Sjávarútvegsráðherra segir stjórnarflokkana ekki samstíga Heimir Már Pétursson skrifar 19. febrúar 2015 18:40 Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra viðurkennir að ágreiningur sé milli stjórnarflokkanna um fiskveiðistjórnunarkerfið og að sá ágreiningur, sem og að ekki hafi tekist að ná almennri pólitískri sátt, valdi því að hann hætti við að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Búast má við deilum um veiðigjöld þegar frumvarp um þau kemur fram. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir stjórnarandstöðuna ekki vilja vinna eftir þeirri sáttaleið sem mótuð hafi verið með tillögum sáttanefndar frá árinu 2010. „Það er ekki djúpstæður ágreiningur á milli stjórnarflokkanna í þessu máli. En í ljósi þess að sú sáttatillaga sem liggur núna á borðinu hjá ráðherra virðist ekki ná framgangi meðal stjórnarflokkanna og stjórnarandstöðunnar. Þá held ég að það hafi verið mjög skynsamlegt að stjórnarflokkarnir setjist þá aðeins yfir málið að nýju,“ segir Jón. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir þurfa víðtækari og breiðari sátt um málið til að leggja frumvarp fram. Hann hafi alla tíð lagt áherslu á það m.a. með vísan í stjórnarsáttmálann. „Bæði við minnihlutann á þinginu, sem í ljós hefur komið þegar ég var að kynna þetta að hefði ekki gengið, en það þarf auðvitað líka að stjórnarflokkarnir gangi þá 100 prósent í takt og það gera þeir ekki,“ segir Sigurður Ingi. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar segir engin frumvarpsdrög hafa verið lögð fyrir stjórnarandstöðuna. Hún hafi aðeins heyrt af hugmyndum sem sumar hafi verið til bóta en aðrar ekki. „Það er alveg fráleitt að segja að eitthvað ósætti við okkur sé ástæða fyrir skipbroti ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er alveg greinilegt að stjórnarflokkarnir ná ekki saman um að halda áfram á þeirri leið sem þeir voru búnir að lýsa yfir að þeir ætluðu að fara,“ segir Árni Páll Sjávarútvegsráðherra þarf engu að síður að leggja fram frumvarp um veiðigjöld enda hafa þau einungis verið lögð á eitt ár í senn hingað til. Jón Gunnarsson segir kominn góðan grunn til að leggja þau á eftir aðferðum veiðigjaldanefndar til frambúðar „Um það verður örugglega deilt hver upphæðin á að vera en ég held að aðferðafræðin sé orðin nokkuð klár,“ segir Jón „Það er alveg hægt að lofa því að ef að fram kemur frumvarp sem festir í sessi lækkun veiðigjaldanna umfram sérfræðiráðgjöf, eins og nú er orðin raunin, að þá verður enginn friður um slíka tillögu,“ segir Árni Páll. Ráðherra boðar frumvarp um veiðigjöldin innan tveggja vikna. „Og það er auðvitað líka þannig að þeir sem eru í útgerðinni og aðrir þurfa að sjá þetta svolítið fyrir í tíma. En hvernig við nákvæmlega leysum þetta, hvort það verði til skemmri tíma eða lengri er enn í vinnslu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira