Patriots og Seahawks mætast í Super Bowl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2015 09:00 Þessir leikmenn New England Patriots voru sáttir í leikslok. Vísir/AP New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi. NFL Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Sjá meira
New England Patriots og Seattle Seahawks komust í nótt í úrslitaleik ameríska fótboltans og mætast því í Super Bowl eftir tæpar tvær vikur. Þau komust þó á mjög ólíkan hátt í gegnum mótherja sína. Á meðan New England Patriots vann yfirburðarsigur á Indianapolis Colts 45-7 þá þurftu meistararnir frá síðasta tímabili, Seattle Seahawks, hálfgert kraftaverk til þess að sigrast á Green Bay Packers en sá leikur endaði með 28-22 sigri Seahawks-liðsins eftir framlengingu.Green Bay Packers var 16-0 yfir í hálfleik þar sem sóknarleikur Seattle Seahawks var í molum og leikstjórnandinn Russell Wilson hafði kastað boltanum þrisvar sinnum frá sér. Staðan var síðan nánast vonlaus þegar Wilson kastaði boltanum frá sér í fjórða sinn og Packers-liðið var 19-7 þegar aðeins fimm mínútur voru eftir. Russell Wilson og Marshawn Lynch skoruðu hinsvegar báðir snertimörk og komu Seattle Seahawks yfir í 22-19 eftir að Brandon Bostick, leikmanni Green Bay Packers, hafði mistekist að grípa tiltölulega einfaldan bolta sem hefði nánast fært hans mönnum sigurinn. Packers-menn náðu hinsvegar að jafna og tryggja sér framlengingu með því að skora vallarmark. Fyrsta sókn Seattle Seahawks í framlengingunni var hinsvegar sannkallað augnakonfekt þar sem Russell Wilson átti tvær frábærar sendingar fram völlinn, þá fyrri upp á 35 jarda á Doug Baldwin og þá síðari upp á 35 jarda á Jermaine Kearse sem skoraði snertimark og tryggði Seattle Seahawks ótrúlegan sigur og sæti í Super Bowl leiknum annað árið í röð.New England Patriots komst í 14-0, var "bara" 17-7 yfir í hálfleik en keyrði yfir Indianapolis Colts liðið í þriðja leikhlutanum sem Patriots vann 21-0. Eftir það var aldrei spurning um hvernig leikurinn færi. LeGarrette Blount, hlaupari New England Patriots, var aðalstjarna kvöldsins en hann skoraði þrjú snertimörk og hljóp alls 148 jarda. New England Patriots skoraði þrjú snertimörk eftir sendingar frá Tom Brady. Bill Belichick, þjálfari New England Patriots, og leikstjórnandi liðsins, Tom Brady, voru þarna að komast í sjötta sinn í Super Bowl en enginn NFL-þjálfari hefur nú unnið fleiri leiki í úrslitakeppni en Belichick og enginn leikstjórnandi í NFL-sögunni hefur komist oftar í Super Bowl en Brady. Super Bowl leikurinn fer fram í Glendale í Arizona 1. febrúar næstkomandi.
NFL Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Íslenski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Í beinni: Breiðablik - Afturelding | Besta deildin hefst Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Í beinni: Milan - Fiorentina | Geta blandað sér í Meistaradeildarbaráttu Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Verstappen á ráspólnum í Japan Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Sjá meira