Með tengdó í skuggasundi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 18. október 2014 07:00 Það var um miðnætti í skuggalegu stræti í úthverfi Malagaborgar. Ég er að leiða aldraðan tengdaföður minn gegnum ljóslaust öngstrætið þegar maður birtist, svo ógæfulegur að hann minnir helst á Mörtu Maríu í mannfræðirannsókn. Gamli karlinn er vel til hafður með fullt seðlaveski inná sér, draghaltur einsog sjóræningi og ég illa að mér í átökum við uppdópaða. Það var því kannski að hlaupa á snærið hjá ógæfumanninum. Hjartað berst um í brjósti mér. Ég verð þó að fá að útskýra hvað ég var að þvælast þarna með jarðyrkjubónda á níræðisaldri sem kann helst ekkert við sig á stöðum þar sem ekki er hægt að setja niður útsæði eða slá ólífur úr tré. Málið var að við vorum að koma af knattspyrnuleik en borgin fyllist af bullum og bílum við slík tækifæri svo ég varð að leggja bílnum langt frá leikvanginum og sóttist okkur ferðin að honum seint. Þegar ógæfumaðurinn er kominn upp að okkur gríp ég um hönd gamla mannsins og greikka sporið. „Eigið þið ekki pening að gefa mér?“ mælir hann uppljómaður af ólyfjan. Hjartað í mér tekur kipp. Hann gæti hvað úr hverju herjað á þann gamla, rifið af honum jakkann eða jafnvel rotað hann. Og ég sem hef aldrei ráðist á mann. Allt í einu spyr jarðyrkjubóndinn: „Þú ert ekki héðan, er það?“ „Nei, ég er kominn langt að,“ svarar beiningamaðurinn. „Já, mér fannst þú dökkur á hörundið,“ segir sá gamli sem er alveg laus við tepruskap kenndan við pólitíska rétthugsun. Svo setur hann upp samúðarsvip og spyr: „Og er enga vinnu að fá?“ Nei, nei, henni var ekki fyrir að fara. „Og hvar býrðu?“ spyr sá gamli. „Ég halla höfði undir brúnni hér fyrir neðan.“ Jarðyrkjubóndinn verður þá illur á svip. „Þetta er ekki hægt. Sko, Rajoy sagðist ætla að bæta ástandið ef hann yrði kosinn og svo hefur hann ekkert gert. Bara ekki baun, þetta er hræðilegt.“ Ég hvísla því að tengdó að fara að kveðja manninn en hann átti þá eftir að segja honum frá búháttum í gamla daga þegar bestíur, verkfæri og berar hendur voru látin vinna verkin. Þá var næga vinnu að hafa. Ef hagur útigangsmannsins vænkar sendir hann tengdó örugglega jólakort um næstu jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun
Það var um miðnætti í skuggalegu stræti í úthverfi Malagaborgar. Ég er að leiða aldraðan tengdaföður minn gegnum ljóslaust öngstrætið þegar maður birtist, svo ógæfulegur að hann minnir helst á Mörtu Maríu í mannfræðirannsókn. Gamli karlinn er vel til hafður með fullt seðlaveski inná sér, draghaltur einsog sjóræningi og ég illa að mér í átökum við uppdópaða. Það var því kannski að hlaupa á snærið hjá ógæfumanninum. Hjartað berst um í brjósti mér. Ég verð þó að fá að útskýra hvað ég var að þvælast þarna með jarðyrkjubónda á níræðisaldri sem kann helst ekkert við sig á stöðum þar sem ekki er hægt að setja niður útsæði eða slá ólífur úr tré. Málið var að við vorum að koma af knattspyrnuleik en borgin fyllist af bullum og bílum við slík tækifæri svo ég varð að leggja bílnum langt frá leikvanginum og sóttist okkur ferðin að honum seint. Þegar ógæfumaðurinn er kominn upp að okkur gríp ég um hönd gamla mannsins og greikka sporið. „Eigið þið ekki pening að gefa mér?“ mælir hann uppljómaður af ólyfjan. Hjartað í mér tekur kipp. Hann gæti hvað úr hverju herjað á þann gamla, rifið af honum jakkann eða jafnvel rotað hann. Og ég sem hef aldrei ráðist á mann. Allt í einu spyr jarðyrkjubóndinn: „Þú ert ekki héðan, er það?“ „Nei, ég er kominn langt að,“ svarar beiningamaðurinn. „Já, mér fannst þú dökkur á hörundið,“ segir sá gamli sem er alveg laus við tepruskap kenndan við pólitíska rétthugsun. Svo setur hann upp samúðarsvip og spyr: „Og er enga vinnu að fá?“ Nei, nei, henni var ekki fyrir að fara. „Og hvar býrðu?“ spyr sá gamli. „Ég halla höfði undir brúnni hér fyrir neðan.“ Jarðyrkjubóndinn verður þá illur á svip. „Þetta er ekki hægt. Sko, Rajoy sagðist ætla að bæta ástandið ef hann yrði kosinn og svo hefur hann ekkert gert. Bara ekki baun, þetta er hræðilegt.“ Ég hvísla því að tengdó að fara að kveðja manninn en hann átti þá eftir að segja honum frá búháttum í gamla daga þegar bestíur, verkfæri og berar hendur voru látin vinna verkin. Þá var næga vinnu að hafa. Ef hagur útigangsmannsins vænkar sendir hann tengdó örugglega jólakort um næstu jól.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun