Svo margir efnilegir en… Martha Árnadóttir skrifar 5. nóvember 2014 07:00 Tilhugsunin um að ná snilldartökum á einhverju, sem skiptir okkur miklu máli, er hrikalega góð – ekki satt? Daniel Pink segir, að rótina að snilldartökum megi finna í fyrirbæri sem hann kallar „flæði“ en flæði verður til í kjöraðstæðum þar sem áskoranir koma heim og saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða markmiðin kristaltær og skilin milli viðfangsefnis og okkar sjálfra verða óskýr – við rennum saman við það sem við erum að gera. Pink segir jafnframt að þótt snilldartökum verði ekki náð án flæðis, tryggi flæði á engan hátt að snilldartökum verði náð. Flæði getur orðið til í augnablikinu eða deginum en það tekur mánuði eða ár, jafnvel áratugi, að ná snilldartökum á einhverju. Kynda undir ástríðunniMikilvægast er að geta séð hæfni sína í því ljósi að hana megi endalaust þroska og efla. Í þessu samhengi verða framfarir umfram allt eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdómstengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrirhöfnin sjálfsögð. Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd. Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem til skiptis valda gremju eða kynda undir ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum þá vitum við að það gengur yfir og það sama gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir. Fáir útvaldirÉg held það séu engar ýkjur þegar sagt er að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki sem ráði úrslitum – en skilgreina má þrautseigju sem ástríðu og úthald til að ná langtímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin tilviljun að margt bendir til að við ráðningar hafi þrautseigja náð forystusætinu af greindarvísitölu (IQ), sem besta forspárgildi um frammistöðu í starfi. Þetta bendir líka til að meðfæddir eiginleikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald skortir til að ná þeim snilldartökum sem við sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo margir eru efnilegir en fáir útvaldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Martha Árnadóttir Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Tilhugsunin um að ná snilldartökum á einhverju, sem skiptir okkur miklu máli, er hrikalega góð – ekki satt? Daniel Pink segir, að rótina að snilldartökum megi finna í fyrirbæri sem hann kallar „flæði“ en flæði verður til í kjöraðstæðum þar sem áskoranir koma heim og saman við hæfileika okkar. Í flæðinu verða markmiðin kristaltær og skilin milli viðfangsefnis og okkar sjálfra verða óskýr – við rennum saman við það sem við erum að gera. Pink segir jafnframt að þótt snilldartökum verði ekki náð án flæðis, tryggi flæði á engan hátt að snilldartökum verði náð. Flæði getur orðið til í augnablikinu eða deginum en það tekur mánuði eða ár, jafnvel áratugi, að ná snilldartökum á einhverju. Kynda undir ástríðunniMikilvægast er að geta séð hæfni sína í því ljósi að hana megi endalaust þroska og efla. Í þessu samhengi verða framfarir umfram allt eftirsóknarverðar. Markmiðin eru lærdómstengd, mistök ekki alvarlegt mál og fyrirhöfnin sjálfsögð. Að vera tilbúin til að leggja það á sig sem þarf, þrautseigja og úthugsuð framkvæmd. Að þola mótsagnir, óvissu og sveiflur, sem til skiptis valda gremju eða kynda undir ástríðunni. Að skilja að þetta hvort tveggja er tímabundið og að sveiflan er viðvarandi er mikilvægt. Ef allt gengur á afturfótunum þá vitum við að það gengur yfir og það sama gildir um velgengnina, hún gengur líka yfir. Fáir útvaldirÉg held það séu engar ýkjur þegar sagt er að það taki allt að tíu ár að ná snilldartökum á einhverju og þrautseigja sé sá eiginleiki sem ráði úrslitum – en skilgreina má þrautseigju sem ástríðu og úthald til að ná langtímamarkmiðum. Í ljósi þess er það engin tilviljun að margt bendir til að við ráðningar hafi þrautseigja náð forystusætinu af greindarvísitölu (IQ), sem besta forspárgildi um frammistöðu í starfi. Þetta bendir líka til að meðfæddir eiginleikar séu lítils virði ef ástríðu og úthald skortir til að ná þeim snilldartökum sem við sækjumst eftir – útskýrir líka af hverju svo margir eru efnilegir en fáir útvaldir.
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar