Erlent

Pútín hvetur til friðarviðræðna

Freyr Bjarnason skrifar
Vladimir pútín vill ekki að Rússar taki þátt í samningaviðræðunum.
Vladimir pútín vill ekki að Rússar taki þátt í samningaviðræðunum. Vísir/AP
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur hvatt stjórnvöld í Úkraínu til að hefja þegar í stað viðræður um pólitíska lausn á ástandinu í austurhluta Úkraínu.

Í viðtali við sjónvarpsstöðina Channel 1 sagði hann að Úkraína ætti að „fara í alvarlegar viðræður, ekki um tæknileg atriði, heldur um pólitískt skipulag samfélagsins og ríkisins í suðaustur Úkraínu, með það að markmiði að tryggja hagsmuni fólksins sem þar býr.“

Þrátt fyrir að hafa notað orðið „ríki“ sér Pútín ekki fyrir sér að svæðin tvö þar sem aðskilnaðarsinnar hafa reynt að ná völdum öðlist sjálfstæði. Hann hafnaði jafnframt tillögum um að Rússland taki þátt í viðræðum um vopnahlé í deilunni, sem hefur samkvæmt

tölum Sameinuðu þjóðanna kostað tæplega 2.600 manns lífið.

Hann neitaði einnig ásökunum um að rússneskir hermenn hefðu á ólöglegan hátt farið yfir landamæri austurhluta Úkraínu til að hjálpa aðskilnaðarsinnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×