Leiknir í úrslit eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. febrúar 2015 22:46 Leiknismenn unnu KR í úrslitum 2013 og nú aftur í undanúrslitum. vísir/daníel Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Leiknir er kominn í úrslit Reykjavíkurmótsins eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í seinni undanúrslitaleiknum í Egilshöllinni í kvöld. Aron Bjarki Jósepsson kom KR yfir í leiknum, en Hilmar Árni Halldórsson jafnaði metin með glæsilegu marki beint úr aukaspyrnu. Staðan í hálfleik, 1-1. Eftir fimm mínútur í seinni hálfleik kom Almarr Ormarsson KR aftur yfir, 2-1, þegar hann renndi boltanum framhjá Arnari Frey Ólafssyni sem stóð vaktina í marki Leiknis í stað aðalmarkvarðarins Eyjólfs Tómassonar En Leiknismenn, sem unnu KR-inga í úrslitum Reykjavíkurmótsins fyrir tveimur árum, gáfust ekki upp og jöfnuðu metin. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma gerðist Gonzalo Balbi brotlegur í teignum og dæmdi Garðar Örn Hinriksson vítaspyrnu þegar Fannar Þór Arnarsson féll í baráttu við Spánverjann. Hilmar Árni Halldórsson skoraði úr spyrnunni en það var þó enginn afsláttur gefinn af því marki því Stefán Logi Magnússon var í boltanum. Lokatölur, 2-2, og var farið beint í vítaspyrnukeppni. Leiknismenn skoruðu úr öllum fjórum vítaspyrnunum sem þeir tóku, en Arnar Freyr varði frá Atla Hrafni Andrasyni og þá skaut Guðmundur Andri Tryggvason (Guðmundssonar) boltanum í stöngina. Skjálfti í ungu strákunum sem báðir eru fæddir árið 1999. Leiknir mætir Val í úrslitaleik á mánudagskvöldið klukkan 19.00 í Egilshöll, en Valsmenn lögðu Fjölni í fyrri undanúrslitaleiknum í kvöld, 1-0. Þetta er í fyrsta skipti í sex ár sem KR spilar ekki til úrslita í Reykjavíkurmótinu, en það hefur tapað síðustu fjórum úrslitaleikjum og vann tvo aðra á undan því.Gangur vítaspyrnukeppninnar:1-0 Aron Bjarki Jósepsson skorar fyrir KR1-1 Hilmar Árni Halldórsson skorar fyrir Leikni2-1 Egill Jónsson skorar fyrir KR2-2 Atli Arnarson skorar fyrir Leikni2-2 Arnar Freyr Ólafsson ver frá Atla Hrafni Andrasyni2-3 Halldór Kristinn Halldórsson skorar fyrir Leikni2-3 Guðmundur Andri Tryggvason skýtur í stöngina fyrir KR2-4 Kolbeinn Kárason skorar og tryggir Leikni sigurinn
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35 Mest lesið Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Sigurður Egill skaut Valsmönnum í úrslitaleikinn Valur spilar til úrslita í Reykjavíkurmótinu í fótbolta eftir sigur á Fjölni. 5. febrúar 2015 20:35