Obama vill stöðva Rússa Guðsteinn Bjarnason skrifar 4. september 2014 12:00 Bandaríkjaforseti kom við í Eistlandi á leiðinni til Wales. Vísir/AP Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahléshugmyndir Pútíns Rússlandsforseta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá segist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmyndir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínuher og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkraínustjórnar gegn uppreisnarmönnum séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virðist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröfur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum, sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rússar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hugmyndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum vonumst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóðirnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkjanna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í austanverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrirvara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Úkraína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Uppreisnarmenn í Úkraínu taka dræmt í vopnahléshugmyndir Pútíns Rússlandsforseta, og þótt Úkraínustjórn hafi fallist á „vopnahlésferli“ þá segist Porosjenkó Úkraínuforseti ekki treysta neinum áformum Pútíns. Pútín kynnti vopnahléshugmyndir sínar í Mongólíu í gær, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Hann lagði áherslu á að Úkraínuher og þær sjálfboðaliðahersveitir sem barist hafa með honum hætti þegar í stað öllum hernaðaraðgerðum í austanverðri Úkraínu. Hann hafði áður rætt þær við Porosjenkó á fundi þeirra í Hvíta-Rússlandi fyrr í vikunni. Skilyrði Pútíns eru í meginatriðum þau sömu og hann hefur áður kynnt og í fullu samræmi við þá afstöðu hans, að hernaðaraðgerðir Úkraínustjórnar gegn uppreisnarmönnum séu óréttmætar. Obama Bandaríkjaforseti virðist ekki hafa mikla trú á þessum vopnahlésáformum, en gerir kröfur til Rússa um beinar aðgerðir: „Við höfum ekki séð mikið koma út úr þessum svokölluðu vopnahléum, sem tilkynnt hefur verið um,“ sagði hann í Eistlandi í gær. „Að því sögðu, þá er það svo að ef Rússar verða í raun tilbúnir til þess að hætta að fjármagna, vopna, þjálfa og í mörgum tilvikum að senda rússneska hermenn til aðgerða í Úkraínu og taka alvarlega hugmyndir um pólitíska lausn, þá er það nokkuð sem við öllum vonumst til.“ Obama sagði þetta í Eistlandi í gær þar sem hann reyndi að stappa stálinu í Eystrasaltsþjóðirnar. Meðal íbúa Eystrasaltsríkjanna hefur óróleiki gert vart við sig vegna yfirgangs Rússa í austanverðri Úkraínu. „Þið hafið misst sjálfstæðið áður, en með NATO munið þið aldrei glata því aftur,“ sagði Obama, en hann heldur til Wales í dag þar sem hann situr tveggja daga leiðtogafund Atlantshafsbandalagsins. Hann hótar því að NATO muni fara í hart gegn Rússum: „Við munum aldrei fallast á hernám Rússa og innlimun Krímskaga eða annarra hluta Úkraínu.“ Eitt helsta umræðuefni NATO-fundarins verða átökin í Úkraínu. Meðal annars verða þar rædd áform um að NATO sendi herlið til nágrannaríkja Rússlands sem geti brugðist við með litlum fyrirvara. Þá hafa nokkur NATO-ríki kynnt áform um heræfingar í vestanverðri Úkraínu, en Pútín segir þær heræfingar vera beina ögrun. Meðal fulltrúa á fundinum í Wales verða Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra.
Úkraína Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira