Dregið hefur úr virkni gossins á yfirborði Atli Ísleifsson skrifar 23. janúar 2015 12:51 Hraunið hefur þykknað mikið en dregið hefur úr virkni á yfirborði. Gosið hefur nú staðið í rúma fjóra mánuði. Vísir/Guðbergur Davíðsson Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Holuhrauni síðustu vikurnar. Hraunið hefur þykknað mikið en dregið hefur úr virkni á yfirborði. Þetta segir í fundargerð vísindamannaráðs almannavarna frá því í morgun. Í fundargerðinni segir að sig Bárðarbungu hafi mælt úr lofti á miðvikudag. „Rúmmál sigskálarinnar eru nú 1.7-1.8 km3 og samsvarar breytingin frá síðustu mælingu því að flæði kviku undan henni nemi um 60 m3 á sekúndu. Mesta sig er um 61 metrar. Jarðhitakatlar í Bárðarbungu hafa stækkað undanfarnar vikur. Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Undanfarnar vikur hefur hún þó verið nokkru minni en hún var fyrstu mánuði umbrotanna. Nú eru 15 dagar frá síðasta skjálfta yfir M5,0 og er það lengsta tímabil á milli skjálfta yfir M5,0 frá því umbrotin hófust í ágúst. Stærsti skjálftinn frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á þriðjudag mældist M4,7 í gær fimmtudag kl. 03:07. Átta aðrir skjálftar mældust á milli M4,0-4,7 á tímabilinu og 37 skjálftar á milli M3,0-4,0. Alls hafa mælst um 150 skjálftar frá því á þriðjudag. Í kvikuganginum hafa mælst rúmlega 65 skjálftar frá því á þriðjudag, sá stærsti M1,5 að stærð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni var við Tungnafellsjökul, Öskju og Herðubreið. GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægan samdrátt í átt að Bárðarbungu. Enn dregur þó úr hraða samdráttarins. Um 2200 µg/m3 SO2 mældust á fimmtudag í Reykjahlíð og á Mývatni. Mjög há gildi, um 84000 µg/m3, mældust við gosstöðvarnar í Holuhrauni á miðvikudag og eru þetta hæstu gildi SO2 sem mælst hafa við jörðu frá því umbrotin hófust.“Loftgæði: Í dag (föstudag) berst gasmengun einkum norðaustur og austur af gosstöðvunum. Á morgun (laugardag) má búast við gasmengun víða á norðaustanverðu landinu. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Leiðbeiningar: Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast. Tilmæli og leiðbeiningar má finna hjá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis, m.a. töflu um rétt viðbrögð. Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vef sínum eins og greint er frá hér að ofan og þær eru einnig lesnar með veðurfregnum í útvarpi. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum. Umhverfisstofnun hefur dreift handmælum víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar og niðurstöðurnar má sjá bæði á vef hennar og Veðurstofunnar. Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).“Gosið hefur staðið í fjóra mánuði Gosið hefur staðið í rúmlega fjóra mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos.Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.“ Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Sóttvarnarlækni og Umhverfisstofnun. Bárðarbunga Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Litlar breytingar hafa orðið á eldgosinu í Holuhrauni síðustu vikurnar. Hraunið hefur þykknað mikið en dregið hefur úr virkni á yfirborði. Þetta segir í fundargerð vísindamannaráðs almannavarna frá því í morgun. Í fundargerðinni segir að sig Bárðarbungu hafi mælt úr lofti á miðvikudag. „Rúmmál sigskálarinnar eru nú 1.7-1.8 km3 og samsvarar breytingin frá síðustu mælingu því að flæði kviku undan henni nemi um 60 m3 á sekúndu. Mesta sig er um 61 metrar. Jarðhitakatlar í Bárðarbungu hafa stækkað undanfarnar vikur. Mikil jarðskjálftavirkni er enn í Bárðarbungu. Undanfarnar vikur hefur hún þó verið nokkru minni en hún var fyrstu mánuði umbrotanna. Nú eru 15 dagar frá síðasta skjálfta yfir M5,0 og er það lengsta tímabil á milli skjálfta yfir M5,0 frá því umbrotin hófust í ágúst. Stærsti skjálftinn frá síðasta fundi Vísindamannaráðs á þriðjudag mældist M4,7 í gær fimmtudag kl. 03:07. Átta aðrir skjálftar mældust á milli M4,0-4,7 á tímabilinu og 37 skjálftar á milli M3,0-4,0. Alls hafa mælst um 150 skjálftar frá því á þriðjudag. Í kvikuganginum hafa mælst rúmlega 65 skjálftar frá því á þriðjudag, sá stærsti M1,5 að stærð. Mjög lítil jarðskjálftavirkni var við Tungnafellsjökul, Öskju og Herðubreið. GPS mælingar við norðurjaðar Vatnajökuls sýna áframhaldandi hægan samdrátt í átt að Bárðarbungu. Enn dregur þó úr hraða samdráttarins. Um 2200 µg/m3 SO2 mældust á fimmtudag í Reykjahlíð og á Mývatni. Mjög há gildi, um 84000 µg/m3, mældust við gosstöðvarnar í Holuhrauni á miðvikudag og eru þetta hæstu gildi SO2 sem mælst hafa við jörðu frá því umbrotin hófust.“Loftgæði: Í dag (föstudag) berst gasmengun einkum norðaustur og austur af gosstöðvunum. Á morgun (laugardag) má búast við gasmengun víða á norðaustanverðu landinu. Tvennskonar tveggja daga spár eru gerðar vegna mengunar frá eldgosinu. Annars vegar er um að ræða textaspá með kortum sem gerð eru af veðurfræðingi á vakt, sjá Gas spá. Hins vegar er hægt að skoða sjálfvirkt Gas líkan, en þetta er tilraunakeyrsla sem er í þróun og taka ber með fyrirvara. Veðurstofan og Umhverfisstofnun biður fólk að Skrá mengun, verði það hennar vart og þeim áhrifum sem það verður fyrir. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Þar eru einnig aðgengileg gögn frá handmælum sem eru víða um land.Leiðbeiningar: Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Fólk sem finnur fyrir óþægindum er hvatt til þess að hafa samband við sína heilsugæslustöð. Tafla um viðbrögð við loftmengun hefur verið birt á vef Umhverfisstofnunar www.ust.is. Hægt er að fylgjast með mælingum á loftgæðum á síðunni www.loftgaedi.is Veðurstofan birtir textaspár á vef sínum og viðvaranir eftir því sem aðstæður breytast. Tilmæli og leiðbeiningar má finna hjá Umhverfisstofnun og Embætti landlæknis, m.a. töflu um rétt viðbrögð. Veðurstofan birtir spár um útbreiðslu brennisteinstvíildis á vef sínum eins og greint er frá hér að ofan og þær eru einnig lesnar með veðurfregnum í útvarpi. Leitast er við að koma spánum til skila í sjónvarpsveðurfréttum. Umhverfisstofnun hefur dreift handmælum víða um land til að bæta upplýsingaöflun um dreifingu mengunarinnar og niðurstöðurnar má sjá bæði á vef hennar og Veðurstofunnar. Hægt er að senda inn fyrirspurnir og upplýsingar til Umhverfisstofnunar vegna loftmengunar á netfangið gos@ust.is Umhverfisstofnun óskar sérstaklega eftir upplýsingum frá fólki sem hefur orðið vart við mikla mengun; hvar það var statt, tímasetningu, lýsingu á gasmekki, eins og lit og skyggni, og lýsingu á áhrifum (sviði í augum o.s.frv.).“Gosið hefur staðið í fjóra mánuði Gosið hefur staðið í rúmlega fjóra mánuði, enn er mikið hraunflæði í Holuhrauni og sighraði öskju Bárðarbungu verulegur. Þrír möguleikar eru taldir líklegastir um framvinduna:Gosið í Holuhrauni heldur áfram þar til öskjusig í Bárðarbungu hættir. Gosið getur varað í marga mánuði enn.Gosvirkni færist til suðurs undir Dyngjujökul og veldur jökulhlaupum og gjóskufalli. Einnig er mögulegt að sprungur opnist annars staðar undir jöklinum. Ef slíkt gos yrði langvinnt gæti það breyst í hraungos.Gos í öskju Bárðarbungu. Slíkt gos gæti brætt mikinn ís og valdið verulegu jökulhlaupi. Öskufall gæti orðið nokkurt.Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Ekki er hægt að útiloka aðrar sviðsmyndir. Frá Veðurstofu Íslands: Litakóði fyrir flug er áfram appelsínugulur fyrir Bárðarbungu.“ Fundinn sátu: Vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnun Háskólans, ásamt fulltrúum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, Sóttvarnarlækni og Umhverfisstofnun.
Bárðarbunga Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira