Vorum verstir á Norðurlöndunum í júní 2012 en nú erum við bestir Óskar Ófeigur Jónsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 24. október 2014 06:00 Gylfi Þór Sigurðsson skorar hér á móti Hollendingum. Vísir/Valli Íslendingar hafa aldrei átt jafn gott fótboltalandslið og einmitt í dag og sönnun þess er nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var gefinn út í gær. Stórbrotinn sigur á bronsliði Hollands á dögunum ýtir landsliðinu upp um sex sæti og alla leið í 28. sæti listans. Fótboltalandsliðið okkar fór lægst í 131. sæti FIFA-listans vorið 2012 en í dag er staða liðsins betri en nokkur gat látið sig dreyma um þegar Svíinn Lars Lagerbäck tók við því fyrir tveimur árum og tíu mánuðum.Erum að verða betri og betri „Ég sá þetta á netinu í morgun [gærmorgun],“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, glaður í bragði við Fréttablaðið í gær. „Það er gaman að vera ofarlega á listanum, en það besta er að við erum að verða betri og betri. Það skiptir mig mestu máli.“ Þegar Lars tók við liðinu í október 2011 varð honum og Heimi Hallgrímssyni, þáverandi aðstoðarmanni hans, tíðrætt um að þeir vildu hækka stöðu Íslands á heimslistanum. „Ég sagði allavega þegar við byrjuðum að ég teldi okkur geta komist á meðal efstu fimmtíu þjóðanna. Ég mat það svona út frá þeim leikmönnum sem við vorum með og fannst það raunsætt. En þessi staða er enn betri. Ég er virkilega ánægður fyrir hönd strákanna og íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Lars sem hafði ekki fengið símtöl frá svekktum sænskum blaðamönnum, en nokkuð var fjallað um stöðu Svíþjóðar og Íslands á sænskum miðlum í gær. „Nei, það hefur enginn hringt frá Svíþjóð enn þá. Það var mikið hringt eftir sigurinn á Hollandi, ekkert núna,“ sagði hann léttur.Graf/Garðar KjartanssonEllefu sætum ofar en Svíar Svíar duttu niður um sjö sæti á nýja listanum, alla leið niður í sæti 39 og liðið sem var 87 sætum á undan Íslandi í ársbyrjun 2012 situr nú ellefu sætum neðar á lista FIFA. Svíarnir höfðu reyndar meiri áhyggjur af því í gær að vera neðar en Grænhöfðaeyjar. Ísland var í 104. sæti á janúarlistanum fyrir árið 2012 og þá voru allar fjórar helstu knattspyrnuþjóðir Norðurlandanna langt fyrir ofan íslenska landsliðið. Styst var í Finnana sem sátu 19 sætum ofar en lengst í Dani sem voru 93 sætum ofar en Ísland. Staðan varð reyndar enn verri á listanum áður en hún varð betri og mest munaði 122 sætum á Danmörku og Íslandi á vormánuðum 2012 þegar íslenska landsliðið hafði fallið alla leið niður í 131. sæti á meðan Danir voru komnir inn á topp tíu (9. sæti). Þá voru meira að segja Færeyingar komnir upp fyrir okkur og Ísland því með lélegasta landsliðið á Norðurlöndum. Þetta hefur nú snúist við.Vísir/Andri MarinóUndir strákunum komið Lars segir þessa stöðu skipta mestu máli hvað varðar styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM þegar dregið verður 2016, en nú er það undir strákunum komið að halda sér svona ofarlega. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki búist við svona góðum árangri, þó hann ætlaði sér alltaf að rífa liðið upp listann. „Ef þú hefðir sagt þetta við mig þegar ég byrjaði hefði ég nú aðeins hikað, en ég vissi að við gætum komist á meðal fimmtíu bestu. Það hefur allt batnað í kringum liðið og leikmennirnir verða betri með hverjum leik,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið.Sæti á stórmóti er draumurinn Hér fyrir ofan má sjá graf sem sýnir þennan magnaða uppgang íslenska fótboltalandsliðsins á síðustu misserum. Stærsti draumurinn verður þó alltaf sæti á stórmóti en ekki gott sæti á FIFA-listanum.Vísir/Vilhelm EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland besta Norðurlandaþjóðin | Heimir: Þú segir mér fréttir Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði ekki fengið fréttir af nýjum styrkleikalista FIFA þegar Vísir hafði samband í morgun. 23. október 2014 10:02 Svíar í sárum: Erum verri en Grænhöfðaeyjar Sjá ástæðu til að fagna samlanda sínum Lars Lagerbäck sem er með Ísland í 28. sæti heimslistans, ellefu sætum fyrir ofan Svíþjóð. 23. október 2014 10:30 BT: Íslendingar fyrir ofan stóru bræður sína á heimslistanum Mikil umfjöllun fjölmiðla á Norðurlöndum um stöðu Íslands á nýjum FIFA-lista, en Ísland er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta samkvæmt nýjasta listanum. 23. október 2014 16:15 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei átt jafn gott fótboltalandslið og einmitt í dag og sönnun þess er nýr styrkleikalisti Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem var gefinn út í gær. Stórbrotinn sigur á bronsliði Hollands á dögunum ýtir landsliðinu upp um sex sæti og alla leið í 28. sæti listans. Fótboltalandsliðið okkar fór lægst í 131. sæti FIFA-listans vorið 2012 en í dag er staða liðsins betri en nokkur gat látið sig dreyma um þegar Svíinn Lars Lagerbäck tók við því fyrir tveimur árum og tíu mánuðum.Erum að verða betri og betri „Ég sá þetta á netinu í morgun [gærmorgun],“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, glaður í bragði við Fréttablaðið í gær. „Það er gaman að vera ofarlega á listanum, en það besta er að við erum að verða betri og betri. Það skiptir mig mestu máli.“ Þegar Lars tók við liðinu í október 2011 varð honum og Heimi Hallgrímssyni, þáverandi aðstoðarmanni hans, tíðrætt um að þeir vildu hækka stöðu Íslands á heimslistanum. „Ég sagði allavega þegar við byrjuðum að ég teldi okkur geta komist á meðal efstu fimmtíu þjóðanna. Ég mat það svona út frá þeim leikmönnum sem við vorum með og fannst það raunsætt. En þessi staða er enn betri. Ég er virkilega ánægður fyrir hönd strákanna og íslenskrar knattspyrnu,“ sagði Lars sem hafði ekki fengið símtöl frá svekktum sænskum blaðamönnum, en nokkuð var fjallað um stöðu Svíþjóðar og Íslands á sænskum miðlum í gær. „Nei, það hefur enginn hringt frá Svíþjóð enn þá. Það var mikið hringt eftir sigurinn á Hollandi, ekkert núna,“ sagði hann léttur.Graf/Garðar KjartanssonEllefu sætum ofar en Svíar Svíar duttu niður um sjö sæti á nýja listanum, alla leið niður í sæti 39 og liðið sem var 87 sætum á undan Íslandi í ársbyrjun 2012 situr nú ellefu sætum neðar á lista FIFA. Svíarnir höfðu reyndar meiri áhyggjur af því í gær að vera neðar en Grænhöfðaeyjar. Ísland var í 104. sæti á janúarlistanum fyrir árið 2012 og þá voru allar fjórar helstu knattspyrnuþjóðir Norðurlandanna langt fyrir ofan íslenska landsliðið. Styst var í Finnana sem sátu 19 sætum ofar en lengst í Dani sem voru 93 sætum ofar en Ísland. Staðan varð reyndar enn verri á listanum áður en hún varð betri og mest munaði 122 sætum á Danmörku og Íslandi á vormánuðum 2012 þegar íslenska landsliðið hafði fallið alla leið niður í 131. sæti á meðan Danir voru komnir inn á topp tíu (9. sæti). Þá voru meira að segja Færeyingar komnir upp fyrir okkur og Ísland því með lélegasta landsliðið á Norðurlöndum. Þetta hefur nú snúist við.Vísir/Andri MarinóUndir strákunum komið Lars segir þessa stöðu skipta mestu máli hvað varðar styrkleikaröðun fyrir undankeppni HM þegar dregið verður 2016, en nú er það undir strákunum komið að halda sér svona ofarlega. Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki búist við svona góðum árangri, þó hann ætlaði sér alltaf að rífa liðið upp listann. „Ef þú hefðir sagt þetta við mig þegar ég byrjaði hefði ég nú aðeins hikað, en ég vissi að við gætum komist á meðal fimmtíu bestu. Það hefur allt batnað í kringum liðið og leikmennirnir verða betri með hverjum leik,“ sagði Lars Lagerbäck við Fréttablaðið.Sæti á stórmóti er draumurinn Hér fyrir ofan má sjá graf sem sýnir þennan magnaða uppgang íslenska fótboltalandsliðsins á síðustu misserum. Stærsti draumurinn verður þó alltaf sæti á stórmóti en ekki gott sæti á FIFA-listanum.Vísir/Vilhelm
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ísland besta Norðurlandaþjóðin | Heimir: Þú segir mér fréttir Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði ekki fengið fréttir af nýjum styrkleikalista FIFA þegar Vísir hafði samband í morgun. 23. október 2014 10:02 Svíar í sárum: Erum verri en Grænhöfðaeyjar Sjá ástæðu til að fagna samlanda sínum Lars Lagerbäck sem er með Ísland í 28. sæti heimslistans, ellefu sætum fyrir ofan Svíþjóð. 23. október 2014 10:30 BT: Íslendingar fyrir ofan stóru bræður sína á heimslistanum Mikil umfjöllun fjölmiðla á Norðurlöndum um stöðu Íslands á nýjum FIFA-lista, en Ísland er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta samkvæmt nýjasta listanum. 23. október 2014 16:15 Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30 Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Sjá meira
Ísland besta Norðurlandaþjóðin | Heimir: Þú segir mér fréttir Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson hafði ekki fengið fréttir af nýjum styrkleikalista FIFA þegar Vísir hafði samband í morgun. 23. október 2014 10:02
Svíar í sárum: Erum verri en Grænhöfðaeyjar Sjá ástæðu til að fagna samlanda sínum Lars Lagerbäck sem er með Ísland í 28. sæti heimslistans, ellefu sætum fyrir ofan Svíþjóð. 23. október 2014 10:30
BT: Íslendingar fyrir ofan stóru bræður sína á heimslistanum Mikil umfjöllun fjölmiðla á Norðurlöndum um stöðu Íslands á nýjum FIFA-lista, en Ísland er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta samkvæmt nýjasta listanum. 23. október 2014 16:15
Geir: Ráðning Lars ein farsælasta ákvörðunin mín Íslenska landsliðið í fótbolta komst upp í 28. sæti FIFA-listans og er besta Norðurlandaþjóðin í fótbolta. 23. október 2014 09:30
Ísland á besta fótboltalandsliðið á Norðurlöndum Íslenska karlalandsliðið hækkaði sig um sex sæti á Styrkleikalista FIFA en nýr listi var gefinn út í morgun. Ísland er nú í 28. sæti listans og hefur aldrei verið ofar á listanum. 23. október 2014 08:15