Samkeppnisbættur mjólkuriðnaður Andrés Magnússon skrifar 1. október 2014 07:15 Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Sjá meira
Hin sterku viðbrögð, sem orðið hafa við þeirri ákvörðun Samkeppniseftirlitsins að leggja háa sekt á Mjólkursamsöluna fyrir brot á samkeppnislögum, eru athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Fyrir það fyrsta sýna þau að allur almenningur er að vakna til vitundar um mikilvægi þess að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins, að engin atvinnugrein fái sérmeðferð að lögum, þegar samkeppnismál eru annars vegar. Fleiri og fleiri gera sér grein fyrir því að virk samkeppni er lykillinn að því að öll framleiðslutæki þjóðarinnar verði nýtt á sem hagkvæmastan máta. Slík viðhorfsbreyting er mikið fagnaðarefni. Þessi sterku viðbrögð varpa ekki síður ljósi á, hversu mikið óheillaspor það var þegar Alþingi ákvað að undanþiggja mjólkuriðnaðinn mikilvægum ákvæðum samkeppnislaga. Þau varnaðarorð, sem uppi voru höfð þegar umrætt ákvæði var samþykkt, hafa nú reynst orð að sönnu. Þau alvarlegu lagabrot sem Mjólkursamsalan hefur orðið uppvís að, sýna það og sanna. Málið allt sýnir fáránleika þess að lagaumgjörð geti verið með þeim hætti, að einu og aðeins einu fyrirtæki séu sköpuð skilyrði til að hafa nær algera einokunarstöðu á markaði, hverju nafni sem markaðurinn nefnist. Brot á samkeppnislögum eru alvarleg þar sem þau beinast nær alltaf gegn hagsmunum samfélagsins alls. Allur almenningur á mikið undir því að grundvallarreglur samkeppnisréttar séu virtar af öllum fyrirtækjum og á öllum tímum. Hagsmunir almennings felast í því að hafa tryggingu fyrir því að samkeppni sé virk á öllum mörkuðum, að engum sé sköpuð aðstaða til að starfa í samkeppnislausu umhverfi. Öll helstu hagsmunasamtök í atvinnulífinu hafa lagt áherslu á að samkeppni ríki á öllum sviðum atvinnulífsins. Fyrirtækin í landinu vilja starfa í heilbrigðu samkeppnisumhverfi, þar sem kraftar hvers og eins fái notið sín til hlítar. Þessi sjónarmið endurspeglast í riti Samtaka atvinnulífsins sem gefið var út sl. vor og fjallar um leiðir til að bæta lífskjör í landinu. Ein þeirra leiða, sem þar eru nefndar, er að auka samkeppni í landbúnaði, en þar segir m.a. að „auka þurfi frjálsræði og samkeppni í landbúnaði og fella greinina í heild undir samkeppnislög“. Nú reynir á stjórnmálaöflin í landinu og vilja þeirra og getu til að taka málin föstum tökum. Nú fá þau rakið tækifæri til að sýna að þau taka heildarhagsmuni fram yfir aðra hagsmuni – að almannahagsmunir skuli ávallt settir í fyrsta sæti. Það kallar nefnilega ekki á flókna lagabreytingu að fella mjólkuriðnaðinn undir öll ákvæði samkeppnislaga. Það hefur væntanlega verið nokkurt framfaraspor fyrir neytendur að á markað kom „vítamínbætt mjólk“. Það yrði mun meira framfaraspor fyrir neytendur að fá „samkeppnisbættan mjólkuriðnað“.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun