Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Haraldur Guðmundsson skrifar 10. september 2014 11:30 Gagnaverið er reist á Fitjum í Reykjanesbæ en byggingu þess lauk í maí. Vísir/GVA Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“ Rafmyntir Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Um tuttugu erlend fyrirtæki sem stunda Bitcoin-námastarfsemi hafa samið við Advania um að leigja aðstöðu í gagnaveri fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Gagnaverið var byggt síðastliðið vor en þar eru nú yfir 2.500 tölvur sem vinna rafmyntina og nota til þess 8,5 megavött af raforku. „Við byggðum tvö hús í Reykjanesbæ og erum nánast búin að fylla þau af þessum Bitcoin-námuvélum,“ segir Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri hjá Advania og formaður Samtaka íslenskra gagnavera. Eyjólfur útskýrir að tölvurnar í gagnaverinu búi til nýjar Bitcoin-myntir eða „grafi þær upp“. Enginn opinber aðili eða seðlabanki gefur myntina út eða prentar hana en í staðinn eru tölvur notaðar til að leysa flóknar stærðfræðiformúlur sem þurfa að liggja fyrir þegar ný mynt er gefin út. Tölvurnar í gagnaverinu eru að sögn Eyjólfs sérhannaðar til að leysa þessar formúlur. „Þegar ein mynt er notuð skapast pláss til að búa til nýja og það eru fleiri hundruð fyrirtæki í heiminum sem eru alltaf að búa til ný Bitcoin. Fyrirtækin fá þá hluta af nýslegnu myntinni í sinn hlut og því er mikil samkeppni um þetta. Þetta eru slík fyrirtæki sem eru inni hjá okkur og þau eru stanslaust að búa þetta til.“ Eyjólfur segir Advania hafa ráðist í byggingu gagnaversins þegar samningar við nokkur af fyrirtækjunum lágu fyrir. Gagnaverið er um 2.500 fermetrar að stærð og var byggt á einum og hálfum mánuði. „Það er ekkert launungarmál að mesta eftirspurnin eftir plássi í gagnaverum kemur frá Bitcoin-fyrirtækjum,“ segir Eyjólfur. Fyrirtækin leituðu að sögn Eyjólfs hingað til lands aðallega vegna þess hversu hagkvæmt það er að kæla tölvurnar í gagnaverum hér á landi. „Þeir sem eru að koma hingað vegna Bitcoin eru að sækjast eftir tiltölulega hagstæðu rafmagni. Hér er ekki hagstæðasta rafmagnið því menn geta fengið það ódýrara í löndum eins Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð. Við höfum hins vegar náð mjög góðum tökum á kælitækninni og erum að nota tiltölulega litla orku í að kæla búnaðinn sem lækkar rafmagnsreikninginn töluvert.“
Rafmyntir Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur að litlu hafi munað á tilboðum bankanna Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent