Erlent

Allt á floti eftir fellibylinn Hagupit

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Allt á floti Bóndi gengur um hrísgrjónaakur sem flætt hefur yfir í kjölfar fellibyljarins.
Allt á floti Bóndi gengur um hrísgrjónaakur sem flætt hefur yfir í kjölfar fellibyljarins. vísir/ap
Fellibylurinn Hagupit gekk yfir Filippseyjar í gær og í fyrradag. Vindhraði var öllu minni en gert hafði verið ráð fyrir í upphafi en tjón varð engu að síður töluvert. Aðeins er rúmt ár síðan fellibylurinn Hayian olli tjóni upp á tæpa þrjá milljarða dollara.

Rúm milljón manna hefst nú við í neyðarskýlum og unnið er að því að hreinsa vegi og flugvelli svo hægt sé að koma nauðsynjum til bágstaddra. 24 dauðsföll hafa verið rakin til fellibyljarins, sem nú flokkast sem hitabeltisstormur, en líklegt þykir að sú tala muni hækka. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×