Rósamunda hin fagra og eiturmorðið Illugi Jökulsson skrifar 5. október 2014 11:00 Helmikis ræðst með spjóti að Albúin, Rósamunda kemur í veg fyrir að hann fái brúkað sverð sitt. Sögur, sögur, það eru svo margar sögur, mér mun ekki endast ævin til að segja allar þessar sögur. En þó hlýt ég að reyna, gefst aldrei upp frekar en Vladimir og Estragon, og sögurnar hlaðast upp í alveg óskipulegri röð; nú er ég allt í einu farinn að skoða gamlar heimildir um eiturmorð. Að drepa fjendur sína með eitri hefur gjarnan verið vinsælt en þó hafa komið þeir tímar að aðferðin hefur ekki verið í tísku. Á miðöldum þótti hraustum riddurum það helstil fyrirlitlegt að drepa fólk á eitri, það væri helst við hæfi vesælla kvenna sem ekki gætu sverði valdið. Hér er dæmi: Á ofanverðri 15. öld átti Ungverjakóngurinn Mátyas í stríði við Bæheimskónginn Jiri. Hann gerði út launmorðingja til að bana Jiri með rýtingi en sá varð frá að hverfa, Jiris var svo vel gætt. Launmorðinginn stakk þá upp á að Mátyas prófaði að eitra fyrir Bæheimskóngi, það væri kannski vinnandi vegur, en sú uppástunga vakti þvílíka fyrirlitningu Mátyasar að hann sendi morðvarginn burtu með skömm. Og hann gekk lengra því hann skrifaði Jiri og vakti athygli hans á því að einhver annar kynni að vilja eitra fyrir honum, og hvatti óvin sinn til að koma sér upp embætti hirðsmakkara svo enginn freistaðist nú til að lauma ólyfjan í mat hans. Jiri þakkaði ábendinguna og þeir kóngarnir reyndu svo áfram að fyrirkoma hvor öðrum með reglulega kurteislegum hætti, eins og sverðalögum eða rýtingsstungum. Ein þeirra sagna frá fyrri tíð sem áttu kannski sinn þátt í að vekja andúð miðaldamanna á hinum „kvenlegu“ eiturbyrlunum, ég læt hana svo fylgja hér líka. Hún Rósamunda prinsessa Gepída var reyndar stórtækari en svo að hún léti sér eitrið nægja, en hún var líka uppi nokkru fyrir þær miðaldir sem kenndar eru við riddaramennsku og hefur ef til vill ekki áttað sig á þeirri skiptingu í kurteislegar drápsaðferðir og dónalegar, sem Mátyas Ungverjakóngur hafði síðar í heiðri. En hún bjó þó á því sama svæði og þeir Mátyas og Jiri Bæheimskóngur börðust um eitthvað tæpum þúsund árum seinna. Rósamunda hataði eiginmann sinn Árið 567 eftir Krist var allt á hverfanda hveli í Evrópu; Rómaveldi var fallið í vestri og germanskir þjóðflokkar voru á faraldsfæti að leggja undir sig þau lönd þar sem legíónir Rómar höfðu áður haldið uppi lögum og reglu. Einn þessara germönsku þjóðflokka voru Langbarðar en þeir bjuggu þá þar sem nú heitir Slóvakía. Kóngur Langbarða árið 567 hét Albúín og hann atti það ár kappi við annan ættflokk sem nefndist Gepídar og bjuggu á ungversku sléttunni þar sem Mátyas átti seinna að ríkja með fullri tign og riddaramennsku. Albúín Langbarðakóngur vann sigur og felldi konung Gepída, sem hét Kúnímundur. Núnú, meðal þess herfangs sem kom í hlut Albúíns eftir stríðið var dóttir Kúnímúndar Gepídakonungs, sem Rósamunda hét, og gekk hann að eiga hana. Hún lét Albúín aldrei finna annað en hún væri sátt við þennan ráðahag, en í raun og veru hataði hún af öllu hjarta eiginmann sinn, svo sem kannski er varla furða, þar sem hann hafði náttúrlega drepið föður hennar og tekið hana sjálfa nauðuga. Og ekki var nóg með að Albúín hefði drepið Kúnímund, heldur hafði hann kastað eign sinni á hauskúpu hins fallna andstæðings og hafði látið silfursmiði sína fylla upp í augntóftirnar á henni og önnur göt en saga ofan af henni, svo úr varð þessi líka prýðilegi drykkjarbikar, en að vísu heldur óskemmtilegur ásýndum – ekki síst fyrir Rósamundu drottningu.MátyasMorð skipulagt Gerðist nú um stund fátt sem máli skiptir fyrir þessa sögu en Albúín leiddi hins vegar lið sitt suður á Norður-Ítalíu og lagði undir sig stórt svæði sem síðan heitir Langbarðaland eða Lombardia á ítölsku. Árið 572 var Albúín kóngur svo sem oftar á fylleríi og þegar orðinn pöddufullur. Þá datt honum í hug að gaman gæti verið að halda áfram drykkjunni úr hauskúpubikarnum. Hann lét sækja bikarinn og fylla með víni og síðan svolgraði hann í sig úr hauskúpu Gepídakonungs. Og næst fékk Albúín þá hugmynd að skemmtilegt gæti verið að Rósamunda fengi sér líka sopa úr hauskúpu pabba síns, hann lét því fylla bikarinn að nýju og rétti hann síðan yfir til Rósamundu. Rósamunda bar hann að vörum sér og þóttist drekka, en í huganum bölvaði hún eiginmanni sínum og einsetti sér að sætta sig ekki lengur við grimmd hans, heldur fyrirkoma honum sem fyrst. Rósamundu tókst nú að kúga eða tæla mann nokkurn til að taka að sér að drepa Albúín. Sá var reyndar enginn smákall við hirðina, heldur fóstbróðir Albúíns, Helmikis að nafni. Nokkru seinna hafði Albúín enn verið á fylleríi og lá drykkjudauður í rekkju sinni. Rósamunda kallaði þá á Helmikis og tók slagbrandinn af hurðinni á svefnherbergi kóngs, svo launmorðinginn kæmist inn. En rétt í því rumskaði Albúín og þó rykaður væri af drykkjunni áttaði hann sig á því að fóstbróðir hans hafði ekki gott í hyggju, svo hann rauk á fætur og fálmaði eftir sverði sínu, en Rósamunda hafði þá búið svo um hnútana að það sat fast í slíðrum sínum. Albúín greip þá stólkoll sem hann reyndi að sveifla í kringum sig en missti jafnvægið, datt og féll síðan fyrir spjóti Helmikis. Rósamunda tók sér nú Helmikis að ástmanni og reyndi að fá höfðingja Langbarða til að fallast á að hann yrði konungur þeirra og hún drottning eftir sem áður. En höfðingjarnir vildu það ekki, heldur lögðu fæð á jafnt Rósamundu sem Helmikis, og niðurstaðan varð sú að þau neyddust til að leggja á flótta. JiriEkki var það einungis morðið á Albúín sem varð skötuhjúunum til óhelgi í augum aðalsmannanna, heldur voru þau líka grunuð um að ganga erinda Býsansmanna í Miklagarði sem höfðu víðtæk áhrif á Ítalíu. Hjónaleysin komust til Ravenna, en þar ríkti valdamikill borgar- eða héraðsstjóri sem Longinus hét. Longinus heillaðist af Rósamundu enda mun hún hafa verið íðilfagur kvenmaður, og Rósamunda áttaði sig á því að ef hún þyrfti ekki að dragnast með Helmikis í eftirdragi gæti hún vafið Longinusi um fingur sér og eftir það væru henni allir vegir færir í Ravenna. Elska hennar til Helmikis virðist sem sé ekki hafa verið ýkja djúp, að minnsta kosti greip hún nú til þess hefðbundna morðvopns sem sagan kennir einkum við konur, það er að segja eiturs. Helmikis var náttúrlega ekki síður drykkfelldur en Albúín og eitt sinn er hann sat að sumbli lagði Rósamunda fyrir hann bikar fullan af víni sem hún hafði blandað í svo sterku eitri sem hún hafði getað útvegað. Og Helmikis teygaði drukk sinn svikalaust en síðan fór honum fljótlega að verða eitthvað bumbult í maga og áttaði sig á því hvernig í öllu lá – að hin fagra Rósamunda hafði gefið honum inn einhverja svívirðilega ólyfjan. Og enda þótt hann hefði þegar innbyrt nóg eitur til að verða honum að bana, þá var þó ekki allt fjör úr honum strax, og hann þreif upp rýting sinn og beindi að hálsi Rósamundu. Hann neyddi hana þannig til að drekka það sem eftir var af víninu í bikarnum og féll svo um koll steindauður en Rósamunda dó líka, og hafði því hlotið makleg málagjöld. Nema hvað sú saga er líka til að Helmikis hafði vitað hvað til stóð og því neytt Rósamundu til að drekka eitrið, en síðan viljað fylgja henni í dauðann og þá fyrst bergt á sjálfur. Sögurnar eru endalausar. Flækjusaga Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sögur, sögur, það eru svo margar sögur, mér mun ekki endast ævin til að segja allar þessar sögur. En þó hlýt ég að reyna, gefst aldrei upp frekar en Vladimir og Estragon, og sögurnar hlaðast upp í alveg óskipulegri röð; nú er ég allt í einu farinn að skoða gamlar heimildir um eiturmorð. Að drepa fjendur sína með eitri hefur gjarnan verið vinsælt en þó hafa komið þeir tímar að aðferðin hefur ekki verið í tísku. Á miðöldum þótti hraustum riddurum það helstil fyrirlitlegt að drepa fólk á eitri, það væri helst við hæfi vesælla kvenna sem ekki gætu sverði valdið. Hér er dæmi: Á ofanverðri 15. öld átti Ungverjakóngurinn Mátyas í stríði við Bæheimskónginn Jiri. Hann gerði út launmorðingja til að bana Jiri með rýtingi en sá varð frá að hverfa, Jiris var svo vel gætt. Launmorðinginn stakk þá upp á að Mátyas prófaði að eitra fyrir Bæheimskóngi, það væri kannski vinnandi vegur, en sú uppástunga vakti þvílíka fyrirlitningu Mátyasar að hann sendi morðvarginn burtu með skömm. Og hann gekk lengra því hann skrifaði Jiri og vakti athygli hans á því að einhver annar kynni að vilja eitra fyrir honum, og hvatti óvin sinn til að koma sér upp embætti hirðsmakkara svo enginn freistaðist nú til að lauma ólyfjan í mat hans. Jiri þakkaði ábendinguna og þeir kóngarnir reyndu svo áfram að fyrirkoma hvor öðrum með reglulega kurteislegum hætti, eins og sverðalögum eða rýtingsstungum. Ein þeirra sagna frá fyrri tíð sem áttu kannski sinn þátt í að vekja andúð miðaldamanna á hinum „kvenlegu“ eiturbyrlunum, ég læt hana svo fylgja hér líka. Hún Rósamunda prinsessa Gepída var reyndar stórtækari en svo að hún léti sér eitrið nægja, en hún var líka uppi nokkru fyrir þær miðaldir sem kenndar eru við riddaramennsku og hefur ef til vill ekki áttað sig á þeirri skiptingu í kurteislegar drápsaðferðir og dónalegar, sem Mátyas Ungverjakóngur hafði síðar í heiðri. En hún bjó þó á því sama svæði og þeir Mátyas og Jiri Bæheimskóngur börðust um eitthvað tæpum þúsund árum seinna. Rósamunda hataði eiginmann sinn Árið 567 eftir Krist var allt á hverfanda hveli í Evrópu; Rómaveldi var fallið í vestri og germanskir þjóðflokkar voru á faraldsfæti að leggja undir sig þau lönd þar sem legíónir Rómar höfðu áður haldið uppi lögum og reglu. Einn þessara germönsku þjóðflokka voru Langbarðar en þeir bjuggu þá þar sem nú heitir Slóvakía. Kóngur Langbarða árið 567 hét Albúín og hann atti það ár kappi við annan ættflokk sem nefndist Gepídar og bjuggu á ungversku sléttunni þar sem Mátyas átti seinna að ríkja með fullri tign og riddaramennsku. Albúín Langbarðakóngur vann sigur og felldi konung Gepída, sem hét Kúnímundur. Núnú, meðal þess herfangs sem kom í hlut Albúíns eftir stríðið var dóttir Kúnímúndar Gepídakonungs, sem Rósamunda hét, og gekk hann að eiga hana. Hún lét Albúín aldrei finna annað en hún væri sátt við þennan ráðahag, en í raun og veru hataði hún af öllu hjarta eiginmann sinn, svo sem kannski er varla furða, þar sem hann hafði náttúrlega drepið föður hennar og tekið hana sjálfa nauðuga. Og ekki var nóg með að Albúín hefði drepið Kúnímund, heldur hafði hann kastað eign sinni á hauskúpu hins fallna andstæðings og hafði látið silfursmiði sína fylla upp í augntóftirnar á henni og önnur göt en saga ofan af henni, svo úr varð þessi líka prýðilegi drykkjarbikar, en að vísu heldur óskemmtilegur ásýndum – ekki síst fyrir Rósamundu drottningu.MátyasMorð skipulagt Gerðist nú um stund fátt sem máli skiptir fyrir þessa sögu en Albúín leiddi hins vegar lið sitt suður á Norður-Ítalíu og lagði undir sig stórt svæði sem síðan heitir Langbarðaland eða Lombardia á ítölsku. Árið 572 var Albúín kóngur svo sem oftar á fylleríi og þegar orðinn pöddufullur. Þá datt honum í hug að gaman gæti verið að halda áfram drykkjunni úr hauskúpubikarnum. Hann lét sækja bikarinn og fylla með víni og síðan svolgraði hann í sig úr hauskúpu Gepídakonungs. Og næst fékk Albúín þá hugmynd að skemmtilegt gæti verið að Rósamunda fengi sér líka sopa úr hauskúpu pabba síns, hann lét því fylla bikarinn að nýju og rétti hann síðan yfir til Rósamundu. Rósamunda bar hann að vörum sér og þóttist drekka, en í huganum bölvaði hún eiginmanni sínum og einsetti sér að sætta sig ekki lengur við grimmd hans, heldur fyrirkoma honum sem fyrst. Rósamundu tókst nú að kúga eða tæla mann nokkurn til að taka að sér að drepa Albúín. Sá var reyndar enginn smákall við hirðina, heldur fóstbróðir Albúíns, Helmikis að nafni. Nokkru seinna hafði Albúín enn verið á fylleríi og lá drykkjudauður í rekkju sinni. Rósamunda kallaði þá á Helmikis og tók slagbrandinn af hurðinni á svefnherbergi kóngs, svo launmorðinginn kæmist inn. En rétt í því rumskaði Albúín og þó rykaður væri af drykkjunni áttaði hann sig á því að fóstbróðir hans hafði ekki gott í hyggju, svo hann rauk á fætur og fálmaði eftir sverði sínu, en Rósamunda hafði þá búið svo um hnútana að það sat fast í slíðrum sínum. Albúín greip þá stólkoll sem hann reyndi að sveifla í kringum sig en missti jafnvægið, datt og féll síðan fyrir spjóti Helmikis. Rósamunda tók sér nú Helmikis að ástmanni og reyndi að fá höfðingja Langbarða til að fallast á að hann yrði konungur þeirra og hún drottning eftir sem áður. En höfðingjarnir vildu það ekki, heldur lögðu fæð á jafnt Rósamundu sem Helmikis, og niðurstaðan varð sú að þau neyddust til að leggja á flótta. JiriEkki var það einungis morðið á Albúín sem varð skötuhjúunum til óhelgi í augum aðalsmannanna, heldur voru þau líka grunuð um að ganga erinda Býsansmanna í Miklagarði sem höfðu víðtæk áhrif á Ítalíu. Hjónaleysin komust til Ravenna, en þar ríkti valdamikill borgar- eða héraðsstjóri sem Longinus hét. Longinus heillaðist af Rósamundu enda mun hún hafa verið íðilfagur kvenmaður, og Rósamunda áttaði sig á því að ef hún þyrfti ekki að dragnast með Helmikis í eftirdragi gæti hún vafið Longinusi um fingur sér og eftir það væru henni allir vegir færir í Ravenna. Elska hennar til Helmikis virðist sem sé ekki hafa verið ýkja djúp, að minnsta kosti greip hún nú til þess hefðbundna morðvopns sem sagan kennir einkum við konur, það er að segja eiturs. Helmikis var náttúrlega ekki síður drykkfelldur en Albúín og eitt sinn er hann sat að sumbli lagði Rósamunda fyrir hann bikar fullan af víni sem hún hafði blandað í svo sterku eitri sem hún hafði getað útvegað. Og Helmikis teygaði drukk sinn svikalaust en síðan fór honum fljótlega að verða eitthvað bumbult í maga og áttaði sig á því hvernig í öllu lá – að hin fagra Rósamunda hafði gefið honum inn einhverja svívirðilega ólyfjan. Og enda þótt hann hefði þegar innbyrt nóg eitur til að verða honum að bana, þá var þó ekki allt fjör úr honum strax, og hann þreif upp rýting sinn og beindi að hálsi Rósamundu. Hann neyddi hana þannig til að drekka það sem eftir var af víninu í bikarnum og féll svo um koll steindauður en Rósamunda dó líka, og hafði því hlotið makleg málagjöld. Nema hvað sú saga er líka til að Helmikis hafði vitað hvað til stóð og því neytt Rósamundu til að drekka eitrið, en síðan viljað fylgja henni í dauðann og þá fyrst bergt á sjálfur. Sögurnar eru endalausar.
Flækjusaga Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira