Gunnar Nelson: Ég mun koma til baka Henry Birgir Gunnarsson í Stokkhólmi skrifar 6. október 2014 07:00 Rick Story gerði vel í að halda bardaganum frá því að fara í gólfið sem gerði Gunnari erfitt fyrir. vísir/Getty „Ég er aðeins marinn á lærinu en annars er ég góður,“ segir GunnarNelson en hann var ansi lemstraður er Fréttablaðið hitti á hann í gær. Venjulega sér ekki á honum eftir bardaga en fimm lotna stríðið tók sinn toll af honum. Hann meiddist þó ekki alvarlega. Bardagi hans og Rick Story fór nánast eingöngu fram standandi. Gunnar náði honum ekki í gólfið en þangað vildi Story alls ekki fara. Bardaginn fór alla leið og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur í bardaganum.Nú heim í salinn „Þetta var erfiður fimm lotu bardagi. Við svoleiðis djöfluðumst hvor á öðrum. Mér fannst ég hafa sigrað fyrstu og aðra lotuna nokkuð örugglega. Þriðja var jöfn en hann var mun grimmari í síðustu tveim lotunum,“ segir Gunnar um bardagann en eins og áður segir kom hann Story nánast ekkert í gólfið þar sem Gunnar er bestur. Gunnar sagði Story hafa verið mjög sleipan og erfitt að ná taki á honum eins og þeir sem fylgdust með bardaganum sáu. „Nú er það heim í æfingasalinn og ég veit nú um ýmislegt sem þarf að laga. Eins og til að mynda jafnvægið standandi. Það hefði mátt vera betra upp á öndunina til að vera ferskari bæði í höggum og að ná andstæðingnum niður. Ég þarf að spá í þessu og vinna með þetta á næstunni. Ég er mjög sáttur með þennan bardaga því ég held að maður læri aldrei eins mikið og af svona bardaga. Það lenda allir í því að tapa.“Gunnar landaði mjög flottu hringsparki í bardaganum.vísir/gettyAldrei valtur Gunnar segir að undirbúningurinn hafi gengið vel og að honum hafi liðið vel fyrir bardagann. En kom Story honum á óvart? „Það kom á óvart hversu sleipur hann var og hvernig hann gat haldið keyrslunni áfram. Hvernig hann gat sveiflað svona ægilega af krafti út allar loturnar,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi ekkert verið vankaður eftir að hafa verið sleginn niður. „Ég var aldrei neitt valtur. Mér fannst ég vera skýr allan tímann.“ Gunnar og hans menn töluðu um fyrir bardagann að það myndi henta honum vel að fara alla leið. Story sagði slíkt hið sama og það var Story sem var öflugri í lokalotunum. „Það vantaði líklega upp á úthaldið hjá mér þó svo að við hefðum báðir verið mjög þreyttir. Hann hefur kannski meiri reynslu þegar komið er á þetta stig og hans stíll hentaði betur að þessu sinni. Það var magnað hvað hann gat sveiflað allt til enda. Hann vann líklega bardagann á því.“Aftar í goggunarröðina Okkar maður segir það ekki hafa haft áhrif á undirbúning sinn að vera án þjálfarans, John Kavanagh, í um tvær vikur rétt fyrir bardagann. Gunnar vildi fá mann á topp fimm fyrir þennan bardaga en fékk Story sem var ekki á topp fimmtán. Var hann að biðja um of mikið of snemma? „Nei, ég held ekki. Svona bardagar eiga sér stað. Story hefur sigrað núverandi meistara og hann er einn af þessum gaurum sem geta komið upp aftur. Ég veit að ég fell aðeins aftur í goggunarröðinni núna en ég veit að ég mun koma til baka. Fá fínan andstæðing og halda áfram að klifra upp. Það er engin spurning að þessi reynsla mun styrkja mig. Þetta var hrikaleg orrusta,“ sagði Gunnar Nelson.Gunnar komst í hann krappann í fjórðu lotu.vísir/gettyvísir/getty MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
„Ég er aðeins marinn á lærinu en annars er ég góður,“ segir GunnarNelson en hann var ansi lemstraður er Fréttablaðið hitti á hann í gær. Venjulega sér ekki á honum eftir bardaga en fimm lotna stríðið tók sinn toll af honum. Hann meiddist þó ekki alvarlega. Bardagi hans og Rick Story fór nánast eingöngu fram standandi. Gunnar náði honum ekki í gólfið en þangað vildi Story alls ekki fara. Bardaginn fór alla leið og tveir dómarar af þremur dæmdu Story sigur í bardaganum.Nú heim í salinn „Þetta var erfiður fimm lotu bardagi. Við svoleiðis djöfluðumst hvor á öðrum. Mér fannst ég hafa sigrað fyrstu og aðra lotuna nokkuð örugglega. Þriðja var jöfn en hann var mun grimmari í síðustu tveim lotunum,“ segir Gunnar um bardagann en eins og áður segir kom hann Story nánast ekkert í gólfið þar sem Gunnar er bestur. Gunnar sagði Story hafa verið mjög sleipan og erfitt að ná taki á honum eins og þeir sem fylgdust með bardaganum sáu. „Nú er það heim í æfingasalinn og ég veit nú um ýmislegt sem þarf að laga. Eins og til að mynda jafnvægið standandi. Það hefði mátt vera betra upp á öndunina til að vera ferskari bæði í höggum og að ná andstæðingnum niður. Ég þarf að spá í þessu og vinna með þetta á næstunni. Ég er mjög sáttur með þennan bardaga því ég held að maður læri aldrei eins mikið og af svona bardaga. Það lenda allir í því að tapa.“Gunnar landaði mjög flottu hringsparki í bardaganum.vísir/gettyAldrei valtur Gunnar segir að undirbúningurinn hafi gengið vel og að honum hafi liðið vel fyrir bardagann. En kom Story honum á óvart? „Það kom á óvart hversu sleipur hann var og hvernig hann gat haldið keyrslunni áfram. Hvernig hann gat sveiflað svona ægilega af krafti út allar loturnar,“ segir Gunnar og bætir við að hann hafi ekkert verið vankaður eftir að hafa verið sleginn niður. „Ég var aldrei neitt valtur. Mér fannst ég vera skýr allan tímann.“ Gunnar og hans menn töluðu um fyrir bardagann að það myndi henta honum vel að fara alla leið. Story sagði slíkt hið sama og það var Story sem var öflugri í lokalotunum. „Það vantaði líklega upp á úthaldið hjá mér þó svo að við hefðum báðir verið mjög þreyttir. Hann hefur kannski meiri reynslu þegar komið er á þetta stig og hans stíll hentaði betur að þessu sinni. Það var magnað hvað hann gat sveiflað allt til enda. Hann vann líklega bardagann á því.“Aftar í goggunarröðina Okkar maður segir það ekki hafa haft áhrif á undirbúning sinn að vera án þjálfarans, John Kavanagh, í um tvær vikur rétt fyrir bardagann. Gunnar vildi fá mann á topp fimm fyrir þennan bardaga en fékk Story sem var ekki á topp fimmtán. Var hann að biðja um of mikið of snemma? „Nei, ég held ekki. Svona bardagar eiga sér stað. Story hefur sigrað núverandi meistara og hann er einn af þessum gaurum sem geta komið upp aftur. Ég veit að ég fell aðeins aftur í goggunarröðinni núna en ég veit að ég mun koma til baka. Fá fínan andstæðing og halda áfram að klifra upp. Það er engin spurning að þessi reynsla mun styrkja mig. Þetta var hrikaleg orrusta,“ sagði Gunnar Nelson.Gunnar komst í hann krappann í fjórðu lotu.vísir/gettyvísir/getty
MMA Tengdar fréttir Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07 Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13 Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00 Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30 Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51 Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01 Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Tottenham einu skrefi nær titli eftir sigur í norður Noregi Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Alfons mættur til norður Noregs til að styðja gömlu félagana á móti Tottenham Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Frá Eyjum til Ísraels „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjá meira
Gunnar tapaði á stigum Gunnar Nelson tapaði sínum fyrsta bardaga í blönduðum bardagalistum á stigum gegn Rick Story. 4. október 2014 17:07
Fyrsta tap Gunnars Nelson | Myndir Rick Story hafði betur í bardaganum í Stokkhólmi. 4. október 2014 21:13
Ótrúlegur ferill Gunnars Nelson Augu Íslands verða á Stokkhólmi annað kvöld þar sem okkar maður stígur í búrið og mætir Bandaríkjamanninum Rick Story. 3. október 2014 07:00
Gunnar á leið í sneiðmyndatöku Haraldur Nelson faðir Gunnars Nelson var í viðtali á Bylgjunni strax eftir tap Gunnars gegn Rick Story í UFC í Stokkhólmi í kvöld. 4. október 2014 21:30
Sjáðu bardaga Gunnars í heild sinni í lýsingu Bubba og Dóra DNA Gunnar Nelson tapaði í fyrsta skipti á ferlinum fyrir Bandaríkjamanninum Rick Story í Stokkhólmi í gærkvöldi. 5. október 2014 10:51
Story: Vildi ekki hlaupa inn í eldinn með Gunnari Það var mjög sérstakt að sjá Rick Story á blaðamannafundinum eftir bardagann við Gunnar Nelson. Þar fór ekki maður sem leit út fyrir að hafa lagt andstæðing sinn. 4. október 2014 23:01