Kófsveittir og skjálfandi hestar á kerrum Hallgerður Hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2014 07:00 Það er áhyggjuefni að á hverju ári berast fréttir af hestakerrum með hestum innanborðs sem velta, eða slitna aftan úr bílum, að hestar detti úr kerrum, að þeir drepist og slasist. Hér er dæmi um raunverulega fregn úr fjölmiðlum; „Stór hestakerra, sem dregin var af jeppabifreið, valt síðdegis í dag. Eitt af fjórum hrossum sem voru í kerrunni drapst þegar það varð undir kerrunni. Hin þrjú hrossin voru teymd heim að bæ. Að sögn sjónarvotta voru þau eitthvað blóðug…“ Hestakerrur eru einfaldlega skráðar sem eftirvagnar og skoðaðar sem slíkar, svo sem bremsubúnaður og burðarþol. Um skráða eftirvagna gildir að aka má með þá á 80 km hraða að hámarki. Þegar lifandi dýr er flutt ættu menn auðvitað að aka sérstaklega varlega. Svo refsisöm er umferðin, að ef ekið er á löglegum hraða þá er stundum flautað af öðrum vegfarendum. En það eru fyrst og fremst hestarnir sem líða, þegar hinn óþolinmóði flautar á hinn ábyrga. Hinn almenni ökumaður verður að gera ráð fyrir hestakerrum og farþegum þeirra. Mál okkar allra Iðulega er hins vegar ekið á „venjulegum umferðarhraða“ með hestakerrur í eftirdragi, sem er allt of hratt. Slíkt tillitsleysi veldur hestunum vanlíðan en þeir geta einnig meiðst inni í kerrunum við óvarlegan akstur. Andlega álagið skiptir máli, enda eru hestar skyni gæddar verur. Hér á aldrei að hafa í flimtingum að „þeir verði bara að venjast þessu“ og aka svo á fullri ferð, með beygjur og bremsun í stíl. Því miður virðist það oft gert – af hestamönnum. Skýtur þetta ekki skökku við? Eitt sérlega ógeðfellt dæmi frá því í ágúst síðastliðnum greinir frá því að hestur datt af kerru á leið til slátrunar á Suðurlandi. Hann fótbrotnaði. Honum var komið aftur upp á kerruna og keyrður þannig í sláturhúsið. Dýraverndarsamband Íslands hefur að sjálfsögðu óskað eftir athugun á þessu máli til MAST. Hér er margt að athuga: hvernig hestinum var komið fyrir á kerrunni þannig að hann „datt“ bara af henni, hvernig stendur á því að honum var dröslað fótbrotnum aftur upp á kerruna – að því er virðist með aðstoð lögreglu – og að lokum vísað til ábyrgðar sláturhússins sem tekur við slösuðu dýri til aflífunar. Kuldalega var hann kvaddur þessi hestur, en auðvitað átti að aflífa hann á staðnum til að losa hann við frekari þjáningar eftir slysið. Það er kominn tími til að endurskoða hvernig hestamenning okkar hefur þróast um þessi mál. Þau okkar sem ábyrg erum: hnippum í hina sem hafa ekki áttað sig á þessu. Samtal um góða meðferð á dýrum á alltaf rétt á sér. Þetta er mál okkar allra, hestamanna og líka annarra. Hestar eru fluttir landshorna á milli í hestakerrum í hundraðatali ár hvert. Þeir hafa ekki forsendur til að skilja hvað er að gerast með sama hætti og við – en þeir þurfa samt að venjast því. Helst á eðlilegum forsendum. Veltið fyrir ykkur af hverju hestar koma stundum kófsveittir og skjálfandi út úr kerrum eftir flutning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgerður Hauksdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Það er áhyggjuefni að á hverju ári berast fréttir af hestakerrum með hestum innanborðs sem velta, eða slitna aftan úr bílum, að hestar detti úr kerrum, að þeir drepist og slasist. Hér er dæmi um raunverulega fregn úr fjölmiðlum; „Stór hestakerra, sem dregin var af jeppabifreið, valt síðdegis í dag. Eitt af fjórum hrossum sem voru í kerrunni drapst þegar það varð undir kerrunni. Hin þrjú hrossin voru teymd heim að bæ. Að sögn sjónarvotta voru þau eitthvað blóðug…“ Hestakerrur eru einfaldlega skráðar sem eftirvagnar og skoðaðar sem slíkar, svo sem bremsubúnaður og burðarþol. Um skráða eftirvagna gildir að aka má með þá á 80 km hraða að hámarki. Þegar lifandi dýr er flutt ættu menn auðvitað að aka sérstaklega varlega. Svo refsisöm er umferðin, að ef ekið er á löglegum hraða þá er stundum flautað af öðrum vegfarendum. En það eru fyrst og fremst hestarnir sem líða, þegar hinn óþolinmóði flautar á hinn ábyrga. Hinn almenni ökumaður verður að gera ráð fyrir hestakerrum og farþegum þeirra. Mál okkar allra Iðulega er hins vegar ekið á „venjulegum umferðarhraða“ með hestakerrur í eftirdragi, sem er allt of hratt. Slíkt tillitsleysi veldur hestunum vanlíðan en þeir geta einnig meiðst inni í kerrunum við óvarlegan akstur. Andlega álagið skiptir máli, enda eru hestar skyni gæddar verur. Hér á aldrei að hafa í flimtingum að „þeir verði bara að venjast þessu“ og aka svo á fullri ferð, með beygjur og bremsun í stíl. Því miður virðist það oft gert – af hestamönnum. Skýtur þetta ekki skökku við? Eitt sérlega ógeðfellt dæmi frá því í ágúst síðastliðnum greinir frá því að hestur datt af kerru á leið til slátrunar á Suðurlandi. Hann fótbrotnaði. Honum var komið aftur upp á kerruna og keyrður þannig í sláturhúsið. Dýraverndarsamband Íslands hefur að sjálfsögðu óskað eftir athugun á þessu máli til MAST. Hér er margt að athuga: hvernig hestinum var komið fyrir á kerrunni þannig að hann „datt“ bara af henni, hvernig stendur á því að honum var dröslað fótbrotnum aftur upp á kerruna – að því er virðist með aðstoð lögreglu – og að lokum vísað til ábyrgðar sláturhússins sem tekur við slösuðu dýri til aflífunar. Kuldalega var hann kvaddur þessi hestur, en auðvitað átti að aflífa hann á staðnum til að losa hann við frekari þjáningar eftir slysið. Það er kominn tími til að endurskoða hvernig hestamenning okkar hefur þróast um þessi mál. Þau okkar sem ábyrg erum: hnippum í hina sem hafa ekki áttað sig á þessu. Samtal um góða meðferð á dýrum á alltaf rétt á sér. Þetta er mál okkar allra, hestamanna og líka annarra. Hestar eru fluttir landshorna á milli í hestakerrum í hundraðatali ár hvert. Þeir hafa ekki forsendur til að skilja hvað er að gerast með sama hætti og við – en þeir þurfa samt að venjast því. Helst á eðlilegum forsendum. Veltið fyrir ykkur af hverju hestar koma stundum kófsveittir og skjálfandi út úr kerrum eftir flutning.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun