Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 22. desember 2014 07:00 Maðurinn lenti á halastjörnu í nóvember sem var flóknasta geimævintýri mannkyns. Nú er vitað að flókin lífræn efni er að finna á halastjörnum ásamt vatni í föstu formi. Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu.Óríon NASA skaut nýju faratæki út í geim, í fyrsta skipti í 33 ár. Tilraunaflug Óríon er neistinn sem mun vekja geimferðaáætlun Bandaríkjanna úr dvala. Óríón náði 5.790 km hæð og fór tvívegis um Jörðina. Hylkið braut sér leið í gegnum loftjúpinn á 32 þúsund km/h og allt fór vel. Óríon er lykillinn að mönnuðum ferðum til Mars.Baráttan við loftslagsbreytingar Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar rak endahnút á yfirlit sitt á stöðu loftslagsbreytinga. Niðurstaðan: Við berum sökina og vandamálið er að versna. Samningur Bandaríkjanna og Kína um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er umhverfisfrétt ársins þar sem löndin skuldbinda sig til draga úr losun um tugi prósenta á næstu 30 árum.Vatn á Enceladus Vísindamenn tilkynntu að vatn í vökvaformi væri að finna undir íshellunni á tunglinu Enceladus sem er á braut um Satúrnus. Með uppgötvun yfir eitt þúsund fjarreikistjarna í hundruð ljósára fjarlægð verða líkurnar á að líf leynist víðar sífellt betri. Uppgötvunin á Enceladus gæti þýtt að við þurfum ekki að ferðast órafjarlægðir til að finna nágranna okkar, mögulega eru þeir í bakgarði okkar.Holuhraun Eldgosið í Holuhrauni er einstakt á heimsvísu. Svo mikið af hrauni hefur ekki komið upp í 230 ár og gosið er í raun það stærsta sem sést hefur síðan á 18. öld. Eldfjallafræðingar segja að eldvirknin við eldfjallið sé óþekkt í vísindasögunni og það mun taka næstu ár að vinna úr þeim gögnum sem vísindamenn hafa safnað.Risinn DreadnoughtusVísindamenn í Argentínu fundu steingerðar leifar risaeðlu sem er talin vera stærsta landdýr jarðar. Risaeðlan var nefnd Dreadnoughtus. Hún var 65 tonn (12 afríkufílar) og 26 metrar að lengd. Dreadnoughtus var uppi fyrir 77 milljónum ára, át gras og óttaðist ekkert. Geimkúrekar í vandræðum Einkaaðilar í geimgeiranum áttu erfitt ár. Mannlaus eldflaug Orbital Sciences sprakk í loft upp stuttu eftir flugtak og í október lést flugmaður Virgin Galactic þegar tilraunaferja fyrirtækisins hrapaði í flugi yfir Mojawe eyðimörkinni. Þetta er fyrirsjáanlegur fórnarkostnaður geimkönnunar. Vonandi verða fjárfestar skilningsríkari en eldflaugafræðin.Metan og vatn á Mars Könnunarfarið Curiosty sem nú rúntar um á Mars fann ævafornt vatn í berglögum rauðu plánetunnar ásamt metani og flóknum lífrænum sameindum. Þar með hefur verið staðfest að Mars hefur að geyma þrjár forsendur lífs: orkugjafa, vatn og lífræn efni. Áfram Curiosity!Ebóla Ónæmiskerfi mannsins á ekki roð í ebólu. Faraldurinn hefur kostað tæplega 7 þúsund manns lífið. Veirufræðingar hafa lagt allt kapp á þróa bóluefni. Við höfum svipt hulunni af stórkostlegum líffræðilegum eiginleikum veirunnar. Núna getum við loks boðið smituðum upp á sérsniðna meðferð, hingað til höfum við í raun ekki getað boðið upp á annað en sýklalyfjakokteil.Óðaþensla Miklahvells, eða hvað? Þetta átti að vera merkilegasta uppgötvun vísindasögunnar. Vísindamenn að störfum á Suðurpólnum tilkynntu kaldir að þyngdarbylgjur sem mynduðust örfáum sekúndubrotum eftir Miklahvells hefðu loks fundist. Óðaþensluskeiðið var staðreynd — þangað til að vísindamenn fóru að rýna í gögnin. Eitthvað vantaði og við höfum ekki enn fengið botn í málið. Hin vísindalega aðferð að verki. Við lentum á halastjörnu! Stefnumóti Rosetta-geimfarsins og halastjörnunnar 67P hafði verið beðið í nokkra áratugi. Í nóvember rann stóra stundin upp þegar könnunarfarið Philae sagði skilið við Rosetta og lenti á yfirborði halastjörnunnar eftir 6.4 milljarða kílómetra ferðalag. Verkefnið er flóknasta geimævintýri mannkyns. Philae, sem nú sefur værum blundi á 67P, náði að senda gögn til jarðar. Núna vitum við að flókin lífræn efni er að finna á halastjörnum ásamt vatni í föstu formi. Hver veit nema halastjörnur hafi sáð fræjum lífs hér á Jörðinni. Fréttir ársins 2014 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu.Óríon NASA skaut nýju faratæki út í geim, í fyrsta skipti í 33 ár. Tilraunaflug Óríon er neistinn sem mun vekja geimferðaáætlun Bandaríkjanna úr dvala. Óríón náði 5.790 km hæð og fór tvívegis um Jörðina. Hylkið braut sér leið í gegnum loftjúpinn á 32 þúsund km/h og allt fór vel. Óríon er lykillinn að mönnuðum ferðum til Mars.Baráttan við loftslagsbreytingar Milliríkjanefnd SÞ um loftslagsbreytingar rak endahnút á yfirlit sitt á stöðu loftslagsbreytinga. Niðurstaðan: Við berum sökina og vandamálið er að versna. Samningur Bandaríkjanna og Kína um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda er umhverfisfrétt ársins þar sem löndin skuldbinda sig til draga úr losun um tugi prósenta á næstu 30 árum.Vatn á Enceladus Vísindamenn tilkynntu að vatn í vökvaformi væri að finna undir íshellunni á tunglinu Enceladus sem er á braut um Satúrnus. Með uppgötvun yfir eitt þúsund fjarreikistjarna í hundruð ljósára fjarlægð verða líkurnar á að líf leynist víðar sífellt betri. Uppgötvunin á Enceladus gæti þýtt að við þurfum ekki að ferðast órafjarlægðir til að finna nágranna okkar, mögulega eru þeir í bakgarði okkar.Holuhraun Eldgosið í Holuhrauni er einstakt á heimsvísu. Svo mikið af hrauni hefur ekki komið upp í 230 ár og gosið er í raun það stærsta sem sést hefur síðan á 18. öld. Eldfjallafræðingar segja að eldvirknin við eldfjallið sé óþekkt í vísindasögunni og það mun taka næstu ár að vinna úr þeim gögnum sem vísindamenn hafa safnað.Risinn DreadnoughtusVísindamenn í Argentínu fundu steingerðar leifar risaeðlu sem er talin vera stærsta landdýr jarðar. Risaeðlan var nefnd Dreadnoughtus. Hún var 65 tonn (12 afríkufílar) og 26 metrar að lengd. Dreadnoughtus var uppi fyrir 77 milljónum ára, át gras og óttaðist ekkert. Geimkúrekar í vandræðum Einkaaðilar í geimgeiranum áttu erfitt ár. Mannlaus eldflaug Orbital Sciences sprakk í loft upp stuttu eftir flugtak og í október lést flugmaður Virgin Galactic þegar tilraunaferja fyrirtækisins hrapaði í flugi yfir Mojawe eyðimörkinni. Þetta er fyrirsjáanlegur fórnarkostnaður geimkönnunar. Vonandi verða fjárfestar skilningsríkari en eldflaugafræðin.Metan og vatn á Mars Könnunarfarið Curiosty sem nú rúntar um á Mars fann ævafornt vatn í berglögum rauðu plánetunnar ásamt metani og flóknum lífrænum sameindum. Þar með hefur verið staðfest að Mars hefur að geyma þrjár forsendur lífs: orkugjafa, vatn og lífræn efni. Áfram Curiosity!Ebóla Ónæmiskerfi mannsins á ekki roð í ebólu. Faraldurinn hefur kostað tæplega 7 þúsund manns lífið. Veirufræðingar hafa lagt allt kapp á þróa bóluefni. Við höfum svipt hulunni af stórkostlegum líffræðilegum eiginleikum veirunnar. Núna getum við loks boðið smituðum upp á sérsniðna meðferð, hingað til höfum við í raun ekki getað boðið upp á annað en sýklalyfjakokteil.Óðaþensla Miklahvells, eða hvað? Þetta átti að vera merkilegasta uppgötvun vísindasögunnar. Vísindamenn að störfum á Suðurpólnum tilkynntu kaldir að þyngdarbylgjur sem mynduðust örfáum sekúndubrotum eftir Miklahvells hefðu loks fundist. Óðaþensluskeiðið var staðreynd — þangað til að vísindamenn fóru að rýna í gögnin. Eitthvað vantaði og við höfum ekki enn fengið botn í málið. Hin vísindalega aðferð að verki. Við lentum á halastjörnu! Stefnumóti Rosetta-geimfarsins og halastjörnunnar 67P hafði verið beðið í nokkra áratugi. Í nóvember rann stóra stundin upp þegar könnunarfarið Philae sagði skilið við Rosetta og lenti á yfirborði halastjörnunnar eftir 6.4 milljarða kílómetra ferðalag. Verkefnið er flóknasta geimævintýri mannkyns. Philae, sem nú sefur værum blundi á 67P, náði að senda gögn til jarðar. Núna vitum við að flókin lífræn efni er að finna á halastjörnum ásamt vatni í föstu formi. Hver veit nema halastjörnur hafi sáð fræjum lífs hér á Jörðinni.
Fréttir ársins 2014 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent