Jákvæð umfjöllun um illa meðferð á hestum Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 18. desember 2014 07:00 Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar kemur að málefnum dýravelferðar þá hendir stundum að velferð dýranna lúti lægra haldi fyrir sjónarmiðum árangurs eða hagnýtingar. Stundum eru dýr hlutgerð til þess að ná árangri eða markmiði og þau beitt meðferð sem við myndum ekki bjóða dýrum við eðlilegar aðstæður. Aníta Margrét Aradóttir var nýverið valin kona ársins hjá tímaritinu Nýju lífi fyrir að hafa tekið þátt í 1.000 km kappreið á hestum í Mongólíu. Ritstjórn Nýs lífs veitti Anítu þennan titil fyrir að sýna að allt sé hægt ef vilji er fyrir hendi. Þannig var þátttaka í þessari erfiðu keppni sýnd sem skemmtilegur viðburður og persónulegt afrek, en um þátttöku hennar hefur verið fjallað bæði í almennum sem og hestatengdum fréttamiðlum hérlendis. Það sem gleymst hefur í þessari umræðu er hins vegar velferð hestanna sem notaðir voru til keppninnar. Ljóst er að hart er lagt að þessum hestum. Við þetta hefur enginn gert athugasemd, en full ástæða er til. Í þessari kappreið er kallast Mongol Derby er miðað við að riðnir séu um 120 km dag hvern og fá þátttakendur þrjú hross á dag til að ferðast þá vegalengd. Hverju hrossi er því riðið um 40 km dagleið og er farið hratt yfir misgreiðfæra náttúru Mongólíu, á stökki eða brokki, að jafnaði í um 30 stiga hita. Þessi hross eru svipuð að stærð og íslenski hesturinn. Til samanburðar við hestaferðir hérlendis þykir 50-60 km dagleið drjúg og tekur sú ferð að jafnaði um 7-10 klukkustundir með eðlilegri áningu. Yfirleitt er því miðað við um 10-15 km dagleið á hvern hest þegar um þjálfaða reiðhesta er að ræða, enda flestir með fleiri en þrjá til reiðar. Þessi hefð hefur myndast vegna reynslu okkar af íslenska hestinum og byggir á að bæði hesti og knapa geti liðið vel. Álagið mjög mikið Augljóst er að vegalengdir eins og tíðkast að fara í Mongol Derby-kappreiðunum eru langtum lengri en tíðkast hér í hestaferðum. Þegar litið er til Mongol Derby með þetta í huga er ljóst að álagið á mongólsku hestana er mjög mikið. Hestarnir eru að auki lítið sem ekkert tamdir og því ekki eins vanir að bera mann og þjálfaðir reiðhestar. Þegar myndir frá keppninni eru skoðaðar má sjá að hestarnir kunna margir ekki að bera beisli sem er grunnforsenda góðrar reiðmennsku. Ekki er erfitt að ímynda sér það álag að hlaupa 40 km dagleið í miklum hita með framandi byrði sem vegur um 1/3 af líkamsþyngd hestanna, sem hlýtur að leiða til mikils álags á stoðkerfi dýranna. Mér þykir miður að í umræðu um þessa keppni virðist velferð hestanna ekki hafa skipt eins miklu máli og eðlilegt væri. Jafnframt er áríðandi að fjölmiðlafólk kynni sér málin vel þegar dýr eiga í hlut. Jákvæð umfjöllun um viðburði sem eru andstæðir dýravelferð á aldrei við. Það er ljóst að keppni með fyrirkomulagi eins og stunduð er í Mongólíu yrði aldrei leyfð hér á landi, enda höfum við góða dýravelferðarlöggjöf.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun