Bárujárnsþök ryðga fyrir austan út af súru regni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. febrúar 2015 14:25 Mikið útstreymi af gasi kemur frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. Vísir/Guðbergur Davíðsson Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“ Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Mælingar sem Veðurstofa Íslands og Jarðvísindastofnun hafa gert á efnasamsetningu úrkomu eftir að eldgosið í Holuhrauni hófst leiða í ljós að 40% regnvatns sýna einkenni gosmengunar. Frá þessu greindi Andri Stefánsson, prófessor í jarðefnafræði við Háskóla Íslands, á íbúafundi á Reyðarfirði í gær. „Við gerum mælingar á 21 stað á landinu, víðs vegar um landið. Gasið sem berst upp úr Holuhrauni, sem er aðallega brennisteinsdíoxíð, umbreytist í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og getur valdið súru regnu,“ segir Andri í samtali við Vísi og bætir við að önnur efni, eins og klór og flúor, leysist líka upp í regnvatninu.Efnin hlaðast upp í snjónum og fara út í ár og vötn þegar snjóa leysir Að sögn Andra greinist efnasamsetning regnvatns, sem rekja má beint til gossins í Holuhrauni, um nánast allt land. Aðspurður hvort að þetta sé hættulegt segir Andri: „Í dag fellur þetta náttúrulega mikið sem snjór. Efnin hlaðast þá upp í snjónum yfir vetrartímann á hálendinu, meðal annars, og svo þegar leysingar eru á vorin þá skolast þetta mjög hratt út í árnar, stöðuvötnin og alveg út í sjó.“ Andri segir að þá myndist svokallaðir efnapúlsar sem geti haft töluverð áhrif á lífríki í ám og vötnum. Þá geti súra regnið sem fellur beint á jörð einnig haft veruleg áhrif á plöntur og gróðurfar og svo komist upp í lífkeðjuna í gegnum grasbíta.Súrnunin getur haft veruleg áhrif á umhverfi okkar „Súrnunin hefur líka áhrif á okkar daglega líf. Þetta náttúrulega tærir málma og getur til dæmis haft áhrif á lakk á bílum. Ég heyrði svo sögu frá austan að til dæmis nýsinkhúðuð bárujárnsþök hafa strax látið á sjá í vetur og bara ryðga. Súrt regn getur því haft veruleg áhrif á okkar umhverfi,“ segir Andri. Hann segir mikið útstreymi af gasi koma frá eldgosinu í Holuhrauni, og þá sérstaklega af brennisteinsdíoxíði. „Tölurnar eru nú kannski eitthvað óljósar, því það eru auðvitað sveiflur í þessu, en þetta eru svona 20.000-80.000 tonn af gasi á dag. Það er því mikið magn sem kemur upp og svo er þetta líka búið að standa í langan tíma þannig að heildarmagnið er mjög mikið. Það hefur auðvitað áhrif.“
Bárðarbunga Tengdar fréttir Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24 Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15 Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01 Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55 Gasmengun gæti farið að aukast á ný Fundað með íbúum Fjarðarbyggðar næstu daga 2. febrúar 2015 19:13 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Fleiri fréttir Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði Sjá meira
Mesta brennisteinsdíoxíð-mengun síðan mælingar hófust Blá móða hefur legið yfir Austurlandi síðustu daga vegna eldgossins í Holuhrauni. 7. september 2014 21:24
Tugþúsundir tonna af eiturgufum streyma úr Holuhrauni Vísindamenn telja nauðsynlegt að fylgjast vel með styrkleika brennisteinsdíoxíðs á Austfjörðum og víðar á landinu. Mælum verður fjölgað. 13. september 2014 12:15
Landlæknir kannar áhrif gosmengunar á heilsu fólks Kostnaður ríkissjóðs vegna jarðhræringanna í og við Vatnajökul er áætlaður tæpar 700 milljónir á þessu ári – miðað við óbreytt ástand. Landlæknir fylgist með áhrifum mengunarinnar líkt og gert var eftir Eyjafjallajökulsgosið. 5. nóvember 2014 00:01
Mengun úr Holuhrauni dreifðist víða um land Mengun frá gosstöðvunum í Holuhrauni barst víða um land í dag og hefur dreifing hennar aldrei verið meiri. Fjölmargir höfðu samband við Veðurstofu Íslands í dag og kvörtuðu undan einkennum megnunarinnar sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu. 20. september 2014 18:55