Erlent

NATO hyggst auka viðveru sína í Austur-Evrópu

Atli Ísleifsson skrifar
Varnarmálaráðherrar bandalagsríkja koma saman til fundar í Brussel í dag.
Varnarmálaráðherrar bandalagsríkja koma saman til fundar í Brussel í dag. Vísir/EPA
NATO mun brátt kynna áætlun sína um aukna hernaðarlega viðveru bandalagsins í austurhluta Evrópu. Eru þetta viðbrögð við ástandinu í Úkraínu.

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir þetta verða umfangsmesta efling sameiginlegs liðsafla bandalagsins frá lokum kalda stríðsins. Varnarmálaráðherrar bandalagsríkja koma saman til fundar í Brussel í dag.

John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, mun síðar funda með fulltrúa stjórnvalda í Úkraínu, en Bandaríkjastjórn íhugar nú að senda vopn til úkraínska stjórnarhersins sem á í hörðum bardögum við aðskilnaðarsinna í austurhluta landsins.

Búist er við að NATO komist að samkomulagi um að senda fimm þúsund manna viðbragðssveit til Austur-Evrópu, þar sem sveitin á að vera reiðubúin að bregðast við innan tveggja daga.


Tengdar fréttir

Skotið á sjúkrahús í Donetsk

Saksóknari í Úkraínu segir að fjórir til tíu manns hafi látist í árás á sjúkrahús í borginni Donetsk í austurhluta Úkraínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×