Metið hans Birkis lifir enn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2014 08:30 Birkir Kristinsson fagnar hér 1-1 jafntefli á móti Frökkum á Laugardals-vellinum ásamt þeim Þórði Guðjónssyni og Rúnari Kristinssyni. Birkir hélt marki sínu hreinu í næstu þremur mótsleikjum og 59 mínútum betur. Vísir/Hilmar Þór Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins, náði ekki að ógna meti Birkis Kristinssonar þrátt fyrir að hafa haldið íslenska markinu hreinu í þrjá og hálfan leik í undankeppni EM. Met Birkis frá því í undankeppni EM 2000 stendur því áfram óhaggað. Hannes Þór var fyrir löngu búinn að bæta sitt persónulega met og komast upp fyrir Árna Gaut Arason og upp í annað sætið þegar hann hélt hreinu gegn bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Hannes hélt hreinu þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Tékkum en hann var þá búinn að halda markinu hreinu í 315 mínútur og átti enn 68 mínútur eftir í að jafna met Birkis Kristinssonar frá því í undankeppni EM 2000. Birkir Kristinsson hélt þá íslenska markinu hreinu í þremur leikjum í röð líkt og Hannes en að auki fékk Birkir ekki á sig mark í 54 mínútur fyrir þessa þriggja leikja törn og þá var ekki skorað hjá honum fyrr en eftir 59 mínútur í fjórða leiknum. Birkir hélt markinu hreinu í leikjum á móti Armeníu (0-0), Rússlandi (1-0) og Andorra (2-0). Frakkinn Christophe Dugarry var síðastur til að skora hjá honum í 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum og Birkir hélt frá því íslenska markinu hreinu í 383 mínútur eða þar til að Úkraínumaðurinn Vladyslav Vashchuk skoraði í 1-1 jafntefli í Kiev. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá markmenn sem hafa haldið íslenska markinu lengst hreinu í einni undankeppni HM eða EM. Hannes er þar líka í sjöunda sæti síðan úr síðustu keppni en Birkir á þrjár af sex lengstu törnum íslenskra markvarða með hreint mark á bak við sig.Lengst haldið hreinu í einni undankeppniBirkir Kristinsson, EM 2000 - 383 mínúturHannes Þór Halldórsson, EM 2016 - 315 mínúturÁrni Gautur Arason, HM 2002 - 247 mínúturKristján Finnbogason, HM 1998 -231 mínútaBirkir Kristinsson, HM 1994 - 220 mínúturBirkir Kristinsson, EM 1996 - 217 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 201 mínútaÞorsteinn Bjarnason, EM 1984 - 188 mínúturBjarni Sigurðsson, EM 1988 - 184 mínúturÁrni Gautur Arason, EM 2004 - 182 mínúturBirkir Kristinsson, EM 2000 - 180 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 177 mínútur EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska knattspyrnulandsliðsins, náði ekki að ógna meti Birkis Kristinssonar þrátt fyrir að hafa haldið íslenska markinu hreinu í þrjá og hálfan leik í undankeppni EM. Met Birkis frá því í undankeppni EM 2000 stendur því áfram óhaggað. Hannes Þór var fyrir löngu búinn að bæta sitt persónulega met og komast upp fyrir Árna Gaut Arason og upp í annað sætið þegar hann hélt hreinu gegn bronsliði Hollendinga á Laugardalsvellinum. Hannes hélt hreinu þar til í uppbótartíma fyrri hálfleiks á móti Tékkum en hann var þá búinn að halda markinu hreinu í 315 mínútur og átti enn 68 mínútur eftir í að jafna met Birkis Kristinssonar frá því í undankeppni EM 2000. Birkir Kristinsson hélt þá íslenska markinu hreinu í þremur leikjum í röð líkt og Hannes en að auki fékk Birkir ekki á sig mark í 54 mínútur fyrir þessa þriggja leikja törn og þá var ekki skorað hjá honum fyrr en eftir 59 mínútur í fjórða leiknum. Birkir hélt markinu hreinu í leikjum á móti Armeníu (0-0), Rússlandi (1-0) og Andorra (2-0). Frakkinn Christophe Dugarry var síðastur til að skora hjá honum í 1-1 jafntefli á Laugardalsvellinum og Birkir hélt frá því íslenska markinu hreinu í 383 mínútur eða þar til að Úkraínumaðurinn Vladyslav Vashchuk skoraði í 1-1 jafntefli í Kiev. Hér til hliðar má sjá lista yfir þá markmenn sem hafa haldið íslenska markinu lengst hreinu í einni undankeppni HM eða EM. Hannes er þar líka í sjöunda sæti síðan úr síðustu keppni en Birkir á þrjár af sex lengstu törnum íslenskra markvarða með hreint mark á bak við sig.Lengst haldið hreinu í einni undankeppniBirkir Kristinsson, EM 2000 - 383 mínúturHannes Þór Halldórsson, EM 2016 - 315 mínúturÁrni Gautur Arason, HM 2002 - 247 mínúturKristján Finnbogason, HM 1998 -231 mínútaBirkir Kristinsson, HM 1994 - 220 mínúturBirkir Kristinsson, EM 1996 - 217 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 201 mínútaÞorsteinn Bjarnason, EM 1984 - 188 mínúturBjarni Sigurðsson, EM 1988 - 184 mínúturÁrni Gautur Arason, EM 2004 - 182 mínúturBirkir Kristinsson, EM 2000 - 180 mínúturHannes Þór Halldórsson, HM 2014 - 177 mínútur
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Fleiri fréttir Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi „Gríðarlega mikilvægur sigur“ „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti