Uwe Gensheimer var daufur í dálkinn eftir tapið gegn Katar. Hann var markahæstur í þýska liðinu, skoraði 5 mörk úr 7 tilraunum. Goran Stojanovic varði 2 vítaköst hans.
„Við fengum gott tækifæri til að komast í undanúrslit og afreka eitthvað mikið fyrir okkur og þýskan handbolta. Okkur tókst ekki að spila af sama krafti og í öðrum leikjum okkar í keppninni“.
Var þetta ykkar versti leikur í keppninni?
„Já ég held það. Við gerðum of mörg mistök í sókninni og klúðruðum góðum færum“.
Þeir léku fast í byrjun, var það eitthvað sem þið reiknuðuð með?
„Já við bjuggumst við því. Við héldum bara að okkur tækist að vinna betri lausnir gegn leik þeirra eins og við gerðum í öðrum leikjum í keppninni. Í dag gerðum við það ekki“.
Gensheimer: Klúðruðum góðu tækifæri
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Þýskaland - Katar 24-26 | Heimamenn í undanúrslit
Katar er komið í undanúrslit á HM á heimavelli eftir tveggja marka sigur, 26-24, á Þýskalandi í Lusail Sports Arena í dag.

Dagur: Vorum að elta allan leikinn
Dagur Sigurðsson, landsliðsþjálfari Þýskalands, var að vonum svekktur eftir tapið gegn Katar.