Hvað stendur eiginlega í skýrslunni umdeildu? Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2014 07:00 Michael Garcia vann ítarlega skýrslu þar sem ásakanir um spillingu innan FIFA voru rannsakaðar. Vísir/AFP Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins. FIFA Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira
Framkvæmdastjórn Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA samþykkti einróma í gær að birta rannsóknarskýrslu sem siðanefnd sambandsins lét vinna um umsóknarferlið fyrir úthlutun heimsmeistarakeppnirnar 2018 og 2022. Áður hafði aðeins útdráttur úr skýrslunni, sem bandaríski lögmaðurinn Michael Garcia vann, verið birtur. Garcia eyddi tveimur árum í rannsókn sína þar sem hann skoðaði allar níu umsóknir þeirra ellefu landa sem sóttu um að fá að halda HM í knattspyrnu. Garcia, sem hafði aldrei séð knattspyrnuleik áður en FIFA réð hann til verksins, ferðaðist um allan heiminn til að sanka að sér upplýsingum og vann 430 síðna skýrslu. Samstarfsmaður Garcia í siðanefnd FIFA, Þjóðverjinn Hans-Joachim Eckert, tók svo við skýrslunni og vann 42 síðna útdrátt sem birtist fyrr í mánuðinum. Garcia mótmælti birtingunni harðlega og sagði að í útdrættinum væru bæði rangfærslur og ófullnægjandi upplýsingar. Garcia sagði sig úr siðanefnd FIFA á miðvikudag vegna málsins en Sepp Blatter, forseti sambandsins, sagði að það hafi alltaf verið vilji þess að allur sannleikurinn kæmi fram. „Það er ástæðan fyrir því að sjálfstæðri siðanefnd var komið á fót. Hún hefur sinn eigin rannsóknararm til að geta framkvæmt allar þær athuganir sem henni sýnist,“ sagði Blatter eftir fund framkvæmdastjórnarinnar í Marrakesh í Marokkó í gær. Rússlandi var úthlutað keppninni árið 2018 og Katar árið 2022. FIFA segir að skýrslan breyti engu um það – keppnirnar verði haldnar í þessum löndum eins og ákveðið var á sínum tíma. Málinu er þó langt í frá lokið. Rannsókn á fimm mismunandi aðilum, þar af einstaklingum sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, er enn ekki lokið og þangað til verður ekki hægt að birta skýrsluna umræddu í heild sinni. Þá hefur ágreiningur Garcia við samstarfsfélaga í siðanefndinni og forráðamenn FIFA ýtt enn undir ásakanir um spillingu og ógagnsæi í efstu þrepum sambandsins.
FIFA Fótbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið heldur áfram í Garðabæ Sport Fleiri fréttir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Sjá meira