Super Bowl partý á Ölveri leyst upp af lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. febrúar 2015 09:58 Ölver í Glæsibæ er bæði vinsæll sport- og karókíbar. Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015 Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Liðsmenn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu voru óvæntir gestir á skemmtistaðnum Ölveri í Glæsibæ í Reykjavík í nótt. Um fimmtíu manns voru á staðnum að horfa á úrslitaleikinn í ameríska fótboltanum, Super Bowl, en þeir þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn eftir að löggan mætti á svæðið. Þegar lögreglan mætti á svæðið var leikurinn um það bil hálfnaður og stemningin í rólegri kantinum. Skipti það litlu máli þar sem ekki hafði fengist leyfi til að hafa staðinn opinn fram á nótt. Óhætt er að segja að aðgerðir lögreglu hafi farið öfugt ofan í gesti staðarins sem fyrir vikið þurftu að finna sér nýjan samastað til að horfa á leikinn, þegar klukkan var farin að ganga tvö. Var langt í frá að allir hefðu í önnur hús að vernda samkvæmt gesti sem blaðamaður ræddi við í nótt. Sjá einnig: Einn besti Super Bowl sögunnar Almennt hafa vínveitingahús á höfuðborgarsvæðinu aðeins opnunarleyfi til klukkan eitt utan föstudags og laugardagskvölda. Hins vegar er hægt að sækja um sérstakt leyfi til að hafa opið lengur líkt og fjölmargir skemmtistaðir gerðu í gærkvöldi. Það virðist hins vegar hafa gleymst í tilfelli Ölvers. Viðureign Seattle Seahawks og New England Patriots í Super Bowl í gærkvöldi fer í sögubækurnar. Patriots vann hreint ótrúlegan sigur þar sem lokamínúturnar voru lyginni líkastar líkt og sjá má í umfjöllun um leikinn á Vísi.Uppfært klukkan 14:48 Svo virðist sem skemmtistöðum í Reykjavík reynist heldur erfitt að fá leyfi til að hafa opið lengur en gengur og gerist. Það segir eigandi Glaumbars sem var sá eini sem fékk leyfi til að hafa opið fram á nótt á meðan á Super Bowl stóð. Áhorf á íþróttaviðburðum eftir kl. 01:00 er auðvitað stór hættulegt og því ákvað lögreglan bara að loka Ölver #Ok #MakesSens #NorðurKórea— Runólfur Þórhallsson (@Runolfur21) February 2, 2015 Lögregluaðgerð lokið. Búið að tæma Ölver og enginn lést við áhorf á kappleik. Getum andað léttar.— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) February 2, 2015
Tengdar fréttir Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Sjá meira
Einn besti Super Bowl-leikur sögunnar Super Bowl-leikurinn í nótt var ótrúleg skemmtun og lokakaflinn einn sá dramatískasti frá upphafi. 2. febrúar 2015 09:34