Byggðastofnun verði réttum megin við núll Freyr Bjarnason skrifar 15. september 2014 12:00 þóroddur bjarnason Stjórnarformaðurinn er ánægður með að stofnunin hefur verið rekin með hagnaði að undanförnu. Fréttablaðið/VÖlundur Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn. Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira
Þóroddur Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, vonast til að stofnunin verði áfram rekin réttum megin við núllið það sem eftir er ársins. Á dögunum greindi Fréttablaðið frá því að hagnaður Byggðastofnunar á fyrri helmingi ársins hefði numið 75 milljónum króna miðað við 184 milljóna hagnað á sama tíma í fyrra. „Ástæðan fyrir því að stofnunin er í plús núna fyrstu sex mánuðina og verður það að óbreyttu um áramót er að það eru minni færslur á afskriftareikning vegna þess að fyrirtæki á starfssvæði Byggðastofnunar standa betur,“ segir Þóroddur aðspurður. Hann bætir við að lágmark af eigið fé sé 8 prósent af áhættugrunni en stofnunin sé með í kringum 16 prósent. „Þetta þýðir að stofnunin getur sinnt þessu hlutverki sínu að lána það sem bankarnir eru tregir til að lána.“ Samkvæmt lögum á Byggðastofnun að varðveita eigið fé, þ.e. þá skal lánastarfsemin standa undir sér. „Þetta er náttúrulega ekki hægt. Það er ástæða fyrir því að bankarnir fara ekki inn. Þeir treysta sér ekki til þess,“ segir Þóroddur. Honum finnst óþægilegt að hlutunum sé iðulega stillt þannig upp að stofnunin eigi að varðveita eigið fé og það sé lögbrot ef hún gerir það ekki. „Menn segja oft að það sé greinilegt að þessi rekstur sé furðulegur og það sé alltaf tap á þessari starfsemi, í staðinn fyrir að gera eins og gert er í nágrannalöndunum þar sem ríkið leggur ákveðna upphæð til svona starfsemi og svo er mönnum í alvöru gert að halda sig innan rammans.“ Þóroddur segir meginástæðuna fyrir hagnaðinum af rekstri Byggðastofnunar í fyrra vera dómsmál sem hún vann gegn Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis vegna peninga sem stofnunin átti þar inni. „Við vorum mjög nálægt núllinu en síðan kemur þessi glaðningur að vinna mál sem verður til þess að stofnunin skilar hagnaði,“ segir hann og tekur fram að í sjálfu sér eigi Byggðastofnun að vera rekin á núlli. Hann bætir við að jöfnun gengismunar hafi einnig átt þátt í betri stöðu Byggðastofnunar. Það þýðir að það sem stofnunin hefur tekið í erlendum lánum er svipuð upphæð og staðan er á erlendum lánum stofnunarinnar til viðskiptavina sinna. „Þetta er tæknilegt atriði en skiptir gríðarlega miklu máli,“ segir stjórnarformaðurinn.
Fjárlagafrumvarp 2015 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi Sjá meira