McGregor: Stökk yfir búrið til að drepa litla Brassann | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. janúar 2015 22:15 Conor stekkur yfir búrið. vísir/getty Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan. MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Conor McGregor heldur áfram leið sinni að heimsmeistaratitlinum í fjaðurvigt, en hann barði Dennis Siver sundur saman í bardaga þeirra í Boston í gærnótt. Það voru 13.828 sem sáu bardagann með eigin augum í TD Garden í Boston og halaði UFC-sambandið inn 1,3 milljónum dala í aðgangseyri. Uppselt var á bardagakvöldið. „Við höfum aldrei selt fleiri miða á UFC-viðburð hér í Boston heldur en núna. Tólf prósent seldra miða voru keyptir í Írlandi. Þetta stóðst mínar væntingar,“ sagði Dana White, forseti UFC, á blaðamannafundi í gærkvöldi sem má sjá hér að neðan. Conor McGregor mætti aðeins of seint á fundinn en fór á kostum eins og svo oft áður þegar einhver réttir honum hljóðnema. „Mér fannst þetta fara eins og ég lagði upp með. Ég ætlaði að klára hann á tveimur mínútum en síðan vildi ég bara njóta. Það var uppselt hérna og metaðsókn þrátt fyrir að það væri verið að spila í ameríska fótboltanum,“ sagði Írinn á blaðamannafundinum og sötraði rándýrt víski. „Það er hefð fyrir því að ég afhöfði menn og færi herra White það eftir bardagann. Eftir það ræðum við viðskipti og nú stefnum við á Vegas þar sem ég mun afhausa annan mann.“Bardaganum lokið.vísir/getty„Nú er ég búinn að rota þrjá menn í röð eftir að hafa glímt við erfiðustu meiðslin á mínum ferli. Menn halda að ég sé bara kjafturinn og svo eru nýliðar að búa til einhver heimskuleg myndbönd um mig. Jose Aldo er næsti maður sem fær að finna fyrir mér.“ „Fyrir mér er þetta ekkert grínt. Ég sagðist ætla að drepa alla og þurrka út deildina og nú er bara einn maður eftir,“ sagði McGregor.Héldu kannski að ég væri rómantískur Eini maðurinn sem er eftir er heimsmeistarin Jose Aldo frá Brasilíu, en hann var mættur á bardagann í gær. Eftir að MGregor var búinn að ganga frá Siver stökk Írinn yfir búrið og gerði sig líklegan til að keyra í Aldo. „Ég sá bara mjóa brasilíska hausinn á honum. Þeir héldu að ég væri að fara faðma kærustuna mína. Ég veit ekki hvort þeir hafi haldið að ég væri svona rómantískur - ég var bara að fara að drepa þennan litla Brasilíumann,“ sagði Conor McGregor. Bardagann í lýsingu Péturs Marinó Jónssonar og Gunnars Nelson má sjá hér að neðan.
MMA Tengdar fréttir Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45 Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30 Mest lesið Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Fótbolti Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Fótbolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Durant vill ekki fara til Golden State Körfubolti Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Golf Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Durant vill ekki fara til Golden State Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Brady fær ekki að mæta á æfingar hjá Chiefs og Eagles Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Arteta vonsvikinn „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sonur Jordans handtekinn með kókaín Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Conor McGregor fór á kostum í nótt og Gunnar Nelson lýsti | Myndband Íslandsvinurinn Conor McGregor vann afar sannfærandi sigur á Dennis Siver í UFC-bardaga í Boston í nótt en bardaginn var að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. 19. janúar 2015 13:45
Conor McGregor kláraði Siver í annarri lotu - baðst síðan afsökunar Írinn og Íslandsvinurinn Conor McGregor hélt sigurgöngu sinni áfram á UFC-bardagakvöldinu í TD Garden í Boston í nótt en Írinn litríki átti ekki í miklum vandræðum með Dennis Siver. 19. janúar 2015 08:30