Auðvitað ætla þær að vinna gullið á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2014 06:00 Ása Inga Þorsteinsdóttir hefur staðið í ströngu síðustu mánuðina. vísir/ernir „Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“ Íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira
„Nú síðustu dagana snúast æfingarnar aðallega um að fínstilla síðustu atriðin,“ segir Ása Inga Þorsteinsdóttir, yfirþjálfari íslensku hópfimleikalandsliðanna, sem verða í eldlínunni á Evrópumeistaramótinu sem hefst í Laugardalshöllinni í dag. Að baki er langur og strangur undirbúningur sem hófst með úrtökuprófum í janúar. „Fram að sumri æfðu liðin 2-4 sinnum í viku en frá því í júní hafa þau æft 4-6 sinnum í viku og sum oftar. Þetta hefur gengið svakalega vel og verður að gaman að sjá hver útkoman verður.“ Ísland á titil að verja í bæði kvenna- og stúlknaflokki í hópfimleikum auk þess sem kvennaliðið varð einnig meistari árið 2010. Ása Inga segir að sú reynsla komi sér að góðum notum nú. „Hún gerir það svo sannarlega en þegar svo stutt er í keppni skiptir mestu máli að hugarfarið og hausinn sé í lagi,“ segir Ása Inga, sem á von á harðri keppni í öllum flokkum. „Eftir að hafa séð bæði danska liðið og það sænska á æfingum, sem eru sterkustu liðin ásamt okkur, er ljóst að þetta verður hörkukeppni og mun koma til með að ráðast af því hverjir lenda stökkunum sínum best. Þetta verður í raun bara keppni í lendingum,“ segir Ása Inga. Alls er keppt í sex flokkum og á Ísland lið í fimm þeirra. Ísland á einungis ekki fulltrúa í karlaflokki en sendir drengjalið til þátttöku í fyrsta sinn. „Við viljum fyrst og fremst að strákarnir öðlist reynslu af því að taka þátt í svona stóru móti og erum við með örlítið aðrar áherslur fyrir þá,“ segir hún en bætir við að kvenna- og stúlknaliðin ætli sér vitanlega stóra hluti á heimavelli. „Markmið okkar er að allir geri sitt hundrað prósent. Ef okkur tekst það og við verðum ánægð með þær æfingar sem við gerum þá er góður möguleiki á því að við tökum gull. Og auðvitað ætla þær sér að vinna gullið á heimavelli.“ Ása Inga segir að öll umgjörð í kringum mótið hafi verið til fyrirmyndar en glæsilegri áhorfendaaðstöðu hefur verið komið fyrir í Laugardalshöllinni. „Nú vantar bara Íslendinga í stúkuna. Því miður er enn útlit fyrir að það verði fleiri útlendingar en Íslendingar í pöllunum en við vonum að miðasalan taki kipp nú þegar veislan byrjar.“
Íþróttir Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti „Sáttur að geta farið heim, borðað vel og fengið mér nokkra kalda“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið Tindastóll - KR 130-117 | Kláruðu gestina í seinni hálfleik Þór Þ. - Grindavík 94-106 | Baráttusigur gegn löskuðu liði Þórs Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Åge Hareide látinn Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Bróðir NFL-stjörnu stal bíl af NBA-stjörnu Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Sjá meira