Utan vallar: Lausnin fannst í Bern Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. september 2014 06:30 Gylfi átti frábæran leik gegn Tyrklandi. fréttablaðið/andri marinó „Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið. Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira
„Á meðan alþingsmenn Íslands rifust um fjárlagafrumvarp við setningu Alþingis niðri í bæ ríkti þjóðarsátt um eitt; Gylfi Þór Sigurðsson er kominn aftur!“ Svo komst kollegi minn að orði í umfjöllun sinni í Fréttablaðinu um leik Íslands og Tyrklands í fyrrakvöld. Gylfi átti magnaðan leik á miðju íslenska liðsins og var að öðrum ólöstuðum maður leiksins sem Ísland vann sannfærandi sigur með þremur mörkum gegn engu. Lengi vel varð mönnum tíðrætt um tvö vandamál tengd íslenska landsliðinu: hvar ætti að nota Gylfa Þór Sigurðsson í leikkerfinu 4-4-2 og hver ætti að fylla skarðið á miðjunni sem Rúnar Kristinsson skildi eftir sig þegar hann lagði landsliðsskóna á hilluna fyrir tæpum áratug. Lausnin á báðum þessum vandamálum fannst þann 6. september 2013. Það blés ekki byrlega fyrir íslenska liðinu í hálfleik gegn Sviss í undankeppni HM 2014 þennan dag. Staðan var 3-1 og fátt benti til þess að breyting yrði þar á. En í hálfleik gerði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck skiptingu; tók Helga Val Daníelsson af velli og setti Eið Smára Guðjohnsen inn á í hans stað. Og það sem mikilvægara var, þá færði Svíinn Gylfa úr framlínunni og niður á miðjuna. Það tók smá tíma fyrir þessa blöndu að virka. Sviss komst fljótlega í seinni hálfleik í 4-1, en þá sögðu Íslendingar hingað og ekki lengra og tryggðu sér stig með einhverri mögnuðustu endurkomu sem sést hefur frá íslensku liði og héldu um leið lífi í HM-draumnum. Gylfi byrjaði á miðjunni í næsta leik gegn Albaníu og hefur spilað þá stöðu með landsliðinu síðan þá. Og eins og sást í fyrrakvöld líður honum afskaplega vel þar. Vera má að hann njóti sín best sem „tía“ (í stöðunni fyrir aftan framherjann), en það hentar honum ekki síður vel að spila sem annar af tveimur miðjumönnum í leikkerfinu 4-4-2. Yfirsýn hans, spyrnutækni og leikskilningur eru í hæsta gæðaflokki, og hann er gæddur þeim einstaka hæfileika að vita hvenær hann á að keyra upp hraðann og hvenær hann á að róa spilið. Það var frábært að fylgjast með því hvernig Gylfi stjórnaði leiknum gegn Tyrkjum í gær og þá sérstaklega eftir að Ömer Toprak var rekinn af velli á 59. mínútu. Og það sem meira er, þá er Gylfi agaður og sinnir varnarvinnunni samviskusamlega. Það tók Lars Lagerbäck og Heimi Hallgrímsson tíma að finna lausn á „Gylfa-klemmunni“, en um leið og hún fannst leystu þeir einnig nær áratugar gamalt vandamál íslenska landsliðsins. Gylfi Þór Sigurðsson var svarið.
Alþingi EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir City fékk skell í Noregi Inter - Arsenal | Skytturnar með fullt hús stiga fyrir slaginn í Mílanó Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Sjá meira