, sem skín yfir lönd og lýði, og sýnir mönnunum að þeir eru menn, en ekki skynlaus kvikindi? Hvað er það annað en málið, óskabarn mannlegs anda. Og sé nokkur sá, að minnsta kosti í menntaðra manna tölu, að einu gildi hvernig málið er og hvernig með það er farið – er honum þá ekki nærri því ofnefni að heita maður?“Í miklum metum Konráð fékkst við margvísleg merk fræðastörf í Kaupmannahöfn og 1846 fékk hann kennarastöðu við Lærða skólann í Reykjavík og hugðist flytja til Íslands með heitmey sína danska. En síðan andaðist heitmey hans og hann hætti þá við að flytja heim. Konráð varð að lokum prófessor í Kaupmannahöfn. 1855 gekk hann að eiga systur heitmeyjar sinnar sálugu og gekk vanheilum syni hennar í föður stað en átti ekki börn sjálfur. Var lengst af fremur þröngt í búi hans en rættist úr á síðari hluta ævinnar. Konráð vann að fræðistörfum sínum af fádæma iðni og þótt hann hefði á seinni hluta ævinnar lítil afskipti af íslenskum málefnum almennt var hann í metum meðal íslenskra stúdenta og hélt kröfuhörku sinni um fagurt mál óskertri. Hann skrifaði Birni M. Ólsen 1885 sex árum fyrir andlát sitt: „Ósköp þætti mér vænt um ef þér vilduð taka að yður…kvenvæflu, sem hefur verið sæmilegur kvenmaður á unga aldri, en nú er orðin púta og hefur [fransós=sárasótt] eða er að minnsta kosti danósa. Þessi aumingja kvenvæfla er íslenskan. Mér er nærri því sama hvernig hún er, ef hún er ekki danósa. Við Íslendingar, að minnsta kosti vel flestir, förum með hana eins og við værum djöflar en ekki menn.“ Konráð Gíslason: „Hvað yrðum við þá annað en brjóstumkennanleg aumingjaþjóð, sem hefði reynt að murka úr sér lífið, en ekki tekist það nema til hálfs? Hvað yrði úr okkur, segi ég enn og aftur, utan fáráð afturganga…en ekki lifandi þjóð?“ Flækjusaga Menning Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ekki er…kyrt eða dautt í inníblum jarðarinnar, því þar geýsar jafnan geigvænlegasta og ablmesta höfuðskepnan, enn það er eldurinn, sem ástundum brýzt uppúr undirdjúpunum og klýfur sundur fjöll og jökla, enn bráðnað grjót og jarðtegundir fljóta eínsog árstraumur, og eýða hvurju sem fyrir verður. Eítthvað er líka að, þegar jarðskjálftarnir fara eínsog hryllíngur yfir hinn ofurstóra líkama jarðarinnar; þá hrynja húsin og björgin klofna, og stundum koma eýar uppúr sjónum, þarsem áður var hyldýpi, ellegar stórhèröð hrapa til grunna, og ekkèrt er eptir nema vatn, þar sem áður voru bygðir manna.“ Ekki veit ég hvaða einkunn sá skólakrakki fengi sem tefldi þessum texta fram í náttúrufræðiprófi um hræringarnar í Vatnajökli nú í byrjun skólatíðar, kannski mundi þetta þykja aðeins of mikil persónugerving en reyndar finnst mér þessi lýsing á hamförunum sem fylgt geta eldgosum alveg prýðileg og mættu kannski blaðamenn taka dramatík textans sér til fyrirmyndar. En hitt veit ég að ef krakkinn skrifaði þetta í stafsetningarprófi, þá fengi hann núll og gott ef ekki -27 eins og einu sinni var víst hægt. Það mun því kannski koma ýmsum á óvart að þennan texta skrifaði enginn annar en rómaðasti íslenskusnillingur sögunnar, jafnvel að Halldóri Laxness meðtöldum, nefnilega skáldið Jónas Hallgrímsson. Þetta er úr grein hans „Um eðli og uppruna jarðarinnar“ sem birtist í fyrsta hefti Fjölnis árið 1835.Leiðréttir textar birtir Útkoma Fjölnis hefur gjarnan þótt marka mikil tímamót í sögu varnarbaráttu íslenskrar tungu, sem sögð er hafa verið komin ansi illa að fótum fram í upphafi 19. aldar. Og eins og annað fólk á mínu reki lærði ég í skóla um mikilvægi þeirra Fjölnismanna, en man að ég furðaði mig stundum á því að við skyldum ekki vera látin lesa neitt að ráði af textum upp úr Fjölni; það var helst kvæðið „Ísland, farsælda frón“ sem við fengum að lesa. En ég skildi þetta betur þegar ég fór einu sinni sjálfur á bókasafn og blaðaði í Fjölni, þá sá ég að jafnvel hið rómaða kvæði Jónasar var í Skólaljóðunum birt með „leiðréttri“ stafsetningu, okkur var ekki treyst fyrir stafsetningu Jónasar sjálfs. Annars var það víst ekki Jónas sem réði stafsetningu Fjölnis fyrsta kastið, heldur félagi hans og vinur, Konráð Gíslason. Hann hafði kannski mest áhrif allra á íslenska stafsetningu en stóð jafnvel á mínum skólaárum í skugga Jónasar meðal Fjölnismanna, hvað þá heldur núna, en saga hans var að sumu leyti dæmigerð en að sumu leyti einstæð saga íslensks menntamanns á 19. öld.Merkur maður Konráð var fæddur á Löngumýri í Vallhólmi, foreldrar Gísli Konráðsson bóndi og fræðaþulur og sagnaritari og Evfemía Benediktsdóttir. Fyrsti kennari hans var „mín ástríka og guðhrædda móðir“, hún kenndi honum á sjötta ári lestur, skrift og ágrip af veraldarsögu. Gísli og Evfemía voru fremur fátæk og gekk Konráð til allra algengra sveitastarfa í æsku, var smali og „vandist fljótt við þetta frjálsa, óstöðuga og einmanalega líf og fór að fá óbeit á inniverum“. Hann sótti síðar sjó, en námfýsi hans fór aldrei milli mála. Með hjálp góðra manna komst hann til Kaupmannahafnar og endaði í málvísindum. Þá kynntist hann Jónasi Hallgrímssyni og mun hafa kveikt áhuga hjá Jónasi á hinu ljóðræna og rómantíska þýska skáldi Heinrich Heine sem „ann frelsinu, eins og allir þeir sem bestir og vitrastir eru“. Tómas Sæmundsson hafði um þetta leyti forgöngu um stofnun Fjölnis og fékk til liðs við sig Konráð, Jónas og Brynjólf Pétursson. Konráð annaðist skrif Fjölnis um íslenskt mál og lagði til hina nýju stafsetningu sem átti að fara mjög nærri framburði. Umfram allt vildi Konráð þó bæta og hreinsa málið af „bjöguðum dönskuslettum í orðum og talsháttum“ og réðist gegn þeim „golþorskum með eintrjáningssálirnar“ sem sögðu að íslenskan væri „ósveigjanleg og óhæfileg til að taka á móti skáldskap og vísindum“, af því að þeir sjálfir „vaða á bægslunum gegnum vísindin og gleypa hugmyndirnar eins búnar og þær verða á vegi fyrir þeim, og þá vill stundum svo óheppilega til að hugmyndin sjálf skreppur í burtu, svo ekki er eftir annað en danski búningurinn. … Við finnum að hin íslenska tunga er sameign okkar allra saman, og við finnum að hún er það besta sem við eigum.“ Og Konráð hélt áfram: Ef íslenskan yrði lögð niður og tekin upp danska „hvað yrðum við þá annað en brjóstumkennanleg aumingjaþjóð, sem hefði reynt að murka úr sér lífið, en ekki tekist það nema til hálfs? Hvað yrði úr okkur, segi ég enn og aftur, utan fáráð afturganga … en ekki lifandi þjóð?“ Málstefna Fjölnis, sem mótuð var af Konráð, hafði meiri áhrif á þróun íslenskunnar en flest annað, þótt hin upphaflega stafsetning hans fengi mjög misjafnar viðtökur. Í síðustu árgöngum Fjölnis endurskoðaði Konráð raunar að verulegu leyti skoðanir sínar á stafsetningu og urðu nýju reglurnar hans þá undirstaða þeirrar stafsetningar sem notuð er enn í dag. Í „Bókafregnum“ sínum í Fjölni lagði hann höfuðáherslu á fegurð málsins og gerði mjög strangar kröfur. Tungumálið var kjarni þjóðernisins í hans augum. „Þjóðerni vort, sem einkanlega er fólgið í málinu, hefur verið troðið undir fótum og hörmulega saurgað og svívirt margar aldir í sífellu…Hvert er þetta ljós, degi bjartara og sólu varmara, sem skín yfir lönd og lýði, og sýnir mönnunum að þeir eru menn, en ekki skynlaus kvikindi? Hvað er það annað en málið, óskabarn mannlegs anda. Og sé nokkur sá, að minnsta kosti í menntaðra manna tölu, að einu gildi hvernig málið er og hvernig með það er farið – er honum þá ekki nærri því ofnefni að heita maður?“Í miklum metum Konráð fékkst við margvísleg merk fræðastörf í Kaupmannahöfn og 1846 fékk hann kennarastöðu við Lærða skólann í Reykjavík og hugðist flytja til Íslands með heitmey sína danska. En síðan andaðist heitmey hans og hann hætti þá við að flytja heim. Konráð varð að lokum prófessor í Kaupmannahöfn. 1855 gekk hann að eiga systur heitmeyjar sinnar sálugu og gekk vanheilum syni hennar í föður stað en átti ekki börn sjálfur. Var lengst af fremur þröngt í búi hans en rættist úr á síðari hluta ævinnar. Konráð vann að fræðistörfum sínum af fádæma iðni og þótt hann hefði á seinni hluta ævinnar lítil afskipti af íslenskum málefnum almennt var hann í metum meðal íslenskra stúdenta og hélt kröfuhörku sinni um fagurt mál óskertri. Hann skrifaði Birni M. Ólsen 1885 sex árum fyrir andlát sitt: „Ósköp þætti mér vænt um ef þér vilduð taka að yður…kvenvæflu, sem hefur verið sæmilegur kvenmaður á unga aldri, en nú er orðin púta og hefur [fransós=sárasótt] eða er að minnsta kosti danósa. Þessi aumingja kvenvæfla er íslenskan. Mér er nærri því sama hvernig hún er, ef hún er ekki danósa. Við Íslendingar, að minnsta kosti vel flestir, förum með hana eins og við værum djöflar en ekki menn.“ Konráð Gíslason: „Hvað yrðum við þá annað en brjóstumkennanleg aumingjaþjóð, sem hefði reynt að murka úr sér lífið, en ekki tekist það nema til hálfs? Hvað yrði úr okkur, segi ég enn og aftur, utan fáráð afturganga…en ekki lifandi þjóð?“
Flækjusaga Menning Mest lesið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Angus MacInnes er látinn Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira