Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2015 23:36 Össur Skarphéðinsson var hæstánægður með framgöngu okkar manna í kvöld. Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru okkar bestu menn að hans mati. Vísir/Eva Björk Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015
Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Heitustu naglatrendin fyrir haustið Lífið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Fleiri fréttir Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning