Á Siver möguleika gegn McGregor? Pétur Marinó Jónsson skrifar 18. janúar 2015 16:00 Conor McGregor á opinni æfingu í vikunni. Vísir/Getty Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. Dennis Siver er 36 ára Þjóðverji og á 18 bardaga að baki í UFC. Þessi reynslumikli bardagamaður hefur þó aldrei komist nálægt titilbardaga en er ágætlega virtur. Hann er þekktur fyrir góð spörk enda með bakgrunn úr tækvondó. Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við kappann enda barðist hann við Árna Ísaksson árið 2006. Árni fór með sigur af hólmi en bardagann má sjá á vef MMA Frétta hér. Flestir eru á því að Siver eigi ekki mikla möguleika á sigri gegn McGregor og má segja að verið sé að leiða lamb til slátrunar. John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor, telur að þessi bardagi eigi að sýna getu McGregor - nokkurs konar „showcase“ bardagi fyrir McGregor. Ef litið er á stíl beggja bardagamanna verður þetta erfitt fyrir Siver. Þjóðverjinn er fyrst og fremst sparkboxari en þar er McGregor mun betri (að minnsta kosti á pappírum). McGregor er hærri og með tíu cm lengri faðm svo Siver þarf að komast inn fyrir faðm McGregor til að koma höggum á hann. Það gæti verið þrautinni þyngri þar sem McGregor er sneggri og auk þess mjög hreyfanlegur. Siver gæti brugðið á það ráð að fara undir högg McGregor þegar Írinn sækir fram og náð fellu. McGregor hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og Siver er ekki þekktur fyrir að vera með kraftmiklar og snöggar fellur. Þetta er möguleiki en gæti reynst erfitt. Conor McGregor hefur lofað því að klára Siver á fyrstu tveimur mínútum bardagans. Siver gæti nýtt sér ákefð McGregor í að klára bardagann fljótt gegn honum og reynt að koma með vel tímasett gagnhögg. Hafa verður í huga að Conor McGregor er nákvæmur sem skurðlæknir í sparkboxinu og er það hægara sagt en gert að beita gagnárásum gegn honum.Styrkleikar SiverGóð spörk og ágætlega höggþungur (5 sigrar eftir rothögg)Lunkinn í gólfinu og hefur klárað 9 bardaga eftir uppgjafartökReyndur (18 bardagar í UFC)Líkamlega sterkurVeikleikar SiverHakan virðist vera að gefa sig með árunum (þolir færri högg en áður)Léleg vörn gegn uppgjafartökum (5 töp eftir uppgjafartök) Miðað við þetta - á Siver möguleika gegn McGregor? Það má segja að stærsti möguleiki Siver í bardaganum sé „heppnishögg“ sem rotar McGregor. Líkurnar á því eru ekki miklar en það getur allt gerst í MMA. Takist Siver að stöðva McGregor væru það gífurlega óvænt úrslit og kæmust ofarlega á lista yfir óvæntustu úrslit í sögu MMA (listann má sjá hér). Það verður erfitt að stöðva McGregor en ávinningurinn fyrir Siver verður gífurlegur takist honum ætlunarverk sitt.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. MMA Tengdar fréttir Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Í nótt mætir írska stórstjarnan Conor McGregor Þjóðverjanum Dennis Siver. UFC hefur eytt miklu púðri í að kynna bardagann án þess þó að minnast mikið á Dennis Siver. Dennis Siver er 36 ára Þjóðverji og á 18 bardaga að baki í UFC. Þessi reynslumikli bardagamaður hefur þó aldrei komist nálægt titilbardaga en er ágætlega virtur. Hann er þekktur fyrir góð spörk enda með bakgrunn úr tækvondó. Einhverjir Íslendingar ættu að kannast við kappann enda barðist hann við Árna Ísaksson árið 2006. Árni fór með sigur af hólmi en bardagann má sjá á vef MMA Frétta hér. Flestir eru á því að Siver eigi ekki mikla möguleika á sigri gegn McGregor og má segja að verið sé að leiða lamb til slátrunar. John Kavanagh, yfirþjálfari McGregor, telur að þessi bardagi eigi að sýna getu McGregor - nokkurs konar „showcase“ bardagi fyrir McGregor. Ef litið er á stíl beggja bardagamanna verður þetta erfitt fyrir Siver. Þjóðverjinn er fyrst og fremst sparkboxari en þar er McGregor mun betri (að minnsta kosti á pappírum). McGregor er hærri og með tíu cm lengri faðm svo Siver þarf að komast inn fyrir faðm McGregor til að koma höggum á hann. Það gæti verið þrautinni þyngri þar sem McGregor er sneggri og auk þess mjög hreyfanlegur. Siver gæti brugðið á það ráð að fara undir högg McGregor þegar Írinn sækir fram og náð fellu. McGregor hefur aldrei verið tekinn niður í UFC og Siver er ekki þekktur fyrir að vera með kraftmiklar og snöggar fellur. Þetta er möguleiki en gæti reynst erfitt. Conor McGregor hefur lofað því að klára Siver á fyrstu tveimur mínútum bardagans. Siver gæti nýtt sér ákefð McGregor í að klára bardagann fljótt gegn honum og reynt að koma með vel tímasett gagnhögg. Hafa verður í huga að Conor McGregor er nákvæmur sem skurðlæknir í sparkboxinu og er það hægara sagt en gert að beita gagnárásum gegn honum.Styrkleikar SiverGóð spörk og ágætlega höggþungur (5 sigrar eftir rothögg)Lunkinn í gólfinu og hefur klárað 9 bardaga eftir uppgjafartökReyndur (18 bardagar í UFC)Líkamlega sterkurVeikleikar SiverHakan virðist vera að gefa sig með árunum (þolir færri högg en áður)Léleg vörn gegn uppgjafartökum (5 töp eftir uppgjafartök) Miðað við þetta - á Siver möguleika gegn McGregor? Það má segja að stærsti möguleiki Siver í bardaganum sé „heppnishögg“ sem rotar McGregor. Líkurnar á því eru ekki miklar en það getur allt gerst í MMA. Takist Siver að stöðva McGregor væru það gífurlega óvænt úrslit og kæmust ofarlega á lista yfir óvæntustu úrslit í sögu MMA (listann má sjá hér). Það verður erfitt að stöðva McGregor en ávinningurinn fyrir Siver verður gífurlegur takist honum ætlunarverk sitt.Bardaginn fer fram aðfararnótt mánudags og hefst útsending klukkan þrjú um nóttina. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
MMA Tengdar fréttir Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30 Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30 McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45 Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30 McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Bakvið tjöldin með Conor og Siver Stórskemmtileg heimildarmynd um bardaga Conor McGregor og Dennis Siver. 14. janúar 2015 23:30
Conor fær að berjast við dvergvaxna sterahausinn Það var staðfest í dag hvar og hvenær Íslandsvinurinn Conor McGregor berst næst. 24. október 2014 23:30
McGregor fær að berjast við Aldo ef hann klárar Siver Uppgangur Írans Conor McGregor í UFC-heiminum hefur verið ótrúlegur og þessi skrautlegi Íslandsvinur er nú aðeins tveim skrefum frá heimsmeistaratign. 2. janúar 2015 22:45
Conor: Ég mun flengja Siver UFC kynnti í gær dagskrá sína fyrir 2015 og þarf ekki að koma á óvart að Írinn Conor McGregor hafi stolið senunni á viðburðinum. 18. nóvember 2014 15:30
McGregor vill ekki láta líkja sér við Muhammad Ali Það er farið að styttast í bardaga Conor McGregor og Dennis Siver og Írinn kjaftfori sýndi af sér sjaldséða auðmýkt á viðtali í gær. 14. janúar 2015 12:00
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti