Novak Djokovic tryggði sér sætið í úrslitaleiknum með því að vinna Svisslendinginn Stan Wawrinka 7-6 (7-1) 3-6 6-4 4-6 og 6-0.
Leikurinn var mjög jafn en Djokovic nýtti sér vel mistök Wawrinka ekki síst í lokasettinu sem Serbinn vann 6-0.
Stan Wawrinka vann opna ástralska mótið í fyrra en hann sló þá Djokovic út í átta manna úrslitunum.
Novak Djokovic er þar með kominn í sinn fimmtánda úrslitaleik á risamóti en hann hefur unnið ástralska mótið fjórum sinnum, síðast árið 2013 eftir einmitt sigur á Andy Murray í úrslitaleik.
Andy Murray hefur unnið tvo úrslitaleiki á móti Djokovic eða á Wimbledon-mótinu 2013 og á opna bandaríska mótinu árið 2012.
