Ætla að geyma hamborgarann um ókomna tíð Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 25. janúar 2015 20:00 Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð. Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Síðasti McDonalds- hamborgarinn, sem seldur var hér á landi þegar veitingastaðurinn lagði upp laupana fyrir sex árum, er enn í ágætis ástandi, og eftir að hafa verið í geymslu í Þjóminjasafninu er hann nú til sýnis á gistiheimili í Reykjavík. Mbl greindi fyrst frá málinu. Bandaríska skyndibitakeðja McDonalds opnaði á Íslandi í september 1993. Húsið við Suðurlandsbraut 56 var byggt sérstaklega fyrir starfsemina sem vakti nokkuð mikla lukku hjá landanum, en Davíð Odsson, þáverandi forsætisráðherra opnaði staðinn með því að gæða sér á fyrsta Big Mac hamborgaranum sem gerður var hér á landi. Þegar mest var voru fjórir McDonalds hamborgarastaðir í Reykjavík. Í október 2009 tilkynnti rekstraraðili McDonalds á Íslandi að vegna falls krónunnar hefði verið ákveðið að hamborgarakeðjan myndi hætta rekstri á Íslandi. En saga McDonalds á Íslandi endar þó ekki þar, því maður að nafni Hjörtur Smárason keypti síðasta McDonalds-hamborgara Íslands þann þann 31. október 2009. Hann geymdi borgarann sjálfur til ársins 2012, en þá fór hann í vörslu Þjóðminjasafnsins. Að sögn sérfræðings hjá safninu var ári síðar tekin fagleg ákvörðun um að safnið gæti ekki geymt hamborgarann áfram, Meðal annars vegna bakteríuhættu og hversu erfitt er að varðveita matvæli til lengri tíma. Eftir að Þjóðminjasafnið hafnaði gripnum lánaði Hjörtur Bus Hostel í Skógarhlíð borgarann þar sem hann er nú til sýnis fyrir gesti og gangandi. Sex árum síðar er hann næstum eins og nýr og ekki enn farinn að skemmast, eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Framtíð borgarans er björt en til stendur að koma upp vefmyndavél þar sem fólk getur fylgst með honum eldast um ókomna tíð.
Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira