Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Litháen 27-15 | Öruggt gegn Litháen Ingvi Þór Sæmundsson í Strandgötu skrifar 9. janúar 2015 14:32 Stjörnumaðurinn Egill Magnússon. Vísir/Valli Lið Íslands skipað leikmönnum undir 21 árs átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Litháen að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2015. Lokatölur urðu 27-15, en eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir Íslands miklir. Íslensku strákanna bíður hins vegar mun erfiðara verkefni á morgun þegar þeir mæta Noregi í öðrum leik sínum. Síðasti leikur íslenska liðsins er svo gegn því eistneska á sunnudaginn. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Strandgötu, en efsta sætið í riðlinum gefur þátttökurétt í lokakeppninni í Brasilíu. Litháar héldu í við íslenska liðið framan leik og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 5-4, Íslandi í vil. En þá skildu leiðir. Íslenska vörnin skellti í lás og fyrir aftan hana var Ágúst Elí Björgvinsson vel með á nótunum, en hann varði alls 19 skot í leiknum. Litháar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 15-5, Íslandi í vil. Sturla Magnússon fór á kostum á línunni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik, mörg hver eftir gullsendingar frá Ómari Inga Magnússyni, félaga hans í Val. Íslensku strákarnir slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik, en það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson, þjálfarar liðsins, dreifðu álaginu vel, enda stutt á milli leikja um helgina. Ísland vann að lokum tólf marka sigur, 27-15, og byrjar undankeppnina vel. Það eina sem skyggði á sigurinn var að hornamaðurinn Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleikinn og verður því í banni gegn Noregi á morgun.Gunnar: Vont að missa Gunnar í bann Gunnar Magnússon, annar þjálfara íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta, var hæstánægður með sigurinn á Litháen í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Brasilíu í sumar. "Þetta var draumabyrjun á þessari helgi. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það er gott að byrja á sigri. Við mættum sterkir til leiks og varnarleikurinn var frábær sem og markverðirnir. "Við vissum fyrirfram að þetta væri veikasta liðið í riðlinum og vissum ekki mikið um það, en það var mikilvægt að vinna og ná skrekknum úr mönnum," sagði Gunnar en hann og Reynir Þór Reynisson voru duglegir að rúlla liðinu í dag. "Þetta er löng helgi og það var mikilvægt að ná að dreifa álaginu og koma sem flestum inn í þetta," sagði Gunnar, en skyttan öfluga, Egill Magnússon, var hvíldur í dag vegna meiðsla í læri. Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Norðmönnum. Gunnar segir að fjarvera nafna síns, Malmquist Þórssonar, setji strik í reikninginn en hann fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleik í dag. "Norska liðið er mjög sterkt, en við höfum miklar upplýsingar um það og spiluðum við það í sumar. "Við komum virkilega vel undirbúnir til leiks á morgun, en það setur strik í reikninginn að Gunnar fékk leikbann. "Við ætluðum að nýta hans styrkleika varnarlega í leiknum á morgun, því Norðmenn eru með gríðarlega sterka örvhenta skyttu. Við þurfum því að breyta leikplaninu aðeins," sagði Gunnar að lokum.Sturla: Höfum gert þetta nokkrum sinnum í Valsheimilinu Sturla Magnússon átti flottan leik á línunni þegar Ísland lagði Litháen örugglega að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í dag. Hann kvaðst sáttur með sigurinn og sína frammistöðu. "Þetta var góð byrjun. Baráttan var góð og liðsheildin sigldi þessu heim. "Þetta var fyrsti U-21 árs landsleikurinn minn og það var fínt að byrja af svona krafti," sagði Sturla sem var ánægður með félaga sinn, Ómar Inga Magnússon, sem var duglegur að finna hann á línunni í fyrri hálfleik. "Við höfum gert þetta nokkrum sinnum niðri í Valsheimili og í leikjum með öðrum flokki. Það er alltaf gaman þegar það opnast fyrir mann," sagði Sturla sem bjartsýnn fyrir leikinn gegn Noregi á morgun. "Við erum allir að vinna saman og það er fyrir öllu. En nú þurfum við að hætta að hugsa um þennan leik og koma okkur niður á jörðina fyrir Noregsleikinn." Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Lið Íslands skipað leikmönnum undir 21 árs átti ekki í miklum vandræðum með að leggja Litháen að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í Brasilíu 2015. Lokatölur urðu 27-15, en eins og tölurnar bera með sér voru yfirburðir Íslands miklir. Íslensku strákanna bíður hins vegar mun erfiðara verkefni á morgun þegar þeir mæta Noregi í öðrum leik sínum. Síðasti leikur íslenska liðsins er svo gegn því eistneska á sunnudaginn. Allir leikirnir fara fram í íþróttahúsinu í Strandgötu, en efsta sætið í riðlinum gefur þátttökurétt í lokakeppninni í Brasilíu. Litháar héldu í við íslenska liðið framan leik og þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 5-4, Íslandi í vil. En þá skildu leiðir. Íslenska vörnin skellti í lás og fyrir aftan hana var Ágúst Elí Björgvinsson vel með á nótunum, en hann varði alls 19 skot í leiknum. Litháar skoruðu aðeins eitt mark á síðustu 15 mínútum fyrri hálfleiks og þegar liðin gengu til búningsherbergja var staðan 15-5, Íslandi í vil. Sturla Magnússon fór á kostum á línunni og skoraði sjö mörk í fyrri hálfleik, mörg hver eftir gullsendingar frá Ómari Inga Magnússyni, félaga hans í Val. Íslensku strákarnir slökuðu aðeins á klónni í seinni hálfleik, en það var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Gunnar Magnússon og Reynir Þór Reynisson, þjálfarar liðsins, dreifðu álaginu vel, enda stutt á milli leikja um helgina. Ísland vann að lokum tólf marka sigur, 27-15, og byrjar undankeppnina vel. Það eina sem skyggði á sigurinn var að hornamaðurinn Gunnar Malmquist Þórsson fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleikinn og verður því í banni gegn Noregi á morgun.Gunnar: Vont að missa Gunnar í bann Gunnar Magnússon, annar þjálfara íslenska U-21 árs landsliðsins í handbolta, var hæstánægður með sigurinn á Litháen í fyrsta leik undankeppni HM sem fer fram í Brasilíu í sumar. "Þetta var draumabyrjun á þessari helgi. Fyrri hálfleikurinn var frábær og það er gott að byrja á sigri. Við mættum sterkir til leiks og varnarleikurinn var frábær sem og markverðirnir. "Við vissum fyrirfram að þetta væri veikasta liðið í riðlinum og vissum ekki mikið um það, en það var mikilvægt að vinna og ná skrekknum úr mönnum," sagði Gunnar en hann og Reynir Þór Reynisson voru duglegir að rúlla liðinu í dag. "Þetta er löng helgi og það var mikilvægt að ná að dreifa álaginu og koma sem flestum inn í þetta," sagði Gunnar, en skyttan öfluga, Egill Magnússon, var hvíldur í dag vegna meiðsla í læri. Ísland á erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Norðmönnum. Gunnar segir að fjarvera nafna síns, Malmquist Þórssonar, setji strik í reikninginn en hann fékk að líta rauða spjaldið um miðjan seinni hálfleik í dag. "Norska liðið er mjög sterkt, en við höfum miklar upplýsingar um það og spiluðum við það í sumar. "Við komum virkilega vel undirbúnir til leiks á morgun, en það setur strik í reikninginn að Gunnar fékk leikbann. "Við ætluðum að nýta hans styrkleika varnarlega í leiknum á morgun, því Norðmenn eru með gríðarlega sterka örvhenta skyttu. Við þurfum því að breyta leikplaninu aðeins," sagði Gunnar að lokum.Sturla: Höfum gert þetta nokkrum sinnum í Valsheimilinu Sturla Magnússon átti flottan leik á línunni þegar Ísland lagði Litháen örugglega að velli í fyrsta leik sínum í undankeppni HM í dag. Hann kvaðst sáttur með sigurinn og sína frammistöðu. "Þetta var góð byrjun. Baráttan var góð og liðsheildin sigldi þessu heim. "Þetta var fyrsti U-21 árs landsleikurinn minn og það var fínt að byrja af svona krafti," sagði Sturla sem var ánægður með félaga sinn, Ómar Inga Magnússon, sem var duglegur að finna hann á línunni í fyrri hálfleik. "Við höfum gert þetta nokkrum sinnum niðri í Valsheimili og í leikjum með öðrum flokki. Það er alltaf gaman þegar það opnast fyrir mann," sagði Sturla sem bjartsýnn fyrir leikinn gegn Noregi á morgun. "Við erum allir að vinna saman og það er fyrir öllu. En nú þurfum við að hætta að hugsa um þennan leik og koma okkur niður á jörðina fyrir Noregsleikinn."
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti