Ríkisráð, sem samanstendur af forseta Íslands og ríkisstjórn, kom saman á fundi á Bessastöðum í gærmorgun í tilefni þess að þing hefst í dag. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö og nýtt fjárlagafrumvarp verður afhent klukkan fjögur.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir verkefnastöðu ríkisstjórnarinnar góða og hlakkar til komandi vetrar á þingi.
„Auðvitað eru ýmis stór mál ókláruð, en það hvernig hefur gengið fram að þessu gefur okkur tilefni til að vera bjartsýn á að vel takist að leysa þau mál sem eftir eru,“ segir Sigmundur.
Þing sett í dag
Sveinn Arnarson skrifar
