Djöflar og villidýr og guðsorð á eyðieyju Illugi Jökulsson skrifar 12. október 2014 10:00 Djöflar og villidýr sækja eilíflega að hinum sannkristnu, hérna að heilögum Antoníusi. Ég kynntist Robinson Crusoe í teiknimyndasögu barnablaðsins Æskunnar er ég var smástrákur. Crusoe var úfinn og svarthvítur og ég man að ég hugsaði mikið um af hverju hann væri sífellt að reyna að puða við að sauma sér þykk og skjólgóð skinnföt þarna á suðurhafseyjunni; átti ekki að vera eilíf sól og hiti á slíkum eyjum? Seinna hef ég endurnýjað kynnin við Crusoe í ýmsum útgáfum og nú síðast einkum bíómyndum. Árið 2000 var hann orðinn bandarískur kerfisfræðingur í kvikmyndinni Cast Away, leikinn af Tom Hanks, og á næsta ári mun hann reyna að lifa af í vægast sagt hrjóstrugu umhverfi plánetunnar Mars. Þá verður frumsýnd stórmynd Ridley Scotts, Marsbúinn, það er víst ekki ennþá ljóst hver leikur Crusoe. Reyndar hefur leið skipbrotsmannsins knáa áður legið til rauðu plánetunnar, það var í bíómyndinni Robinson Crusoe on Mars frá 1964. Sagan um Crusoe er upphaflega byggð á ævintýrum skoska sjómannsins Alexander Selkirks sem bjó einn á óbyggðri eyju í Suðurhöfum 1704-1709. En reyndar eru til sögur um konu eina, ja, eiginlega bara stúlku, sem lifði á eyðieyju við jafnvel enn harðneskjulegri aðstæður en Selkirk og það einni og hálfri öld á undan honum. En hún hefur næstum gleymst nú á seinni árum, að minnsta kosti eru ekki gerðar um hana stórmyndir í Hollywood. Refsað með vist á Djöflaeyju Út af Nýfundnalandi var á fyrri tíð sögð vera eyja sem breskir sjómenn kölluðu Djöflaeyju en þeir komu þangað fyrstir manna til fiskveiða um svipað leyti og Kólumbus „fann“ eyjarnar í Karíbahafi. Líklega voru bresku sjómennirnir á undan Kólumbusi að finna lönd í vestri, en þeir sögðu engum frá því vegna þess að þeir vildu sitja einir að sérlega fengsælum fiskimiðunum þar vestra. Skriflegar heimildir um ferðir þeirra eru því fáar til og frá Djöflaeyju var fyrst sagt í ítalskri bók um miðjan 16. öld. Og þar bjó heil hjörð af argandi illyrmislegum púkum í dimmri kynjaþoku og keppti við grimm óargadýr um að rífa í sig þá vesalings menn sem þangað rákust.RobervalSögurnar um Djöflaeyju virðast allar með mestu ólíkindum en raunin er þó sú að þessi eyja var til, og er náttúrlega enn, þótt hún kallist nú öðru nafni. Og það sem meira er, þar hélt einmitt til sú stúlka sem átti sér jafnvel enn merkilegri sögu en Alexander Selkirk. Árið 1542 gerði Frakkakóngur út leiðangur til að kanna strendur Norður-Ameríku og setja þar upp nýlendu. Leiðangrinum stýrði aðalsmaður að nafni Roberval og hann kom að landi þar sem nú heitir St. Johns á Nýfundnalandi. Ekki fannst Frökkum ýkja vistlegt þar svo minna varð úr nýlendustofnun en til stóð, en Roberval lenti líka í óvæntum vanda. Ung frænka hans, bróðurdóttir að nafni Margaríta de la Rocque, hafði fylgt honum í þetta ferðalag og á siglingunni yfir Atlantshafið var ekki laust við að ástir hefðu tekist með henni og einum af hinum ungu sjóliðsforingjum Robervals. Roberval var strangtrúaður og taldi hann samdrátt frænku sinnar og liðsforingjans hina verstu synd, og refsing hans var mjög hörð. Þegar leið skipa hans lá framhjá Djöflaeyju, þá lét hann þegar í stað skjóta út báti og flytja Margarítu þar í land, vistalitla, en hins vegar með fjórar byssur sér til verndar og eina gamla þjónustustúlku sem hét Damienne. Það var ekki miskunnsemi sem réð því að Roberval lét Damienne fylgja frænku hans á Djöflaeyju, heldur einskær hefndarþorsti, því hún hafði vitað af ástarævintýri Margarítu og unga sjóliðsforingjans en látið sér vel líka og ekki klagað.Tom Hanks í hlutverki sínu í Cast Away.Varist djöflum og villidýrum Unga sjóliðsforingjans biðu áreiðanlega ekki betri örlög, því um leið og báti var skotið út við Djöflaeyju með Margarítu og gömlu þjónustustúlkuna innanborðs, þá skipaði Roberval svo fyrir að hann skyldi settur í járn og ugglaust hefði hann síðar verið tekinn af lífi. En sjómanninum unga var ekki fisjað saman, honum tókst að losa sig úr höndum fangavarða sinna og steypa sér í sjóinn rétt í sama mund og skipsbáturinn kom til baka frá því að setja konurnar í land á Djöflaey. Og annaðhvort taldi Roberval hann drukknaðan eða hirti alla vega ekki um að elta hann uppi, því honum tókst að skreiðast á land á eyjunni og var að sjálfsögðu vel fagnað af Margarítu og þjónustustúlku hans. En Roberval sigldi brott. Þeir eru til sem halda því fram að það hafi ekki einungis verið hlýðni við guðs boðorð sem olli því að hann skildi frænku sína þarna eftir, heldur hafi grimmd hans átt sér nærtækari skýringu: Hann á að hafa vonast til þess að þegar hún væri úr sögunni myndi hann sjálfur krækja í stærri part af ættarauðnum. En horfur þeirra þremenninganna á eyjunni voru ekki glæsilegar. Rómantík á eyðieyju var að minnsta kosti víðsfjarri, þegar jafnt villidýr sem djöflar tóku að sækja að þeim. Svo segir að minnsta kosti í þeim heimildum sem til eru um þessa voðaatburði en þar er hvergi dregin fjöður yfir þá herskara sem sóttu að Margarítu og félögum. Dag og nótt varð fólkið að hafa vara á sér, enda þurftu djöflarnir aldrei að sofa og sóttu að þeim hvenær sólarhringsins sem var. Svo fór að lokum að þeim tókst að mestu að halda djöflunum í skefjum með linnulausum Biblíulestri, auk þess sem María guðsmóðir sté fæti sínum á eyjuna þegar verulega virtist syrta í álinn og sópaði heilum herskara djöfla út í sjó. En María virðist annars hafa verið önnum kafin, því hún stoppaði ekki lengi, og þegar hún hvarf á braut komu djöflarnir á ný og hófu ásókn sína. En þó Nýjatestamentið dygði allvel til að stugga við djöflum og púkum, þá létu þó villidýrin sér aldrei segjast – sama hversu duglega var lesin Biblían; en villidýr þessi voru næsta hroðaleg ásýndum, ósegjanlega grimmilegar skepnur, komnar líkt og beina leið út helvíti, og góluðu á viðurstyggilegan hátt að elskendunum hrjáðu og Damienne. Elskendurnir iðruðust að vísu synda sinna, eins og guðræknum Frökkum sæmir, en þrátt fyrir það varð ástin enn á ný yfirsterkari guðsóttanum og þar kom að Margaríta varð barnshafandi og fæddi síðan barn við þessar ömurlegu aðstæður. Villidýrin sem sífellt réðust að óhrjálegum bústað þeirra fylltust að sjálfsögðu miklum eldmóði þegar þessi ávöxtur syndarinnar kom í heiminn og urðu árásir þeirra nú hálfu grimmilegri en áður. Svo fór að elskhugi Margarítu, sjóliðsforinginn ungi, þoldi ekki lengur þetta ástand, veslaðist upp og dó. Brátt andaðist barnið þeirra Margarítu líka, enda aðstæður á Djöflaeyju ekki beinlínis heppilegar fyrir ungbarn, og loks dó hin gamla og trygga Damienne. Margaríta var nú orðin ein eftir og djöflarnir og villidýrin sóttu að henni sem aldrei fyrr. Djöflarnir voru ónæmir fyrir byssukúlum, en villidýrin létu sér ekki segjast, sama hvað var þulið af guðs góða orði. En dýrin mátti hins vegar skjóta og Margaríta gerðist nú skytta góð. Hún drap meðal annars þrjá risastóra birni sem voru hvítir sem nýorpin hænuegg. Og hún hélt lífi á eyjunni í hvorki meira né minna en tvö ár og fimm mánuði. Þá bar að ströndum Djöflaeyjar fiskibát, sennilega frá Bretlandi, og var henni bjargað þar um borð. Og hún komst að lokum aftur heim til Frakklands, þar sem hún hafði að sjálfsögðu löngu verið talin af. Þótt saga þessa fyrirrennara Robinson Crusoe þyki afar þjóðsagnakennd, þá er hún raunar ágætlega skjalfest. Menn eru ekki sammála um nákvæmlega hvaða eyja hafi verið sú Djöflaeyja þar sem Margaríta varðist ásókn ára og dýra en kunnugir á þessum slóðum segja að það sé ekkert skrýtið þótt hjátrúarfullum Evrópubúum á 16. öld hafi dottið í hug djöflar og blóðþyrst villidýr þegar framandleg óp súlunnar bárust gegnum næturmyrkrið, þegar rostungar fnæstu og otuðu tröllauknum vígtönnum að skelfingu lostnu fólkinu og þegar hofmóðugir geirfuglar voru á vappi í þokunni. Flækjusaga Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Ég kynntist Robinson Crusoe í teiknimyndasögu barnablaðsins Æskunnar er ég var smástrákur. Crusoe var úfinn og svarthvítur og ég man að ég hugsaði mikið um af hverju hann væri sífellt að reyna að puða við að sauma sér þykk og skjólgóð skinnföt þarna á suðurhafseyjunni; átti ekki að vera eilíf sól og hiti á slíkum eyjum? Seinna hef ég endurnýjað kynnin við Crusoe í ýmsum útgáfum og nú síðast einkum bíómyndum. Árið 2000 var hann orðinn bandarískur kerfisfræðingur í kvikmyndinni Cast Away, leikinn af Tom Hanks, og á næsta ári mun hann reyna að lifa af í vægast sagt hrjóstrugu umhverfi plánetunnar Mars. Þá verður frumsýnd stórmynd Ridley Scotts, Marsbúinn, það er víst ekki ennþá ljóst hver leikur Crusoe. Reyndar hefur leið skipbrotsmannsins knáa áður legið til rauðu plánetunnar, það var í bíómyndinni Robinson Crusoe on Mars frá 1964. Sagan um Crusoe er upphaflega byggð á ævintýrum skoska sjómannsins Alexander Selkirks sem bjó einn á óbyggðri eyju í Suðurhöfum 1704-1709. En reyndar eru til sögur um konu eina, ja, eiginlega bara stúlku, sem lifði á eyðieyju við jafnvel enn harðneskjulegri aðstæður en Selkirk og það einni og hálfri öld á undan honum. En hún hefur næstum gleymst nú á seinni árum, að minnsta kosti eru ekki gerðar um hana stórmyndir í Hollywood. Refsað með vist á Djöflaeyju Út af Nýfundnalandi var á fyrri tíð sögð vera eyja sem breskir sjómenn kölluðu Djöflaeyju en þeir komu þangað fyrstir manna til fiskveiða um svipað leyti og Kólumbus „fann“ eyjarnar í Karíbahafi. Líklega voru bresku sjómennirnir á undan Kólumbusi að finna lönd í vestri, en þeir sögðu engum frá því vegna þess að þeir vildu sitja einir að sérlega fengsælum fiskimiðunum þar vestra. Skriflegar heimildir um ferðir þeirra eru því fáar til og frá Djöflaeyju var fyrst sagt í ítalskri bók um miðjan 16. öld. Og þar bjó heil hjörð af argandi illyrmislegum púkum í dimmri kynjaþoku og keppti við grimm óargadýr um að rífa í sig þá vesalings menn sem þangað rákust.RobervalSögurnar um Djöflaeyju virðast allar með mestu ólíkindum en raunin er þó sú að þessi eyja var til, og er náttúrlega enn, þótt hún kallist nú öðru nafni. Og það sem meira er, þar hélt einmitt til sú stúlka sem átti sér jafnvel enn merkilegri sögu en Alexander Selkirk. Árið 1542 gerði Frakkakóngur út leiðangur til að kanna strendur Norður-Ameríku og setja þar upp nýlendu. Leiðangrinum stýrði aðalsmaður að nafni Roberval og hann kom að landi þar sem nú heitir St. Johns á Nýfundnalandi. Ekki fannst Frökkum ýkja vistlegt þar svo minna varð úr nýlendustofnun en til stóð, en Roberval lenti líka í óvæntum vanda. Ung frænka hans, bróðurdóttir að nafni Margaríta de la Rocque, hafði fylgt honum í þetta ferðalag og á siglingunni yfir Atlantshafið var ekki laust við að ástir hefðu tekist með henni og einum af hinum ungu sjóliðsforingjum Robervals. Roberval var strangtrúaður og taldi hann samdrátt frænku sinnar og liðsforingjans hina verstu synd, og refsing hans var mjög hörð. Þegar leið skipa hans lá framhjá Djöflaeyju, þá lét hann þegar í stað skjóta út báti og flytja Margarítu þar í land, vistalitla, en hins vegar með fjórar byssur sér til verndar og eina gamla þjónustustúlku sem hét Damienne. Það var ekki miskunnsemi sem réð því að Roberval lét Damienne fylgja frænku hans á Djöflaeyju, heldur einskær hefndarþorsti, því hún hafði vitað af ástarævintýri Margarítu og unga sjóliðsforingjans en látið sér vel líka og ekki klagað.Tom Hanks í hlutverki sínu í Cast Away.Varist djöflum og villidýrum Unga sjóliðsforingjans biðu áreiðanlega ekki betri örlög, því um leið og báti var skotið út við Djöflaeyju með Margarítu og gömlu þjónustustúlkuna innanborðs, þá skipaði Roberval svo fyrir að hann skyldi settur í járn og ugglaust hefði hann síðar verið tekinn af lífi. En sjómanninum unga var ekki fisjað saman, honum tókst að losa sig úr höndum fangavarða sinna og steypa sér í sjóinn rétt í sama mund og skipsbáturinn kom til baka frá því að setja konurnar í land á Djöflaey. Og annaðhvort taldi Roberval hann drukknaðan eða hirti alla vega ekki um að elta hann uppi, því honum tókst að skreiðast á land á eyjunni og var að sjálfsögðu vel fagnað af Margarítu og þjónustustúlku hans. En Roberval sigldi brott. Þeir eru til sem halda því fram að það hafi ekki einungis verið hlýðni við guðs boðorð sem olli því að hann skildi frænku sína þarna eftir, heldur hafi grimmd hans átt sér nærtækari skýringu: Hann á að hafa vonast til þess að þegar hún væri úr sögunni myndi hann sjálfur krækja í stærri part af ættarauðnum. En horfur þeirra þremenninganna á eyjunni voru ekki glæsilegar. Rómantík á eyðieyju var að minnsta kosti víðsfjarri, þegar jafnt villidýr sem djöflar tóku að sækja að þeim. Svo segir að minnsta kosti í þeim heimildum sem til eru um þessa voðaatburði en þar er hvergi dregin fjöður yfir þá herskara sem sóttu að Margarítu og félögum. Dag og nótt varð fólkið að hafa vara á sér, enda þurftu djöflarnir aldrei að sofa og sóttu að þeim hvenær sólarhringsins sem var. Svo fór að lokum að þeim tókst að mestu að halda djöflunum í skefjum með linnulausum Biblíulestri, auk þess sem María guðsmóðir sté fæti sínum á eyjuna þegar verulega virtist syrta í álinn og sópaði heilum herskara djöfla út í sjó. En María virðist annars hafa verið önnum kafin, því hún stoppaði ekki lengi, og þegar hún hvarf á braut komu djöflarnir á ný og hófu ásókn sína. En þó Nýjatestamentið dygði allvel til að stugga við djöflum og púkum, þá létu þó villidýrin sér aldrei segjast – sama hversu duglega var lesin Biblían; en villidýr þessi voru næsta hroðaleg ásýndum, ósegjanlega grimmilegar skepnur, komnar líkt og beina leið út helvíti, og góluðu á viðurstyggilegan hátt að elskendunum hrjáðu og Damienne. Elskendurnir iðruðust að vísu synda sinna, eins og guðræknum Frökkum sæmir, en þrátt fyrir það varð ástin enn á ný yfirsterkari guðsóttanum og þar kom að Margaríta varð barnshafandi og fæddi síðan barn við þessar ömurlegu aðstæður. Villidýrin sem sífellt réðust að óhrjálegum bústað þeirra fylltust að sjálfsögðu miklum eldmóði þegar þessi ávöxtur syndarinnar kom í heiminn og urðu árásir þeirra nú hálfu grimmilegri en áður. Svo fór að elskhugi Margarítu, sjóliðsforinginn ungi, þoldi ekki lengur þetta ástand, veslaðist upp og dó. Brátt andaðist barnið þeirra Margarítu líka, enda aðstæður á Djöflaeyju ekki beinlínis heppilegar fyrir ungbarn, og loks dó hin gamla og trygga Damienne. Margaríta var nú orðin ein eftir og djöflarnir og villidýrin sóttu að henni sem aldrei fyrr. Djöflarnir voru ónæmir fyrir byssukúlum, en villidýrin létu sér ekki segjast, sama hvað var þulið af guðs góða orði. En dýrin mátti hins vegar skjóta og Margaríta gerðist nú skytta góð. Hún drap meðal annars þrjá risastóra birni sem voru hvítir sem nýorpin hænuegg. Og hún hélt lífi á eyjunni í hvorki meira né minna en tvö ár og fimm mánuði. Þá bar að ströndum Djöflaeyjar fiskibát, sennilega frá Bretlandi, og var henni bjargað þar um borð. Og hún komst að lokum aftur heim til Frakklands, þar sem hún hafði að sjálfsögðu löngu verið talin af. Þótt saga þessa fyrirrennara Robinson Crusoe þyki afar þjóðsagnakennd, þá er hún raunar ágætlega skjalfest. Menn eru ekki sammála um nákvæmlega hvaða eyja hafi verið sú Djöflaeyja þar sem Margaríta varðist ásókn ára og dýra en kunnugir á þessum slóðum segja að það sé ekkert skrýtið þótt hjátrúarfullum Evrópubúum á 16. öld hafi dottið í hug djöflar og blóðþyrst villidýr þegar framandleg óp súlunnar bárust gegnum næturmyrkrið, þegar rostungar fnæstu og otuðu tröllauknum vígtönnum að skelfingu lostnu fólkinu og þegar hofmóðugir geirfuglar voru á vappi í þokunni.
Flækjusaga Menning Mest lesið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Lífið Pitt og Jolie loksins skilin Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Tónlist Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Lífið „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira