Erlent

Fárviðri á leið til Japans

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Fylgst með öldugang á ströndum eyjunnar Okinawa í gær.
Fylgst með öldugang á ströndum eyjunnar Okinawa í gær. Vísir/AP
Japanar bjuggu sig í gær undir heljarmikið fárviðri, sem strax í gær var reyndar komið til syðstu eyja landsins en heldur síðan áfram norður eftir eyjunum. Stormsveipurinn nær til Tókýó á morgun, standist spár veðurfræðinga.

Það er fellibylurinn Vongfong, sem þarna er á ferðinni, og er sagður öflugasti fellibylur ársins. Í gær feykti hann um koll rafmagnsmöstrum og umferðarmerkjum.

Reiknað var með að fella þyrfti niður lestarsamgöngur að hluta í Tókýó og nágrenni. Varað er við aurskriðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×