Fótbolti

NBA-eiganda tókst ekki að kaupa Rangers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Robert Sarver á hliðarlínunni með Grant Hill, fyrrum leikmanni Phoenix Suns.
Robert Sarver á hliðarlínunni með Grant Hill, fyrrum leikmanni Phoenix Suns. Vísir/Getty
Robert Sarver, eigandi NBA-liðsins Phoenix Suns, hafði mikinn áhuga á því að kaupa skoska úrvalsdeildarliðið Rangers en þessi 53 ára gamli Bandaríkjamaður var greinilega ekki tilbúinn að borga nógu mikið.

Stjórn Rangers hefur nú hafnað tilboði númer tvö frá Sarver sem hefur átt Phoenix Suns síðan vorið 2004. Hann á einnig kvennalið Phoenix Mercury sem vann WNBA-deildina í ár.

Rangers hefur verið í fjárhagsvandræðum en stjórnin hafnaði seinna tilboði Robert Sarver á þeim forsendum að hún taldi það ólíklegt að meiri hluti hluthafa myndu samþykkja tilboðið.

Robert Sarver bauð nú 30 milljón dollara en hafði áður boðið 27,4 milljónir dollara. 30 milljónir dollara eru um 3,9 milljarðar íslenskra króna. Hann hefur nú gefið út að hann ætli ekki að gera frekari tilboð.

Rangers hefur orðið skoskur meistari 54 sinnum en félagið en í skosku b-deildinni í dag og er enn að koma til baka eftir gjaldþrot sem sendi liðið niður í neðstu deild skosku knattspyrnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×