Ásgeir á CNN: Gat ekki spilað skrafl eftir skotæfingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. janúar 2015 10:30 Ásgeir Sigurgeirsson ætlar sér á toppinn. vísir/getty „Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér. Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sjá meira
„Ég hef verið bestur á Íslandi í nokkur ár núna og ætla halda því þannig,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson, Ólympíufari í skotfimi, í viðtali í þættinum Human to Hero á CNN. Þátturinn tekur fyrir afrek íþróttamanna sem eiga að hvetja aðra til dáða, en Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum á síðasta ári. Ásgeir keppir í skotfimi með skammbyssu af 10 og 50 metra færi og fór á Ólympíuleikana í London árið 2012 og náði þar góðum árangri. „Ég byrjaði að skjóta þegar var 16 ára, en það má ekki taka þátt í neinum skotgreinum fyrr en þú ert orðinn 15 ára á Íslandi,“ segir Ásgeir í stiklu fyrir þáttinn sem sjá má á vef CNN. „Það er erfitt að lýsa barnæskunni. Hún var erfið. Frá því ég fæddist og þar til ég varð 15 eða 16 ára gamall var ég oft veikur,“ segir hann. Ásgeir segir íþróttina henta sér mjög vel þar sem hann er frekar inn í sér, en hún krefst mikillar einbeitingar. „Þetta er líkamlega erfitt en tekur þó meira á andlega. Maður þarf að vera rosalega einbeittur. Maður hugsar samt ekkert mikið um næsta skot - þetta er meiri tilfinning,“ segir Ásgeir. „Eftir eina æfinguna hitti ég reyndum að spila skrafl. Það var ómögulegt fyrir mig að reyna að spila því ég gat ekki einbeitt mér að stöfunum.“ Meðalaldur þeirra bestu í skotfiminni er 34-35 ár að sögn Ásgeirs, en sjálfur er hann 29 ára. Hann er því ekki enn búinn að toppa. „Ég ætla mér að verða einn af þeim bestu og ég veit að ég get það,“ segir Ásgeir Sigurgeirsson.Stikluna má sjá hér.
Íþróttir Tengdar fréttir Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15 Mest lesið Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni Körfubolti Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Íslenski boltinn „Bara pæling sem kom frá Caulker“ Fótbolti Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Vorum búnir að vera miklu betri“ Fótbolti Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fleiri fréttir Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Dagskráin í dag: Undanúrslit Suður-Ameríkukeppni kvenna Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Nýtt útlit hjá Guardiola Aflýstu æfingaferð eftir hræðilegar fréttir að heiman Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Grét þegar hann var kynntur hjá nýju félagi Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sjá meira
Helgi í viðtali við CNN: Ég vil verða maðurinn sem allir vilja vinna Heims- og Evrópumeistarinn Helgi Sveinsson var tekinn fyrir í þættinum Human to Hero á fréttastöðinni CNN. 3. desember 2014 18:15