Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Afturelding 25-23 | Eyjamenn áfram eftir spennuleik Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 8. febrúar 2015 14:43 Vísir/Valli Eyjamenn eru búnir að tryggja sér farseðilinn í Laugardalshöllina á „Final 4“ eins og það er kallað. Þeir unnu sigur á nýliðum Aftureldingar í ótrúlegum leik í Vestmannaeyjum. Eyjamenn mættu með alla leikmenn heila til leiks og ræstu út fulla stúku af Hvítu Riddurunum sem sáu til þess að allir í húsinu væru hluti af stemningunni. Það var allt annar bragur á Eyjamönnum í leiknum heldur en í síðustu leikjum. ÍBV gaf tóninn strax í byrjun og var ljóst að þeir ætluðu að ná fram hefndum eftir síðasta bikarleik liðanna þar sem að Afturelding fór með sigur úr býtum í tvíframlengdum leik. Hvorugt liðið ætlaði að lenda aftur úr og sást það vel á fyrsta fjórðungi leiksins, mikil stemning var í herbúðum beggja liða en ætluðu þau að sigra leikinn á góðri vörn og hraðaupphlaupum. Eyjamenn komust yfir í stöðuna 9-7 en þá kom frábær kafli hjá gestunum sem þeir unnu 3-0. Davíð Svansson, markvörður þeirra, skoraði þá mark en það er ekki oft sem að markmanni tekst að komast á blað í handboltaleik. Eyjamenn skoruðu þá fimm af næstu sjö mörkum og leiddu með fjórtán mörkum gegn tólf í hálfleik. Davíð Svansson spilaði fyrri hálfleikinn í marki gestanna en náði sér þó ekki vel á strik þrátt fyrir að hafa skorað mark. Eyjamenn náðu fljótt þriggja marka forystu í síðari hálfleik og hleyptu gestunum aldrei aftur inn í leikinn, en það næsta sem þeir komust var í stöðunni 20-19. Agnar Smári átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 9 mörk úr 17 skotum. Það var þó annar leikmaður sem bar af í heimaliðinu en Magnús Stefánsson skoraði sex mörk úr sex skotum og þar á meðal tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur voru því eins og áður segir 25-23 og virðast Eyjamenn því hafa fundið lausnir í sínum sóknarleik en þeir skoruðu einungis 17 mörk gegn vörn Hauka á fimmtudaginn. Afturelding sem komst alla leið í undanúrslit í fyrra er því úr leik.Einar Andri Einarsson: Fórum með of mörg dauðafæri „Þetta var svekkjandi, að ná ekki að klára þetta. Við lentum undir í lok fyrri hálfleiks og náðum aldrei að brúa bilið,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ósáttur eftir tap í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Eyjamenn áttu mjög góðan dag en allt gekk mun betur hjá þeim varnarlega og sóknarlega heldur en í síðasta leik. „Vestmannaeyingarnir spiluðu mjög vel og settu okkur í vandamál á köflum. Ég verð bara að óska þeim til hamingju.“ „Þegar upp er staðið þá fannst mér við fara með of mikið af sex metra færum. Það er kannski klisja að segja þetta en við fórum með of mörg dauðafæri úr horni og af línu. Það er ekkert svigrúm fyrir það í svona leik,“ sagði Einar Andri en horna- og línumenn hans skoruðu sjö mörk úr tólf skotum í dag. „Mér fannst við ekki ná að klára nógu margar tæklingar inni í miðjunni og fengum því of mikið af skotum yfir miðja vörnina hjá okkur, sem hefur verið okkar styrkur. Það er eitthvað sem við verðum að læra af og við munum gera það.“Gunnar Magnússon: Þetta er bara draumur „Þetta var frábær sigur og ég er virkilega ánægður með strákana í dag. Þetta er stór stund fyrir okkur og ÍBV að komast í höllina. Það eru 25 ár síðan ÍBV var síðast í úrslitaleiknum og nú förum við í undanúrslitaleik þar,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sem var augljóslega sáttur með leikinn í heild sinni. „Liðsheildin skóp sigurinn í dag, ótrúlegur karakter og ótrúleg liðsheild. Stemningin og heimavöllurinn hérna hjálpaði okkur mikið.“ „Strákarnir gáfu allt í þetta, síðustu tíu mínúturnar var það vörnin sem að lokaðist. Sindri, Maggi og allir hinir voru frábærir en liðsheildin var það sem skóp þetta, það skiluðu allir sínu,“ sagði Gunnar en hann var ánægður veð stuðninginn í dag. Eyjamenn töpuðu gegn Haukum þar sem liðið átti slakan leik fyrir stuttu en Gunnar segir að ekki hafi verið erfitt að mótivera menn fyrir þennan leik. „Það var ekki flókið að mótivera fyrir þennan leik. Okkur dreymir um þetta, strákunum er búið að dreyma um þetta lengi. ÍBV hefur ekki farið í höllina karlamegin síðan, þetta er bara draumur.“ „Við ætluðum okkur alltaf að fara alla leið,“ sagði Gunnar að lokum en Eyjamenn voru staðráðnir í það að hefna fyrir síðasta bikarleik gegn Aftureldingu í dag. Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Eyjamenn eru búnir að tryggja sér farseðilinn í Laugardalshöllina á „Final 4“ eins og það er kallað. Þeir unnu sigur á nýliðum Aftureldingar í ótrúlegum leik í Vestmannaeyjum. Eyjamenn mættu með alla leikmenn heila til leiks og ræstu út fulla stúku af Hvítu Riddurunum sem sáu til þess að allir í húsinu væru hluti af stemningunni. Það var allt annar bragur á Eyjamönnum í leiknum heldur en í síðustu leikjum. ÍBV gaf tóninn strax í byrjun og var ljóst að þeir ætluðu að ná fram hefndum eftir síðasta bikarleik liðanna þar sem að Afturelding fór með sigur úr býtum í tvíframlengdum leik. Hvorugt liðið ætlaði að lenda aftur úr og sást það vel á fyrsta fjórðungi leiksins, mikil stemning var í herbúðum beggja liða en ætluðu þau að sigra leikinn á góðri vörn og hraðaupphlaupum. Eyjamenn komust yfir í stöðuna 9-7 en þá kom frábær kafli hjá gestunum sem þeir unnu 3-0. Davíð Svansson, markvörður þeirra, skoraði þá mark en það er ekki oft sem að markmanni tekst að komast á blað í handboltaleik. Eyjamenn skoruðu þá fimm af næstu sjö mörkum og leiddu með fjórtán mörkum gegn tólf í hálfleik. Davíð Svansson spilaði fyrri hálfleikinn í marki gestanna en náði sér þó ekki vel á strik þrátt fyrir að hafa skorað mark. Eyjamenn náðu fljótt þriggja marka forystu í síðari hálfleik og hleyptu gestunum aldrei aftur inn í leikinn, en það næsta sem þeir komust var í stöðunni 20-19. Agnar Smári átti stórleik fyrir heimamenn og skoraði 9 mörk úr 17 skotum. Það var þó annar leikmaður sem bar af í heimaliðinu en Magnús Stefánsson skoraði sex mörk úr sex skotum og þar á meðal tvö síðustu mörk leiksins. Lokatölur voru því eins og áður segir 25-23 og virðast Eyjamenn því hafa fundið lausnir í sínum sóknarleik en þeir skoruðu einungis 17 mörk gegn vörn Hauka á fimmtudaginn. Afturelding sem komst alla leið í undanúrslit í fyrra er því úr leik.Einar Andri Einarsson: Fórum með of mörg dauðafæri „Þetta var svekkjandi, að ná ekki að klára þetta. Við lentum undir í lok fyrri hálfleiks og náðum aldrei að brúa bilið,“ sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, ósáttur eftir tap í 8-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins. Eyjamenn áttu mjög góðan dag en allt gekk mun betur hjá þeim varnarlega og sóknarlega heldur en í síðasta leik. „Vestmannaeyingarnir spiluðu mjög vel og settu okkur í vandamál á köflum. Ég verð bara að óska þeim til hamingju.“ „Þegar upp er staðið þá fannst mér við fara með of mikið af sex metra færum. Það er kannski klisja að segja þetta en við fórum með of mörg dauðafæri úr horni og af línu. Það er ekkert svigrúm fyrir það í svona leik,“ sagði Einar Andri en horna- og línumenn hans skoruðu sjö mörk úr tólf skotum í dag. „Mér fannst við ekki ná að klára nógu margar tæklingar inni í miðjunni og fengum því of mikið af skotum yfir miðja vörnina hjá okkur, sem hefur verið okkar styrkur. Það er eitthvað sem við verðum að læra af og við munum gera það.“Gunnar Magnússon: Þetta er bara draumur „Þetta var frábær sigur og ég er virkilega ánægður með strákana í dag. Þetta er stór stund fyrir okkur og ÍBV að komast í höllina. Það eru 25 ár síðan ÍBV var síðast í úrslitaleiknum og nú förum við í undanúrslitaleik þar,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari ÍBV, sem var augljóslega sáttur með leikinn í heild sinni. „Liðsheildin skóp sigurinn í dag, ótrúlegur karakter og ótrúleg liðsheild. Stemningin og heimavöllurinn hérna hjálpaði okkur mikið.“ „Strákarnir gáfu allt í þetta, síðustu tíu mínúturnar var það vörnin sem að lokaðist. Sindri, Maggi og allir hinir voru frábærir en liðsheildin var það sem skóp þetta, það skiluðu allir sínu,“ sagði Gunnar en hann var ánægður veð stuðninginn í dag. Eyjamenn töpuðu gegn Haukum þar sem liðið átti slakan leik fyrir stuttu en Gunnar segir að ekki hafi verið erfitt að mótivera menn fyrir þennan leik. „Það var ekki flókið að mótivera fyrir þennan leik. Okkur dreymir um þetta, strákunum er búið að dreyma um þetta lengi. ÍBV hefur ekki farið í höllina karlamegin síðan, þetta er bara draumur.“ „Við ætluðum okkur alltaf að fara alla leið,“ sagði Gunnar að lokum en Eyjamenn voru staðráðnir í það að hefna fyrir síðasta bikarleik gegn Aftureldingu í dag.
Íslenski handboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira