Þjóðarsálarflækjur Guðmundur Andri Thorsson skrifar 10. nóvember 2014 06:00 Sit hér í útlenskri miðborg sem er full af fólki en ekki flugvélum; þeir eru skrítnir þessir útlendingar: eru með flugvélarnar utan bæjarmarkanna og voga sér jafnvel að hafa kaffihús í miðborgunum þar sem fólk situr innan um hvert annað í stað þess að horfast á gegnum bílrúður og talast við með bílflautum.Þrúgur reiðinnar Skoða umræðuna heima á netinu með nettum meðvirknihrolli og sé að tekist hefur að magna upp nýja delludeilu milli „landsbyggðar“ og „lopalepjandi lattelistamanna“. Framsóknarflokkurinn hefur undravert lag á þessu. Auðvitað er fráleitt að tala um „sataníska orku“ kringum flokkinn eins og Snorri Ásmundsson gerði þá en því verður þó ekki neitað að flokkurinn hefur á seinni árum haft neikvæða orku kringum sig. Og notar hana markvisst: nærist á þrasgirni og móðgunarfýsn Íslendinga og þessari sérstæðu allsherjarreiði sem stundum grípur vænsta fólk á íslenskum samfélagsmiðlum og veldur því að maður spyr sig hvort þurfi ekki að kenna nethegðun í skólum. Nú er allt vitlaust út af Einari Kárasyni sem vel að merkja vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og er einhver stoltasti Vestfirðingur landsins en ofbauð sú ósvífna tillaga að Akureyringar og nærsveitarmenn eigi að fara með skipulagsvald í Reykjavík og tjáði sig um það umbúðalaust hvert álit hann hefði á því fólki sem elur á gagnkvæmu hatri Reykvíkinga og annarra landsmanna. Þegar þarf að þétta raðirnar fara Framsóknarmenn að tala um samgöngumál og mannvirki. Flugvöllinn náttúrlega; og svo moskuna til að beina hinni neikvæðu orku eitthvað annað en að Reykjavík. Aðalritstjóri Framsóknarflokksins (og fyrrum aðalritari Sjálfstæðisflokksins), Davíð Oddsson, segir sífellt: Þetta má ekki vera tabú; við verðum að geta rætt þetta mál – en kýs að líta framhjá þeirri staðreynd að þetta var ekkert mál, einu vandræðin kringum múslima á Íslandi hafa orðið til kringum málatilbúnað – eða öllu heldur málatilbúning – Framsóknarflokksins. Og nú eru „heimilin í landinu“ að fá skuldaleiðréttinguna sína, og ef marka má forsætisráðherrann hefur loforð aldrei verið efnt með jafn stórfenglegum hætti – heimsmet í efndum – þetta verður meira en lofað var að sögn hans, meðan aðrir tuldra um að mörg hundruð milljarðar frá hrægömmunum hafi skroppið saman í tuttugu milljarða sem „heimilin í landinu“ lána sjálfum sér með eigin sparnaði og framlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ríkissjóði.„Hér skal blóð mæta blóði“ Þá er tilvalið að tala um flugvöll. Um hvað snýst eiginlega flugvallarmálið annað en gagnkvæmar spælingar? Það er nú það. Það snýst meðal annars um vald og tilfinningu um vald. Stundum er talað eins og flugvöllurinn í Reykjavík sé ekkert í Reykjavík. Hann sé hálfpartinn eins og Vestur-Berlín var á tímum kommúnismans, nokkurs konar vin, griðastaður tiltekinna hugsjóna og lífsmáta. Aðrir tala um þennan flugvöll nánast eins og stæði fyrir fatlaða, og er þá einatt nefnd nálægðin við Landspítalann sem skipti sköpum þegar mannslíf séu í húfi og talað um eitthvað sem kallað er neyðarbraut og er víst ekki til. Auðvitað á ekki að tala um slík rök af léttúð, og vel má vera að þetta sé rétt og þarf þá varla að hafa fleiri orð um það; en mætti ekki með sömu rökum segja sem svo að réttast sé að flugvöllurinn nái alveg að Landspítalanum? Leggja Miklubrautina undir flugvöllinn líka? Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness er stórfenglegur kafli um Rakarafrumvarpið og rakinn fundur um það, en þetta var eitt af þessum óskiljanlegu málum sem Íslendingar geta orðið ósegjanlega æstir yfir og hafa undarlega nautn af að rífast um. Frumvarpið var lagt fram á þingi árið 1924 og fellt fjögur þing í röð en náði loks í gegn árið 1928. Það snerist um afgreiðslutíma rakarastofa og seinna skrifaði Halldór um þetta mál í frægri grein um hundahald: „Mig minnir að deilan hafi staðið um það, klukkan hvað ætti að loka rakarastofum á kvöldin. Ýmsir smápólitíkarar og kleyfhugar lögðu þetta mál fyrir sig sem sérfræðigrein, eða kannski maður ætti að segja rórill. Á einum æsingafundi um málið í Barnaskólaportinu, þar sem líka voru krakkar, heyrði ég og sá þektan borgara æpa undir einni ræðunni: Hér skal blóð mæta blóði.“ Um hvað snýst eiginlega þetta flugvallarmál. Af hverju verða allir svona reiðir? Það snýst um sálarflækjur, þjóðarsálarflækjur. Það snýst um tilfinningar. Það snýst um eitthvað djúpt í þjóðarsálinni. Það snýst um sambandið við Reykjavík, tilfinninguna um að tilheyra Reykjavík. Það snýst um þau sem fóru burt og hin sem urðu eftir. Það snýst um ykkur og okkur – viljið þið líka vera við? Það snýst um sárindi sem aldrei eru rædd. Það snýst um óuppgerða höfnunarkennd. Flugvallarmálið á að vera verkefni sálfræðinga fremur en verkfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Sit hér í útlenskri miðborg sem er full af fólki en ekki flugvélum; þeir eru skrítnir þessir útlendingar: eru með flugvélarnar utan bæjarmarkanna og voga sér jafnvel að hafa kaffihús í miðborgunum þar sem fólk situr innan um hvert annað í stað þess að horfast á gegnum bílrúður og talast við með bílflautum.Þrúgur reiðinnar Skoða umræðuna heima á netinu með nettum meðvirknihrolli og sé að tekist hefur að magna upp nýja delludeilu milli „landsbyggðar“ og „lopalepjandi lattelistamanna“. Framsóknarflokkurinn hefur undravert lag á þessu. Auðvitað er fráleitt að tala um „sataníska orku“ kringum flokkinn eins og Snorri Ásmundsson gerði þá en því verður þó ekki neitað að flokkurinn hefur á seinni árum haft neikvæða orku kringum sig. Og notar hana markvisst: nærist á þrasgirni og móðgunarfýsn Íslendinga og þessari sérstæðu allsherjarreiði sem stundum grípur vænsta fólk á íslenskum samfélagsmiðlum og veldur því að maður spyr sig hvort þurfi ekki að kenna nethegðun í skólum. Nú er allt vitlaust út af Einari Kárasyni sem vel að merkja vill hafa flugvöllinn áfram í Vatnsmýrinni og er einhver stoltasti Vestfirðingur landsins en ofbauð sú ósvífna tillaga að Akureyringar og nærsveitarmenn eigi að fara með skipulagsvald í Reykjavík og tjáði sig um það umbúðalaust hvert álit hann hefði á því fólki sem elur á gagnkvæmu hatri Reykvíkinga og annarra landsmanna. Þegar þarf að þétta raðirnar fara Framsóknarmenn að tala um samgöngumál og mannvirki. Flugvöllinn náttúrlega; og svo moskuna til að beina hinni neikvæðu orku eitthvað annað en að Reykjavík. Aðalritstjóri Framsóknarflokksins (og fyrrum aðalritari Sjálfstæðisflokksins), Davíð Oddsson, segir sífellt: Þetta má ekki vera tabú; við verðum að geta rætt þetta mál – en kýs að líta framhjá þeirri staðreynd að þetta var ekkert mál, einu vandræðin kringum múslima á Íslandi hafa orðið til kringum málatilbúnað – eða öllu heldur málatilbúning – Framsóknarflokksins. Og nú eru „heimilin í landinu“ að fá skuldaleiðréttinguna sína, og ef marka má forsætisráðherrann hefur loforð aldrei verið efnt með jafn stórfenglegum hætti – heimsmet í efndum – þetta verður meira en lofað var að sögn hans, meðan aðrir tuldra um að mörg hundruð milljarðar frá hrægömmunum hafi skroppið saman í tuttugu milljarða sem „heimilin í landinu“ lána sjálfum sér með eigin sparnaði og framlögum úr sameiginlegum sjóði landsmanna, ríkissjóði.„Hér skal blóð mæta blóði“ Þá er tilvalið að tala um flugvöll. Um hvað snýst eiginlega flugvallarmálið annað en gagnkvæmar spælingar? Það er nú það. Það snýst meðal annars um vald og tilfinningu um vald. Stundum er talað eins og flugvöllurinn í Reykjavík sé ekkert í Reykjavík. Hann sé hálfpartinn eins og Vestur-Berlín var á tímum kommúnismans, nokkurs konar vin, griðastaður tiltekinna hugsjóna og lífsmáta. Aðrir tala um þennan flugvöll nánast eins og stæði fyrir fatlaða, og er þá einatt nefnd nálægðin við Landspítalann sem skipti sköpum þegar mannslíf séu í húfi og talað um eitthvað sem kallað er neyðarbraut og er víst ekki til. Auðvitað á ekki að tala um slík rök af léttúð, og vel má vera að þetta sé rétt og þarf þá varla að hafa fleiri orð um það; en mætti ekki með sömu rökum segja sem svo að réttast sé að flugvöllurinn nái alveg að Landspítalanum? Leggja Miklubrautina undir flugvöllinn líka? Í Brekkukotsannál Halldórs Laxness er stórfenglegur kafli um Rakarafrumvarpið og rakinn fundur um það, en þetta var eitt af þessum óskiljanlegu málum sem Íslendingar geta orðið ósegjanlega æstir yfir og hafa undarlega nautn af að rífast um. Frumvarpið var lagt fram á þingi árið 1924 og fellt fjögur þing í röð en náði loks í gegn árið 1928. Það snerist um afgreiðslutíma rakarastofa og seinna skrifaði Halldór um þetta mál í frægri grein um hundahald: „Mig minnir að deilan hafi staðið um það, klukkan hvað ætti að loka rakarastofum á kvöldin. Ýmsir smápólitíkarar og kleyfhugar lögðu þetta mál fyrir sig sem sérfræðigrein, eða kannski maður ætti að segja rórill. Á einum æsingafundi um málið í Barnaskólaportinu, þar sem líka voru krakkar, heyrði ég og sá þektan borgara æpa undir einni ræðunni: Hér skal blóð mæta blóði.“ Um hvað snýst eiginlega þetta flugvallarmál. Af hverju verða allir svona reiðir? Það snýst um sálarflækjur, þjóðarsálarflækjur. Það snýst um tilfinningar. Það snýst um eitthvað djúpt í þjóðarsálinni. Það snýst um sambandið við Reykjavík, tilfinninguna um að tilheyra Reykjavík. Það snýst um þau sem fóru burt og hin sem urðu eftir. Það snýst um ykkur og okkur – viljið þið líka vera við? Það snýst um sárindi sem aldrei eru rædd. Það snýst um óuppgerða höfnunarkennd. Flugvallarmálið á að vera verkefni sálfræðinga fremur en verkfræðinga.
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar