Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 16:47 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur hér við bikarnum. Vísir/Ernir Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti