Slysahætta af húsi sem borgin leyfir ekki að rífa Hanna Ruth Ólafsdóttir skrifar 13. september 2014 09:00 Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda, vill láta rífa húsið sem hann segir skapa slysahættu. Vísir/Stefán „Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi. Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
„Við erum 100 prósent sammála slökkviliði og lögreglu um að húsið sé slysagildra. Við erum búin að vara Reykjavíkurborg við þessu og óskuðum síðast eftir því í ágúst að fá að rífa húsið,“ segir Stefán S. Guðjónsson, fulltrúi eigenda húss að Veghúsastíg 1 í Reykjavík. Húsið, sem Stefán segir ónýtt eftir að hitaveiturör sprakk í því fyrir fjórum árum, hefur staðið autt til margra ára og er eitt af þeim húsum sem eru á lista lögreglunnar og slökkviliðs Reykjavíkur yfir yfirgefin hús og dópgreni í borginni. Stefán furðar sig á því að á meðan slökkviliðið sé markvisst að vinna að fækkun þessara húsa, fáist ekki leyfi frá borginni til að rífa það niður. Að sögn Stefáns hefur fjölskyldan ítrekað óskað eftir leyfi til að fá að rífa húsið en án árangurs. Stefán segir misræmi vera í fyrirmælum slökkviliðs og lögreglu annars vegar og borgarinnar hins vegar. „Eftir lekann fór slökkviliðið fram á að við myndum byrgja alla glugga og loka húsinu. Nokkru síðar fengum við bréf frá borginni þar sem við vorum beðin um að mála húsið og laga gler í gluggum sem við gerðum. Nú vill slökkviliðið aftur láta byrgja gluggana og maður veit bara ekkert hverjum maður á að taka mark á.“ Stefán gagnrýnir Reykjavíkurborg fyrir seinagang og segir vanta kjark og þor til að taka á málinu. Á meðan sé húsið slysagildra. „Í fyrstu var ástæðan sú að húsið var talið friðað en Minjastofnun Íslands hefur nú staðfest að húsið sé ónýtt og aflétt friðuninni. Við ítrekuðum því beiðni okkar um niðurrif, en þrátt fyrir að þetta liggi fyrir virðist borgin ekki geta tekið þessa ákvörðun. Ábyrgðin er því algjörlega hennar. Þetta er stórhættulegt og bara tímaspursmál hvenær einhver slasar sig þarna.“ Björn Stefán Halldórsson, byggingarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir að borgin vilji láta gera annað mat á húsinu áður en endanleg ákvörðun verður tekin um niðurrif þess. „Húsið hefur þótt vera fulltrúi þessarar gerðar húsa frá þessum tíma á þessum stað og hefur þótt gott hús til þessa. Við viljum fyrst og fremst vera viss um ástand hússins en ef það reynist vera ónýtt gæti reynst nauðsynlegt að rífa það. Við erum í rauninni að láta athuga hvað réttast sé að gera,“ segir byggingarfulltrúi.
Tengdar fréttir Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Sjá meira
Deila vegna Veghúsastígs 1 öll í hnút Formaður Umhverfis- og skipulagssviðs vill láta gera nýtt deiliskipulag í samvinnu við eigendur Veghúsastígs 1. Borgin mun fá hlutlausan aðila til að meta húsið. Húsið og gamli steinbærinn við Klapparstíg verði gerðir upp. 18. september 2014 10:45