HK-hjartað slær enn Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. desember 2014 08:00 Lárus Helgi Ólafsson situr svekktur eftir einn af fjórtán tapleikjum HK í Olís-deildinni í vetur. Vísir/Andri Marinó „Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“ Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira
„Það vill enginn vera í neðsta sæti – við ætluðum okkur auðvitað meira,“ segir Arnþór Þorsteinsson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar HK, í samtali við Fréttablaðið, en HK-ingar fara inn í vetrarfríið í botnsæti deildarinnar, átta stigum frá öruggu sæti þegar ellefu leikir eru eftir. HK-ingar eru ekki óvanir því að vera í botnsæti Olís-deildarinnar, en þar hefur liðið verið allt árið, jafnt á síðasta tímabili sem og nú. Árangur þess er með eindæmum lélegur, en það er aðeins búið að vinna tvo deildarleiki af 24 á árinu og innbyrða sjö stig af 48. „Markmiðið er og var að enda á meðal átta efstu liðanna og komast í úrslitakeppnina. Það er enn þá nóg eftir af deildinni,“ segir Arnþór.Enginn krísufundur HK tapaði síðustu tíu leikjum sínum í Olís-deildinni á síðasta tímabili sem fram fóru á almanaksárinu 2014 og enduðu langneðstir á tímabilinu. Þar sem fjölgað var í deildinni sluppu þeir með skrekkinn og fengu tækifæri til að halda áfram í deild þeirra bestu. Þeir voru stórhuga í sumar; réðu Bjarka Sigurðsson sem þjálfara og fengu til sín ágæta leikmenn á borð við Guðna Má Kristinsson, Þorgrím Smára Ólafsson og Lárus Helga Ólafsson. Það hefur þó ekki dugað til. „Það er enginn að fara á taugum hjá HK. Það er enginn krísufundur í gangi eða neitt svoleiðis. En auðvitað vildum við meira og og við viljum meina að það búi meira í liðinu. Við munum vinna vel í ýmsum málum í fríinu,“ segir Arnþór, en á að bæta við leikmönnum áður en deildin hefst aftur eftir HM í Katar? „Það er lítið hægt að segja um það. Auðvitað skoðum við það ef eitthvað kemur upp, en það er ekkert á teikniborðinu að fara að hrúga inn leikmönnum. Við eigum leikmenn eins og Óðin Þór Ríkharðsson inni sem stóð sig gríðarlega vel áður en hann meiddist og svo kemur Atli Karl vonandi til baka úr náminu eftir áramót.“ Bjarki Sigurðsson hefur ekki náð mikið betri árangri en Samúel Ívar Árnason og Ágúst Þór Jóhannsson gerðu með HK-liðið á síðasta tímabili, en hann er öruggur í starfi um sinn. „Hans staða hefur ekkert verið rædd og það er enginn stjórnarfundur á döfinni fyrir áramót,“ segir Arnþór.Auðvitað ekki gaman Arnþór viðurkennir að það sé erfitt að horfa upp á liðið tapa hverjum leiknum á fætur öðrum, en segir engan bilbug á sér eða HK-ingum að finna. „Auðvitað er þetta ekkert gaman til lengdar. Það þarf engan rosalegan stærðfræðing til þess að sjá það. Hjartað er samt alveg nógu stórt til að ráða við þetta. HK-hjartað slær enn. Maður hefur gengið í gegnum rosalega góða tíma með liðinu. Maður þarf að fara í gegnum bæði sæta og súra tíma,“ segir hann. Arnþór telur HK-liðið nógu gott til að halda sér uppi fái það Atla Karl til baka og verði liðið tiltölulega meiðslafrítt á nýju ári. „Ég tel það, já. Ég vil meina að við séum með gott handboltalið. Við unnum Aftureldingu og höfum átt flotta leiki gegn toppliðunum. Það eru miklir hæfileikar í liðinu en það er eitthvað andlegt að trufla menn sem við þurfum að vinna í.“
Olís-deild karla Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Sjá meira