Snorri Steinn: Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2015 15:30 Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Valli Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson er mikill Valsmaður og hann sýndi það í verki þegar hann kom og stýrði æfingu hjá 4. flokki Valsmanna á dögunum. Þorgeir Símonarson tók upp æfinguna, bjó til myndband og setti inn á Youtube. Snorri Steinn er á fullu að undirbúa sig fyrir HM í Katar sem hefst seinna í þessum mánuði en Snorri er nú á sínu fyrsta tímabili með franska liðinu Sélestat AHB. Valsmenn eru örugglega mjög ánægðir að heyra Snorri Stein segja eitt á æfingunni. „Þegar ég kem heim og þjálfa ykkur í meistaraflokki," sagði Snorri Steinn við strákana þegar hann var að ræða við þá um að losa boltann rétt niður í hornið. Snorri Steinn er einn af þessum leikmönnum sem menn sjá fyrir sér í þjálfun í framtíðinni og það gæti farið að styttast í það enda kappinn að verða 34 ára seinna á þessu ári. „Strákar þetta var glæsilegt og ég hafði mjög gaman af þessu. Það er laukrétt sem Kári og fleiri segja að þið séuð mjög efnilegir. Það er tvennt ólíkt að vera efnilegur og vera góður. Ég vona að flestir ykkar ætlið ykkur að vera landsliðsmenn og atvinnumenn. Ég var sjálfur í svona hóp eins og þið því við unnum allt og vorum rosalega góðir," sagði Snorri Steinn meðal annars þegar hann talaði við strákana eftir æfinguna. Þar bætti hann við: „Það eru örugglega mjög margir hérna sem eiga eftir að spila með meistaraflokki Vals í handbolta og ég hef engar áhyggjur af því. Þegar ég verð þjálfari og við vinnum þetta allt. Það eru örugglega fáir sem eiga eftir að spila landsleiki og það eru enn færri, færri en ykkur grunar, sem eiga að fara alla leið og spila tvö til þrjú hundruð landsleiki og vera atvinnumenn í tíu ár. Það eru samt mjög margir hérna sem geta það en til þess þarf maður að leggja virkilega mikið á sig," sagði Snorri Steinn. Það er hægt að sjá Snorra Stein á æfingunni og heyra alla ræðuna hans með því að smella hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Mest lesið Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Þetta er ekki flókið“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Fótbolti Börsungar sluppu fyrir horn Fótbolti Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Körfubolti „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Sjá meira