ASÍ mótmælir "aðför Primera Air að réttindum launafólks“ Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2015 15:58 Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði lággjaldaflugfélaganna alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. Vísir/Hörður Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega það sem hún kallar „aðför Primera Air að réttindum launafólks“. ASÍ vísar þar í fréttir af því að íslenska flugfélagið Primera hefði sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. Primera boðaði í byrjun janúar til fundar með fulltrúum starfsmanna til að ræða launakjör. Meðal þess sem Primera er sagst hafa krafist af starfsfólkinu var að lækka laun sín til jafns við starfsfólk flugfélagsins í Lettlandi eða um 23 prósent. Þá átti vinnuvikan að lengjast úr 47,5 klukkustundum í 60 klukkustundir. Í ályktun miðstjórnar ASÍ segir að upplýst hafi verið að Primera Air „byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins. Miðstjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þessara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005 eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands nr. 45/2007. Primera Air stundar reglubundið flug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu með flugvélum skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi. Áhafnir þessara flugvéla, alveg eða að hluta, eiga tímabundið eða varanlega aðalstarfsstöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og endar. Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og annarra álíka flugfélaga alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólögmætu starfsemi. ASÍ skorar á íslensk að stjórnvöld að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva þessa brotastarfsemi félagsins þegar í stað en til þess eru heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007,“ segir í ályktuninni. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega það sem hún kallar „aðför Primera Air að réttindum launafólks“. ASÍ vísar þar í fréttir af því að íslenska flugfélagið Primera hefði sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. Primera boðaði í byrjun janúar til fundar með fulltrúum starfsmanna til að ræða launakjör. Meðal þess sem Primera er sagst hafa krafist af starfsfólkinu var að lækka laun sín til jafns við starfsfólk flugfélagsins í Lettlandi eða um 23 prósent. Þá átti vinnuvikan að lengjast úr 47,5 klukkustundum í 60 klukkustundir. Í ályktun miðstjórnar ASÍ segir að upplýst hafi verið að Primera Air „byggi starfsemi sína og flug héðan frá Íslandi á grófum félagslegum undirboðum gagnvart áhöfnum þeirra flugvélaga sem notaðar eru í rekstri félagsins. Miðstjórn ASÍ áréttar að um kaup og kjör þessara áhafna fer skv. íslenskum lögum og kjarasamningum, hvort heldur litið er til laga um starfsmannaleigur nr. 139/2005 eða laga um réttindi og skyldur erlendra fyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands nr. 45/2007. Primera Air stundar reglubundið flug frá Íslandi til nokkurra áfangastaða í Evrópu með flugvélum skráðum utan Íslands en á EES-svæðinu sem leigðar eru með áhöfn til þess að sinna þessu flugi. Áhafnir þessara flugvéla, alveg eða að hluta, eiga tímabundið eða varanlega aðalstarfsstöð sína hér á landi þar sem vinna þeirra hefst og endar. Alþýðusamböndin á öllum Norðurlöndunum líta þennan rekstur og aðferðafræði Primera Air, Ryanair og annarra álíka flugfélaga alvarlegum augum og hyggjast hindra brot þeirra með öllum tiltækum ráðum. ASÍ mun ekki liggja á liði sínu í því efni og leitað verður allra leiða til þess að stöðva hina ólögmætu starfsemi. ASÍ skorar á íslensk að stjórnvöld að nýta lögbundnar heimildir sínar til þess að stöðva þessa brotastarfsemi félagsins þegar í stað en til þess eru heimildir bæði í lögum nr. 139/2005 og 45/2007,“ segir í ályktuninni.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14 Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Primera segir upp öllum flugliðum í Svíþjóð Íslenska flugfélagið Primera hefur sagt upp öllum flugfreyjum og flugþjónum sínum í Svíþjóð í kjölfar þess að bækistöðinni á Arlanda flugvellinum í Stokkhólmi hefur verið lokað. 30. janúar 2015 13:14